KR knúði fram oddaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2009 19:00 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði fjórtán stig í kvöld. Mynd/Vilhelm KR vann í kvöld níu stiga sigur á Haukum, 65-56, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Þar með er ljóst að úrslitin um titilinn ráðast í oddaleik á miðvikudagskvöldið. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan.Leik lokið: KR - Haukar 65-56 Haukum gengur lítið að skora og eru duglegir að brjóta. KR er að nýta vítin ágætlega og sigurinn aldrei í hættu.Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 22 (12 fráköst) Margrét Kara Sturludóttir 14 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14 (9 fráköst) Guðrún Þorsteinsdóttir 5 (8 fráköst) Helga Einarsdóttir 5 Guðrún Ámundadóttir 4 Guðrún Sigurðardóttir 1 Stig Hauka: Slavica Dimovska 17 Ragna Brynjarsdóttir 13 Monika Knight 10 Kristrún Sigurjónsdóttir 6 Guðbjörg Sverrisdóttir 6 Telma Fjalarsdóttir 4 (8 fráköst)40. mínúta: KR - Haukar 62-54 Ekkert kemur úr sókn Hauka sem brjóta um leið og KR fær boltann. Hildur setur bæði niður og Haukar taka leikhlé. 59 sekúndur eftir. Nánast komið hjá KR og stefnir í oddaleik.39. mínúta: KR - Haukar 61-54 Monika Knight "villar út" eftir að hafa brotið á Sigrúnu sem fer á vítalínuna og setur fyrra niður. 1:18 eftir. 38. mínúta: KR - Haukar 60-54 Hildur eykur muninn í sex stig og nær svo varnarfrákasti. KR með boltann og tæpar tvær eftir.37. mínúta: KR - Haukar 58-54 Slavica með þrist og KR missir svo boltann í næstu sókn. Þrjár og hálf eftir og leikhlé tekið. Ótrúlega kaflaskiptur leikur - það er óhætt að segja það. KR með eitt stig í fjórða leikhluta - Haukar fimmtán.35. mínúta: KR - Haukar 58-49 Það gengur ekkert hjá KR þessar mínúturnar. Aðeins eitt stig komið í leikhlutanum og Hildur var að klikka á tveimur vítaskotum.33. mínúta: KR - Haukar 57-47 Það er allt annað að sjá til varnarleik Hauka og þeir hafa gengið á lagið og skorað átta fyrstu stigin í fjórða leikhluta. KR-ingar ekki komnir á blað enn. Þessi leikur er ekki dauður enn.32. mínúta: KR - Haukar 57-41 Haukarnir komnir í pressuvörn og það virðist ætla að ganga aðeins betur. En betur má ef duga skal. KR vann 2. og 3. leikhluta samtals 45-17.3. leikhluta lokið: KR - Haukar 57-39 Haukar skoruðu átta stig í öðrum leikhluta og níu í þriðja leikhluta. KR-vörnin er að virka vel þessa stundina - það er óhætt að segja það.28. mínúta: KR - Haukar 53-36 KR er að stinga af. Sigrún Sjöfn með þrist og maður skyldi ætla að Haukar myndu endurskoða svæðisvarnarleikinn sinn. Haukar taka líka leikhlé í þessum töluðu.25. mínúta: KR - Haukar 48-36 Hildur setur niður þrist og KR er að taka myndarlegt forskot í leiknum. KR er á 30-8 spretti sem er nokkuð gott.22. mínúta: KR - Haukar 38-34 Slavica svarar fyrir Hauka. Brotið á henni í þriggja stiga skoti en hún hittir samt og klárar svo vítið líka.21. mínúta: KR - Haukar 38-30 Síðari hálfleikur hafinn og KR skorar fyrstu stigin, rétt eins og í fyrri hálfleik. Það gera 20 af síðustu 22 stigum í leiknum. Hálfleikur: KR - Haukar 34-30 Hildur með þrist undir lokin og KR skoraði sextán af síðustu átján stigum hálfleiksins. Búið að vera nokkuð um sveiflur í þessum leik til þessa.Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 10 Hildur Sigurðardóttir 10 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5 Helga Einarsdóttir 4 Guðrún Þorsteinsdóttir 2 Guðrún Ámundadóttir 2 Guðrún Sigurðardóttir 1Stig Hauka: Ragna Brynjarsdóttir 9 Slavica Dimovska 6 Monika Knight 5 Guðbjörg Sverrisdóttir 4 Kristrún Sigurjónsdóttir 4 Telma Fjalarsdóttir 218. mínúta: KR - Haukar 29-28 Hörkuvörn hjá KR sem hefur skorað ellefu stig í röð í leiknum. Haukar vita ekkert hvað þeir eiga að gera.16. mínúta: KR - Haukar 23-28 Mikill hraði í þessum leik. Sigrún Sjöfn setti niður þrist og minnkaði muninn aftur fyrir KR-inga en annars hefur verið mikið um hraðar sóknir og mistök eftir því.13. mínúta: KR - Haukar 18-23 Hildur Sigurðardóttir aftur komin í sóknarleik KR og þá ganga hlutirnir betur. Haukastúlkur eru þar að auki að hitta illa í sókninni þessar mínúturnar.1. leikhluta lokið: KR - Haukar 12-22 Þvílíkur endir á fyrsta leikhlutanum. Haukar skoruðu síðustu níu stigin í leiknum. KR réði ekkert við svæðisvörn Hauka sem hirtu öll fráköst í vörninni og skoruðu auðveldar körfur í kjölfarið. Slavica Dimovska kláraði svo leikhlutann með þristi.8. mínúta: KR - Haukar 12-13 Knight heldur áfram að valda usla í vörn heimamanna og Haukar eru komnir yfir. Það er mikil harka í leiknum og útlit fyrir æsispennandi rimmu.5. mínúta: KR - Haukar 10-9 Monika Knight er að spila glimrandi góðan sóknarleik og stendur fyrir því að Haukar eru komnir vel inn í þennan leik.3. mínúta: KR - Haukar 7-2 Kara setur niður þrist og KR komið með fimm stiga forystu. Heimamenn að spila ágætisvörn.1. mínúta: KR - Haukar 2-0 Leikurinn hafinn og KR skorar fyrstu stigin í leiknum. 19.12 Allt að verða klárt Hér er verið að kynna liðin til leiks og sérstaklega gaman að sjá hversu vel er mætt á þennan leik. Það er örugglega eitthvað eftir af þeirri mögnuðu spennu sem ríkti á síðasta leik sem fór fram í DHL-höllinni. 19.00 Velkomin til leiks Vísir heilsar hér frá KR-heimilinu þar sem senn fer að hefjast viðureign KR og Hauka í úrslitum Iceland Express deildar kvenna. KR verður að vinna í kvöld til að knýja fram oddaleik, annars verða Haukar Íslandsmeistarar í kvöld. Flóknara er það ekki. Dominos-deild kvenna Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
KR vann í kvöld níu stiga sigur á Haukum, 65-56, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Þar með er ljóst að úrslitin um titilinn ráðast í oddaleik á miðvikudagskvöldið. Leiknum var lýst beint á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan.Leik lokið: KR - Haukar 65-56 Haukum gengur lítið að skora og eru duglegir að brjóta. KR er að nýta vítin ágætlega og sigurinn aldrei í hættu.Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 22 (12 fráköst) Margrét Kara Sturludóttir 14 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14 (9 fráköst) Guðrún Þorsteinsdóttir 5 (8 fráköst) Helga Einarsdóttir 5 Guðrún Ámundadóttir 4 Guðrún Sigurðardóttir 1 Stig Hauka: Slavica Dimovska 17 Ragna Brynjarsdóttir 13 Monika Knight 10 Kristrún Sigurjónsdóttir 6 Guðbjörg Sverrisdóttir 6 Telma Fjalarsdóttir 4 (8 fráköst)40. mínúta: KR - Haukar 62-54 Ekkert kemur úr sókn Hauka sem brjóta um leið og KR fær boltann. Hildur setur bæði niður og Haukar taka leikhlé. 59 sekúndur eftir. Nánast komið hjá KR og stefnir í oddaleik.39. mínúta: KR - Haukar 61-54 Monika Knight "villar út" eftir að hafa brotið á Sigrúnu sem fer á vítalínuna og setur fyrra niður. 1:18 eftir. 38. mínúta: KR - Haukar 60-54 Hildur eykur muninn í sex stig og nær svo varnarfrákasti. KR með boltann og tæpar tvær eftir.37. mínúta: KR - Haukar 58-54 Slavica með þrist og KR missir svo boltann í næstu sókn. Þrjár og hálf eftir og leikhlé tekið. Ótrúlega kaflaskiptur leikur - það er óhætt að segja það. KR með eitt stig í fjórða leikhluta - Haukar fimmtán.35. mínúta: KR - Haukar 58-49 Það gengur ekkert hjá KR þessar mínúturnar. Aðeins eitt stig komið í leikhlutanum og Hildur var að klikka á tveimur vítaskotum.33. mínúta: KR - Haukar 57-47 Það er allt annað að sjá til varnarleik Hauka og þeir hafa gengið á lagið og skorað átta fyrstu stigin í fjórða leikhluta. KR-ingar ekki komnir á blað enn. Þessi leikur er ekki dauður enn.32. mínúta: KR - Haukar 57-41 Haukarnir komnir í pressuvörn og það virðist ætla að ganga aðeins betur. En betur má ef duga skal. KR vann 2. og 3. leikhluta samtals 45-17.3. leikhluta lokið: KR - Haukar 57-39 Haukar skoruðu átta stig í öðrum leikhluta og níu í þriðja leikhluta. KR-vörnin er að virka vel þessa stundina - það er óhætt að segja það.28. mínúta: KR - Haukar 53-36 KR er að stinga af. Sigrún Sjöfn með þrist og maður skyldi ætla að Haukar myndu endurskoða svæðisvarnarleikinn sinn. Haukar taka líka leikhlé í þessum töluðu.25. mínúta: KR - Haukar 48-36 Hildur setur niður þrist og KR er að taka myndarlegt forskot í leiknum. KR er á 30-8 spretti sem er nokkuð gott.22. mínúta: KR - Haukar 38-34 Slavica svarar fyrir Hauka. Brotið á henni í þriggja stiga skoti en hún hittir samt og klárar svo vítið líka.21. mínúta: KR - Haukar 38-30 Síðari hálfleikur hafinn og KR skorar fyrstu stigin, rétt eins og í fyrri hálfleik. Það gera 20 af síðustu 22 stigum í leiknum. Hálfleikur: KR - Haukar 34-30 Hildur með þrist undir lokin og KR skoraði sextán af síðustu átján stigum hálfleiksins. Búið að vera nokkuð um sveiflur í þessum leik til þessa.Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 10 Hildur Sigurðardóttir 10 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5 Helga Einarsdóttir 4 Guðrún Þorsteinsdóttir 2 Guðrún Ámundadóttir 2 Guðrún Sigurðardóttir 1Stig Hauka: Ragna Brynjarsdóttir 9 Slavica Dimovska 6 Monika Knight 5 Guðbjörg Sverrisdóttir 4 Kristrún Sigurjónsdóttir 4 Telma Fjalarsdóttir 218. mínúta: KR - Haukar 29-28 Hörkuvörn hjá KR sem hefur skorað ellefu stig í röð í leiknum. Haukar vita ekkert hvað þeir eiga að gera.16. mínúta: KR - Haukar 23-28 Mikill hraði í þessum leik. Sigrún Sjöfn setti niður þrist og minnkaði muninn aftur fyrir KR-inga en annars hefur verið mikið um hraðar sóknir og mistök eftir því.13. mínúta: KR - Haukar 18-23 Hildur Sigurðardóttir aftur komin í sóknarleik KR og þá ganga hlutirnir betur. Haukastúlkur eru þar að auki að hitta illa í sókninni þessar mínúturnar.1. leikhluta lokið: KR - Haukar 12-22 Þvílíkur endir á fyrsta leikhlutanum. Haukar skoruðu síðustu níu stigin í leiknum. KR réði ekkert við svæðisvörn Hauka sem hirtu öll fráköst í vörninni og skoruðu auðveldar körfur í kjölfarið. Slavica Dimovska kláraði svo leikhlutann með þristi.8. mínúta: KR - Haukar 12-13 Knight heldur áfram að valda usla í vörn heimamanna og Haukar eru komnir yfir. Það er mikil harka í leiknum og útlit fyrir æsispennandi rimmu.5. mínúta: KR - Haukar 10-9 Monika Knight er að spila glimrandi góðan sóknarleik og stendur fyrir því að Haukar eru komnir vel inn í þennan leik.3. mínúta: KR - Haukar 7-2 Kara setur niður þrist og KR komið með fimm stiga forystu. Heimamenn að spila ágætisvörn.1. mínúta: KR - Haukar 2-0 Leikurinn hafinn og KR skorar fyrstu stigin í leiknum. 19.12 Allt að verða klárt Hér er verið að kynna liðin til leiks og sérstaklega gaman að sjá hversu vel er mætt á þennan leik. Það er örugglega eitthvað eftir af þeirri mögnuðu spennu sem ríkti á síðasta leik sem fór fram í DHL-höllinni. 19.00 Velkomin til leiks Vísir heilsar hér frá KR-heimilinu þar sem senn fer að hefjast viðureign KR og Hauka í úrslitum Iceland Express deildar kvenna. KR verður að vinna í kvöld til að knýja fram oddaleik, annars verða Haukar Íslandsmeistarar í kvöld. Flóknara er það ekki.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira