Íslenski boltinn

Frítt fyrir unga og gamla á leik Íslands og Slóvakíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska landsliðið verður í eldlínunni á Laugardalsvelli í næsta mánuði.
Íslenska landsliðið verður í eldlínunni á Laugardalsvelli í næsta mánuði. Mynd/Daníel

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna, ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu sem fram fer á Laugardalsvelli 12. ágúst næstkomandi kl. 19:00. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandins.

Jafnframt er öryrkjum og ellilífeyrisþegum boðinn ókeypis aðgangur að leiknum. Aðildarfélög KSÍ sem vilja koma með hópa yngri iðkenda sinna á leikinn er bent á að hafa samband við skrifstofu KSÍ. Nánari upplýsingar má finna hér.

Miðasalan fer annars sem fyrr fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is

29.7.2009. Landsliðshópur Íslands í þessum leik verður kynntur til sögunnar strax eftir fríhelgi verslunarmanna.

Slóvakar hafa mikla knattspyrnuhefð og sitja núna í 43. sæti styrkleikalista FIFA.  Liðinu hefur gengið frábærlega í undankeppni HM 2010 og sitja í efsta sæti 3. riðils en þar etja þeir m.a. kappi við Pólverja, Norður Íra og nágranna sína í Tékklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×