KR-stúlkur hafa yfir í hálfleik gegn Grindavík 34-23 í oddaleik liðanna um sæti í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar.
KR vann fyrsta leikhlutann 14-9 og annan leikhlutann 20-14.
Hildur Sigurðardóttir er með 8 stig og 7 fráköst hjá KR og Sigrún Ámundadóttir og Margrét Kara Sturludóttir 5 hvor. Jovana Stefánsdóttir er stigahæst hjá Grindavík með 5 stig.