Ekki hægt að segja upp öllum útlendingum fyrir norðan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2008 12:04 Cedric Isom, leikmaður Þórs, verður áfram í herbúðum félagsins sama hvað. Þjálfarar Tindastóls og Þórs í Iceland Express-deild karla segja það ómögulegt að segja upp öllum þeim erlendu leikmönnum sem eru á mála hjá félögunum. Þó er staða Cedric Isom hjá Þór sé tryggð. Bæði félög eru hvort með þrjá útlendinga í sínum röðum. Kristinn Geir Friðriksson, þjálfari Tindastóls, segir að ef þeirra nyti ekki við væri ljóst að félagið gæti varla teflt fram liði. „Það myndi fara með liðið. Við höfum bara ekki efni á að losa okkur við útlendingana þar sem við erum ekki með nægilega stóran mannskap," sagði Kristinn. „Við erum nú með ellefu manna leikmannahóp í dag. Leikmannahópurinn taldi sextán leikmenn í haust en nokkrir hafa týnst úr hópnum og hafa hætt að æfa. Það er því ljóst að frekari fækkun myndi verða liðinu afar dýrkeypt." Kristinn segir í núverandi leikmannahópi séu eins margir leikmenn yngri flokka Tindastóls og hann getur notað - alls fimm talsins. Nú þegar hafa Breiðablik, Snæfell og ÍR sagt upp sínum erlendu leikmönnum en Kristinn segir að þrátt fyrir allt komi allt en til greina hvað þessi mál hjá Tindastóli varðar. „Við munum þó bíða og sjá til hvernig þetta muni þróast næstu daga og hvort eitthvað gerist í efnahagsmálum." Hrafn Kristjánsson, þjálfari Þórs á Akureyri, tók í svipaðan streng. „Það kemur auðvitað allt til greina. Við ætlum að gefa okkur tíma til að leyfa ástandinu að skýrast og skoða málið samkvæmt því. Það er klárt frá okkar hálfu, líkt og aðrir hafa sagt, að við ætlum okkur að taka ákvarðanir sem miðast af því að reka deildina af raunsæi og ábyrgð. Það er ekki á dagskrá að steypa deildinni í skuldir." Hrafn segir þó að staðan hjá Þór sé ekki eins slæm og hjá Tindastóli. „Við erum með átján manna leikmannahóp og getum því alltaf teflt fram liði. Það er hins vegar ljóst að við fengum leikmenn í ákveðnar stöður sem okkur fanst nauðsynlegt að fylla með erlendum leikmönnum. Það kemur til að mynda ekki til greina að segja upp leikstjórnandanum okkar, Cedric Isom. Það yrði engum greiði gerður með því enda er hann það mikilvægur hluti af okkar liði og tekur ríkan þátt í því að efla og bæta aðra leikmenn liðsins í leikjum og á æfingum." Formannafundur var haldinn hjá KKÍ í gær og telur Hrafn að ljóst er að hvert félag verði einfaldlega að hugsa um sinn hag. „Það er tæpast hægt að kalla saman aukaársþing til að setja nýjar reglur um erlenda leikmenn og því ljóst að hvert félag verði að haga seglum eftir vindum fram að næsta ársþingi." Dominos-deild karla Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Þjálfarar Tindastóls og Þórs í Iceland Express-deild karla segja það ómögulegt að segja upp öllum þeim erlendu leikmönnum sem eru á mála hjá félögunum. Þó er staða Cedric Isom hjá Þór sé tryggð. Bæði félög eru hvort með þrjá útlendinga í sínum röðum. Kristinn Geir Friðriksson, þjálfari Tindastóls, segir að ef þeirra nyti ekki við væri ljóst að félagið gæti varla teflt fram liði. „Það myndi fara með liðið. Við höfum bara ekki efni á að losa okkur við útlendingana þar sem við erum ekki með nægilega stóran mannskap," sagði Kristinn. „Við erum nú með ellefu manna leikmannahóp í dag. Leikmannahópurinn taldi sextán leikmenn í haust en nokkrir hafa týnst úr hópnum og hafa hætt að æfa. Það er því ljóst að frekari fækkun myndi verða liðinu afar dýrkeypt." Kristinn segir í núverandi leikmannahópi séu eins margir leikmenn yngri flokka Tindastóls og hann getur notað - alls fimm talsins. Nú þegar hafa Breiðablik, Snæfell og ÍR sagt upp sínum erlendu leikmönnum en Kristinn segir að þrátt fyrir allt komi allt en til greina hvað þessi mál hjá Tindastóli varðar. „Við munum þó bíða og sjá til hvernig þetta muni þróast næstu daga og hvort eitthvað gerist í efnahagsmálum." Hrafn Kristjánsson, þjálfari Þórs á Akureyri, tók í svipaðan streng. „Það kemur auðvitað allt til greina. Við ætlum að gefa okkur tíma til að leyfa ástandinu að skýrast og skoða málið samkvæmt því. Það er klárt frá okkar hálfu, líkt og aðrir hafa sagt, að við ætlum okkur að taka ákvarðanir sem miðast af því að reka deildina af raunsæi og ábyrgð. Það er ekki á dagskrá að steypa deildinni í skuldir." Hrafn segir þó að staðan hjá Þór sé ekki eins slæm og hjá Tindastóli. „Við erum með átján manna leikmannahóp og getum því alltaf teflt fram liði. Það er hins vegar ljóst að við fengum leikmenn í ákveðnar stöður sem okkur fanst nauðsynlegt að fylla með erlendum leikmönnum. Það kemur til að mynda ekki til greina að segja upp leikstjórnandanum okkar, Cedric Isom. Það yrði engum greiði gerður með því enda er hann það mikilvægur hluti af okkar liði og tekur ríkan þátt í því að efla og bæta aðra leikmenn liðsins í leikjum og á æfingum." Formannafundur var haldinn hjá KKÍ í gær og telur Hrafn að ljóst er að hvert félag verði einfaldlega að hugsa um sinn hag. „Það er tæpast hægt að kalla saman aukaársþing til að setja nýjar reglur um erlenda leikmenn og því ljóst að hvert félag verði að haga seglum eftir vindum fram að næsta ársþingi."
Dominos-deild karla Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira