Körfubolti

Sigurður: Þetta var þeirra dagur

"Það er eðlilegt að menn haldi upp á þetta, það er ekki á hverjum degi sem menn vinna stóran sigur á Keflavík," sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur í samtali við Vísi þegar hann gekk af velli innan um káta KR-inga í kvöld.

Íslandsmeistararnir mættu ofjörlum sínum að þessu sinni, en Sigurður örvæntir ekki frekar en venjulega.

"Þeir hittu auðvitað fáránlega þeir Helgi, Jón Arnór og Jakob, en það var líka að hluta til af því vörnin okkar var á köflum ekki nógu góð. Þeir hittu þessum þriggja stiga skotum en að öðru leyti áttu þeir erfitt með að skora. Inn í teig skoruðu þeir ekki, en þetta var þeirra dagur í langskotunum. Það bjargaði þeim í dag en það er spurning hvort þeir lifa á því í heilan vetur," sagði Sigurður.

En hvað fór þurfa Keflvíkingar að bæta?

"Sóknin okkar var frekar léleg og tilviljanakennd. Við erum að þreifa okkur áfram og slípa til nýtt lið hjá okkur. Við verðum betri þegar líður á veturinn," sagði Sigurður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×