Jón Arnór: Væri huggulegt að sópa Keflavík út Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2009 15:17 Jón Arnór hefur farið á kostum gegn Keflavík í vetur. Hann ætlar sér líka stóra hluti í kvöld. Mynd/Vilhelm „Ég veit ekki með félaga mína en ég er algjörlega tilbúinn fyrir þennan slag í kvöld. Við ætlum okkur að klára þetta. Það er ekkert annað í boði," sagði KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson við Vísi. KR og Keflavík mætast í þriðja skiptið í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í kvöld og KR getur „sópað" Íslandsmeisturunum úr mótinu í kvöld. KR leiðir nefnilega einvígið 2-0. „Það væri mjög huggulegt að geta sópað þeim út. Það kitlar. Væri fínn bónus og einnig gott að eiga það á Sigga landsliðsþjálfara [Sigurð Ingimundarson, þjálfara Keflavíkur., innsk. blm]," sagði Jón Arnór léttur en hann var á leið í mat. Kjúklingur og hrísgrjón á matseðlinum hjá Jóni í dag. Jón Arnór segir það alls ekkert auðvelt að gíra sig upp fyrir leik eins og í kvöld þegar lið er komið í þægilega stöðu. „Það er erfiðara en menn halda andlega að koma sér í rétta gírinn í svona stöðu. Þó svo við séum komnir í 2-0 verður þetta ekkert gefins. Ég geri mér grein fyrir því, er klár í slaginn og vona að félagar mínir séu það líka," sagði Jón Arnór sem hefur farið algjörlega á kostum gegn Keflavík í vetur. „Mér finnst alltaf auðvelt að gíra mig upp fyrir leiki gegn Keflavík. Þetta hefur verið besta lið landsins lengi og oft unnið KR. Maður er því klár í slíka leiki. Minn helsti galli sem leikmanns er samt sá að ég er alltaf klár í stóru leikina en á það til að slappa aðeins of mikið á í minni leikjunum með fullri virðingu fyrir þeim liðum. Þá vil ég kannski stundum setjast á bekkinn. En ekki í svona leikjum," sagði Jón Arnór. Blaðamaður tjáði Jóni að Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, væri búinn að lofa stríði í kvöld. „Það er bara flott mál. Ég er alltaf tilbúinn í stríð," sagði Jón Arnór. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og er spilað vestur í bæ. Dominos-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
„Ég veit ekki með félaga mína en ég er algjörlega tilbúinn fyrir þennan slag í kvöld. Við ætlum okkur að klára þetta. Það er ekkert annað í boði," sagði KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson við Vísi. KR og Keflavík mætast í þriðja skiptið í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í kvöld og KR getur „sópað" Íslandsmeisturunum úr mótinu í kvöld. KR leiðir nefnilega einvígið 2-0. „Það væri mjög huggulegt að geta sópað þeim út. Það kitlar. Væri fínn bónus og einnig gott að eiga það á Sigga landsliðsþjálfara [Sigurð Ingimundarson, þjálfara Keflavíkur., innsk. blm]," sagði Jón Arnór léttur en hann var á leið í mat. Kjúklingur og hrísgrjón á matseðlinum hjá Jóni í dag. Jón Arnór segir það alls ekkert auðvelt að gíra sig upp fyrir leik eins og í kvöld þegar lið er komið í þægilega stöðu. „Það er erfiðara en menn halda andlega að koma sér í rétta gírinn í svona stöðu. Þó svo við séum komnir í 2-0 verður þetta ekkert gefins. Ég geri mér grein fyrir því, er klár í slaginn og vona að félagar mínir séu það líka," sagði Jón Arnór sem hefur farið algjörlega á kostum gegn Keflavík í vetur. „Mér finnst alltaf auðvelt að gíra mig upp fyrir leiki gegn Keflavík. Þetta hefur verið besta lið landsins lengi og oft unnið KR. Maður er því klár í slíka leiki. Minn helsti galli sem leikmanns er samt sá að ég er alltaf klár í stóru leikina en á það til að slappa aðeins of mikið á í minni leikjunum með fullri virðingu fyrir þeim liðum. Þá vil ég kannski stundum setjast á bekkinn. En ekki í svona leikjum," sagði Jón Arnór. Blaðamaður tjáði Jóni að Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, væri búinn að lofa stríði í kvöld. „Það er bara flott mál. Ég er alltaf tilbúinn í stríð," sagði Jón Arnór. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og er spilað vestur í bæ.
Dominos-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum