Körfubolti

Vildum ekki aftur til Grindavíkur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hlynur Bæringsson í eldlínunni.
Hlynur Bæringsson í eldlínunni. Mynd/Daníel

„Við vildum ekki fara aftur til Grindavíkur og þrátt fyrir að staðan væri orðin erfið þá gáfumst við ekki upp," sagði Hlynur Bæringsson í viðtali við Stöð 2 Sport eftir hreint magnaðan sigur Snæfells í kvöld.

Grindavík náði átján stiga forystu í leiknum en Snæfellingar áttu ótrúlega endurkomu og unnu því einvígið 3-1. Þeir mæta Keflavík eða ÍR í úrslitum. „Ég er svo þreyttur að ég get eiginlega ekki hugsað út í það. Þetta eru bæði lið sem hafa verið að leika mjög vel svo þetta verður erfitt," sagði Hlynur.

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum daufur í dálkinn. „Ég hef lent í þessu áður en þetta er mjög erfitt. Þetta er okkur sjálfum að kenna en fyrir okkar eigin klaufaskap gáfum við þeim tvo leiki á silfurfati," sagði Friðrik. „Við hættum að spila vörn eftir frábæran fyrri hálfleik. Þeim langaði meira, börðust betur og áttu þetta því skilið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×