Íslenski boltinn

Ólafur í viðtali á ksi.is: Óhemju gaman að taka þátt í þessu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Breiðablik
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Breiðablik Mynd/Anton

Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks er í viðtali á ksi.is í dag vegna bikarúrslitaleiknum á móti Fram á Laugardalsvellinum í dag. Leikurinn hefst klukkan 14.00 en þar reyna Blikar að vinna fyrsta bikarmeistaratitil félagsins og fyrsta stóra titil Kópavogs í karlaknattspyrnunni.

„Fyrir mig sem þjálfara, þá er ég auðvitað farinn að hugsa um leikinn fyrir þónokkru síðan og leiða hugann að því hvernig væri best að haga undirbúningi. En strákarnir í liðinu hafa held ég alveg náð að loka á hann og ekki fyrr en í þessari viku sem að umræðan og spenningurinn kemst af stað. Það verður óhemju gaman að taka þátt í þessu," segir Ólafur meðal annars í viðtalinu.

Hann er spurður út í pressuna á Blikum að vinna loksins sinn fyrsta titil. „Félagið þarf klárlega á því að halda að vinna titil í meistaraflokki karla. En ef þú snýrð þessu við, yfir á Framarana, þeir hafa söguna á bak við sig, hefð og það er langt síðan þeir unnu bikar, þannig að það er líka pressa þar," segir Ólafur en það finna allt hér. Hann endar viðtalið á því að gefa upp helsta styrkleika Breiðabliksliðsins:

„Við höldum bolta vel og getum sprengt upp á litlum svæðum. Við höfum góðann hraða fram á við og allir taka þátt í sóknarleiknum," segir Ólafur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×