Ólafur Jóhannesson: Sigur í Glasgow myndi færa þjóðinni bros Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 16:06 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari. Mynd/Stefán Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson var í viðtali við sunnudagsútgáfu skoska blaðsins Sunday Mail í tilefni stórleiksins á Hampden Park á miðvikudag. Leikur Íslands og Skotlands er algjör lykilleikur fyrir framhaldið í undankeppni HM 2010 í Suður-Afríku, en Holland er svo gott sem öruggt með sigur í riðlinum. Ólafur segir meðal annars að hann vilji vinna til að lyfta íslensku þjóðinni, sem hann lýsti hvernig hefði átt erfitt í kreppunni. "Vegna kreppunnar væri sérstakt að ná að vinna leiki, til dæmis þennan á Hampden og að komast í úrslitakeppni stórmóts. Ef við næðum því myndi það draga fram nauðsynleg bros á þjóðinni. Það myndi hjálpa þeim að komast í gegnum krísuna," sagði þjálfarinn. "Það væri svipað og handboltalandsliðið sem varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum í fyrra, þjóðin ljómaði öll við það. Þetta er eins með fótboltann. Ef við vinnum verða allir ánægðir í landinu. Sigur myndi láta alla gleyma því hvað hefur gengið á. Það getir öskrað á sjónvarpið og hleypt reiðinni út," sagði Ólafur. Blaðamaður Sunday Mail fer mikinn um Eið Smára Guðjohnsen en Ólafur segir að íslenska landsliðið sé ekki eins manns lið. „Allir halda að liðið snúist bara um Eið. Þetta snýst alls ekki bara um hann - við erum nú með aðra stráka í liðinu sem geta unnið leiki fyrir okkur. Leikmennirnir verða að muna það líka," sagði Ólafur. Hann vonast einnig til þess að ná að nýta sér það að Skotar spiluðu erfiðan útileik gegn Hollendingum í gær, sem þeir töpuðu 3-0. „Þetta verður erfiður leikur. Holland mun vinna riðilinn en það eru fjórar þjóðir að berjast um annað sætið. Við getum öll tekið stig af hvert öðru þannig að hver leikur er eins og úrslitaleikur." „Skotar eru okkur aðeins fremri eins og Noregur en það hindrar okkur ekkert í því að reyna. Ég er ánægður með að Skotar spiluðu við Holland á laugardaginn, það þýðir að við getum einbeitt okkur 100 prósent að leiknum í Glasgow. Ég sá leikinn í Amsterdam og tek að við séum í góðri stöðu núna. Við ættum að hafa alla fríska og í toppformi á miðvikudaginn og það mun hjálpa okkur," sagði Ólafur Jóhannesson. Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson var í viðtali við sunnudagsútgáfu skoska blaðsins Sunday Mail í tilefni stórleiksins á Hampden Park á miðvikudag. Leikur Íslands og Skotlands er algjör lykilleikur fyrir framhaldið í undankeppni HM 2010 í Suður-Afríku, en Holland er svo gott sem öruggt með sigur í riðlinum. Ólafur segir meðal annars að hann vilji vinna til að lyfta íslensku þjóðinni, sem hann lýsti hvernig hefði átt erfitt í kreppunni. "Vegna kreppunnar væri sérstakt að ná að vinna leiki, til dæmis þennan á Hampden og að komast í úrslitakeppni stórmóts. Ef við næðum því myndi það draga fram nauðsynleg bros á þjóðinni. Það myndi hjálpa þeim að komast í gegnum krísuna," sagði þjálfarinn. "Það væri svipað og handboltalandsliðið sem varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum í fyrra, þjóðin ljómaði öll við það. Þetta er eins með fótboltann. Ef við vinnum verða allir ánægðir í landinu. Sigur myndi láta alla gleyma því hvað hefur gengið á. Það getir öskrað á sjónvarpið og hleypt reiðinni út," sagði Ólafur. Blaðamaður Sunday Mail fer mikinn um Eið Smára Guðjohnsen en Ólafur segir að íslenska landsliðið sé ekki eins manns lið. „Allir halda að liðið snúist bara um Eið. Þetta snýst alls ekki bara um hann - við erum nú með aðra stráka í liðinu sem geta unnið leiki fyrir okkur. Leikmennirnir verða að muna það líka," sagði Ólafur. Hann vonast einnig til þess að ná að nýta sér það að Skotar spiluðu erfiðan útileik gegn Hollendingum í gær, sem þeir töpuðu 3-0. „Þetta verður erfiður leikur. Holland mun vinna riðilinn en það eru fjórar þjóðir að berjast um annað sætið. Við getum öll tekið stig af hvert öðru þannig að hver leikur er eins og úrslitaleikur." „Skotar eru okkur aðeins fremri eins og Noregur en það hindrar okkur ekkert í því að reyna. Ég er ánægður með að Skotar spiluðu við Holland á laugardaginn, það þýðir að við getum einbeitt okkur 100 prósent að leiknum í Glasgow. Ég sá leikinn í Amsterdam og tek að við séum í góðri stöðu núna. Við ættum að hafa alla fríska og í toppformi á miðvikudaginn og það mun hjálpa okkur," sagði Ólafur Jóhannesson.
Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira