Íslenski boltinn

Búin að skiptast á að vinna hvort annað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandra Sif Magnúsdóttir hefur leikið vel á móti Þór/KA í leikjunum fyrir sunnan.
Sandra Sif Magnúsdóttir hefur leikið vel á móti Þór/KA í leikjunum fyrir sunnan. Mynd/Valli

Breiðablik og Þór/KA mætast í átta liða úrslitum VISA-bikars kvenna á Kópavogsvellinum í kvöld aðeins fjórum dögum eftir að liðin mættust í Pepsi-deildinni. Liðin eru nú að mætast í fimmta sinn á þessu ári og hafa þau skipts á því að vinna innbyrðisleiki sína.

Samkvæmt þeirri hefð ætti Breiðablik að komast áfram í undanúrslitin í kvöld því tapliðið hefur alltaf náð að hefna ófaranna í næsta leik á eftir.

Fanndís Friðriksdóttir og Sandra Sif Magnúsdóttir hafa skorað báðar þrjú mörk fyrir Breiðabliksliðið í leikjunum á móti Þór/KA fyrir sunnan en Blikarnir hafa unnið þá samtals 10-2.

Rakel Hönnudóttir hefur skorað öll þrjú mörk Þór/KA á móti Breiðabliki fyrir norðan en á enn eftir að skora gegn Blikum fyrir sunnan. Rakel skoraði tvö mörk á fyrstu 30 mínútum í 2-0 sigri Þórs/KA á föstudaginn var.

Þetta verður fimmti og síðasti leikur liðanna á þessu ári og að vissu leiti hálfgert uppgjör ársins en það sem mestu máli skipti er þó að vinna leikinn er að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit bikarsins.

Leikir Breiðabliks og Þór/KA árið 2009

5. apríl Lengjubikar kvenna Breiðablik-Þór/KA 4-1

1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (8.), 2-0 Fanndís Friðriksdóttir (36.), 3-0 Sandra Sif Magnúsdóttir (50.), 4-0 Hlín Gunnlaugsdóttir (77.), 4-1 Bojana Besic (85.)

28. apríl Lengjubikar kvenna, undanúrslit Þór/KA-Breiðablik 1-0

1-0 Rakel Hönnudóttir (37.)

9. maí Pepsi-deild kvenna Breiðablik-Þór/KA 6-1

1-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (20.), 1-1 Mateja Zver (40.), 2-1 Sandra Sif Magnúsdóttir (43.), 3-1 Fanndís Friðriksdóttir (57.), 4-1 Sandra Sif Magnúsdóttir (58.), 5-1 Fanndís Friðriksdóttir (67.), 6-1 Harpa Þorsteinsdóttir, víti (83.)

3. júlí Pepsi-deild kvenna Þór/KA-Breiðablik 2-0

1-0 Rakel Hönnudóttir (6.), 2-0 Rakel Hönnudóttir (30.)

7. júlí VISA-bikar kvenna Breiðablik-Þór/KA ?-?












Fleiri fréttir

Sjá meira


×