Sigurður Ragnar: Þetta eru bestu leikmenn Íslands í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2009 15:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins. Mynd/Stefán „Þetta er hátíðlegur hópur og því ætla ég að lesa hann upp," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þegar hann tilkynnti hvaða 22 stelpur fá að fara á fyrsta stórmótið í sögu íslensks A-landsliðs en framundan er Evrópumót landsliða í Finnlandi. „Við erum búnir að velta þessu vali mikið fyrir okkur enda er um mjög mikilvægan hóp að ræða. Við teljum að þetta séu bestu leikmenn Íslands í dag og við teljum liðið vera mjög vel undirbúið eftir marga undirbúningsleiki á þessu ári," sagði Sigurður Ragnar á blaðamannafundinum. „Það er einn nýliði í hópnum, Kristín Ýr Bjarnadóttir sem er markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna og er að mínu mati einn besti skallamaður landsins. Við misstum Hörpu Þorsteinsdóttur í meiðsli þegar hún fótbrotnaði og Kristín Ýr finnst mér eiga heima í þessum hópi," sagði Sigurður Ragnar sem játti því að valið hafi verið erfitt á milli markmannanna Söndru Sigurðardóttur og Maríu B. Ágústsdóttur. „Þær hafa báðar staðið sig mjög vel í sumar og eru báðar frábærir markmenn. Þær hafa líka gert sín mistök þannig að valið var gríðarlega erfitt. Markmannsstaðan er kannski sú staða þar sem að við erum best sett í liðinu. Við eigum marga frábæra markmenn en niðurstaðan var þessi að Sandra var valin fram yfir Maríu," sagði Sigurður Ragnar. Markmið liðsins eru að komast upp úr riðlinum og inn í átta liða úrslitin. "Það væri frábær árangur að komast upp úr þessum mjög svo erfiða riðli sem við erum í með Þýskalandi, Fraklandi og Noregi," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Við lítum raunsætt á hlutina og við erum í gríðarlega erfiðum riðli. Við erum með Þýskalandi sem hefur unnið tvær síðustu heimsmeistarakeppnir og fékk ekki á sig mark í þeirri síðustu. Þær hafa unnið síðustu fimm evrópumót og þær eru ekki vanar að misstíga sig á stórkeppni. Það verður mikil áskorun að mæta þeim en við vitum að við eigum góða möguleika á móti bæði Frakklandi og Noregi. Við unnið Noreg nokkuð sannfærandi í síðasta leik. Við höfum síðan bæði unnið og tapað á móti Frökkum í jöfnum leikjum þannig að það getur allt gerst þar," sagði Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar kallar hópinn saman 12. ágúst en daginn áður fer fram síðasta umferðin í Pepsi-deild kvenna fyrir EM-hléið. Stelpurnar munu þá fara á æfingu og horfa síðan saman á karlalandsleik Íslands og Slóvakíu. Íslenska landsliðið mætir Serbíu á Laugardalsvellinum 15. ágúst og segir Sigurður Ragnar að lokaundirbúningurinn fyrir lokakeppnina hefjist í raun ekki fyrr en eftir hann. „Þetta er mótaleikur og mjög mikilvægur leikur því við erum þarna að hefja leik í nýju móti þar sem við ætlum líka að ná árangri. Þessi leikur má alls ekki gleymast og við ætlum ekki að tapa okkur í undirbúningnum fyrir lokakeppnina því þessi leikur er gríðarlega mikilvægur," sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
„Þetta er hátíðlegur hópur og því ætla ég að lesa hann upp," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þegar hann tilkynnti hvaða 22 stelpur fá að fara á fyrsta stórmótið í sögu íslensks A-landsliðs en framundan er Evrópumót landsliða í Finnlandi. „Við erum búnir að velta þessu vali mikið fyrir okkur enda er um mjög mikilvægan hóp að ræða. Við teljum að þetta séu bestu leikmenn Íslands í dag og við teljum liðið vera mjög vel undirbúið eftir marga undirbúningsleiki á þessu ári," sagði Sigurður Ragnar á blaðamannafundinum. „Það er einn nýliði í hópnum, Kristín Ýr Bjarnadóttir sem er markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna og er að mínu mati einn besti skallamaður landsins. Við misstum Hörpu Þorsteinsdóttur í meiðsli þegar hún fótbrotnaði og Kristín Ýr finnst mér eiga heima í þessum hópi," sagði Sigurður Ragnar sem játti því að valið hafi verið erfitt á milli markmannanna Söndru Sigurðardóttur og Maríu B. Ágústsdóttur. „Þær hafa báðar staðið sig mjög vel í sumar og eru báðar frábærir markmenn. Þær hafa líka gert sín mistök þannig að valið var gríðarlega erfitt. Markmannsstaðan er kannski sú staða þar sem að við erum best sett í liðinu. Við eigum marga frábæra markmenn en niðurstaðan var þessi að Sandra var valin fram yfir Maríu," sagði Sigurður Ragnar. Markmið liðsins eru að komast upp úr riðlinum og inn í átta liða úrslitin. "Það væri frábær árangur að komast upp úr þessum mjög svo erfiða riðli sem við erum í með Þýskalandi, Fraklandi og Noregi," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Við lítum raunsætt á hlutina og við erum í gríðarlega erfiðum riðli. Við erum með Þýskalandi sem hefur unnið tvær síðustu heimsmeistarakeppnir og fékk ekki á sig mark í þeirri síðustu. Þær hafa unnið síðustu fimm evrópumót og þær eru ekki vanar að misstíga sig á stórkeppni. Það verður mikil áskorun að mæta þeim en við vitum að við eigum góða möguleika á móti bæði Frakklandi og Noregi. Við unnið Noreg nokkuð sannfærandi í síðasta leik. Við höfum síðan bæði unnið og tapað á móti Frökkum í jöfnum leikjum þannig að það getur allt gerst þar," sagði Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar kallar hópinn saman 12. ágúst en daginn áður fer fram síðasta umferðin í Pepsi-deild kvenna fyrir EM-hléið. Stelpurnar munu þá fara á æfingu og horfa síðan saman á karlalandsleik Íslands og Slóvakíu. Íslenska landsliðið mætir Serbíu á Laugardalsvellinum 15. ágúst og segir Sigurður Ragnar að lokaundirbúningurinn fyrir lokakeppnina hefjist í raun ekki fyrr en eftir hann. „Þetta er mótaleikur og mjög mikilvægur leikur því við erum þarna að hefja leik í nýju móti þar sem við ætlum líka að ná árangri. Þessi leikur má alls ekki gleymast og við ætlum ekki að tapa okkur í undirbúningnum fyrir lokakeppnina því þessi leikur er gríðarlega mikilvægur," sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann