KR vann í kvennaflokki - Með forystu frá upphafi til enda Elvar Geir Magnússon skrifar 11. október 2009 18:06 Hildur Sigurðardóttir hampar sigurlaununum í DHL-höllinni í kvöld. Mynd/Stefán Borgþórsson KR vann sinn annan titil á skömmum tíma í körfubolta kvenna í dag. Liðið varð þá meistari meistaranna með því að leggja Íslandsmeistara Hauka að velli 78-45 á heimavelli sínum. KR hafði forystu í leiknum frá upphafi til enda og vann á endanum með 33 stiga mun. KR-konur byrjuðu leikinn mun betur meðan Haukaliðið var ekki í sambandi og náðu strax forystu 16-2. Að loknum fyrsta leikhluta höfðu þær ellefu stiga forystu. Hafnarfjarðarliðið fann síðan taktinn í öðrum leikhluta þegar þær skoruðu átta stig í röð og skyndilega var munurinn orðinn aðeins sex stig. En þá datt liðið aftur úr sambandi. Heather Ezell fór hamförum í Haukaliðinu og var með 18 af 28 stigum liðsins í fyrri hálfleik en rétt fyrir leikhlé náði KR liðið aftur að skjótast fram úr og staðan 41-28 í hálfleik. Með því að skora fimmtán stig í röð gerðu KR-konur út um leikinn og engin spenna var í síðari hálfleiknum. 33 stiga sigur KR niðurstaðan en stigahæst í þeirra liði var Jenny Pfeiffer-Finora með 15 stig. Signý Hermannsdóttir skoraði 11 stig og tók 8 fráköst, Hildur Sigurðardóttir var með 11 stig og 7 fráköst. Ezell skoraði 24 af stigum Hauka en framlag annarra leikmanna var lítið og næsti leikmaður á eftir með sjö stig. Góður sigur hjá KR-konum sem urðu á dögunum Powerade-bikarmeistarar og eru greinilega í feykilegu formi. Ljóst er hinsvegar að blóðtakan sem Haukaliðið hefur orðið fyrir frá síðasta vetri er mikil og þá vantaði tvær landsliðskonur í þeirra lið í dag. Frá árinu 1995 hefur þessi leikur verið góðgerðarleikur og rennur allur aðgangseyrir til ákveðins góðgerðarfélags. Allir sem að leikjunum koma gefa sína vinnu til styrktar málefninu hverju sinni. Í ár er það Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna sem fær allt það fé sem safnast í kringum leikina. Klukkan 19:15 hefst leikurinn í karlaflokki þar sem Íslandsmeistarar KR leika gegn bikarmeisturum Stjörnunnar. KR - Haukar 78-45 Stigahæstar hjá KR: Jenny Pfeiffer-Finora 15 Hildur Sigurðardóttir 11 Signý Hermannsdóttir 11 Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Stigahæstar hjá Haukum:Heather Ezell 24 Margrét Rósa Hálfdánardóttir 7 Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
KR vann sinn annan titil á skömmum tíma í körfubolta kvenna í dag. Liðið varð þá meistari meistaranna með því að leggja Íslandsmeistara Hauka að velli 78-45 á heimavelli sínum. KR hafði forystu í leiknum frá upphafi til enda og vann á endanum með 33 stiga mun. KR-konur byrjuðu leikinn mun betur meðan Haukaliðið var ekki í sambandi og náðu strax forystu 16-2. Að loknum fyrsta leikhluta höfðu þær ellefu stiga forystu. Hafnarfjarðarliðið fann síðan taktinn í öðrum leikhluta þegar þær skoruðu átta stig í röð og skyndilega var munurinn orðinn aðeins sex stig. En þá datt liðið aftur úr sambandi. Heather Ezell fór hamförum í Haukaliðinu og var með 18 af 28 stigum liðsins í fyrri hálfleik en rétt fyrir leikhlé náði KR liðið aftur að skjótast fram úr og staðan 41-28 í hálfleik. Með því að skora fimmtán stig í röð gerðu KR-konur út um leikinn og engin spenna var í síðari hálfleiknum. 33 stiga sigur KR niðurstaðan en stigahæst í þeirra liði var Jenny Pfeiffer-Finora með 15 stig. Signý Hermannsdóttir skoraði 11 stig og tók 8 fráköst, Hildur Sigurðardóttir var með 11 stig og 7 fráköst. Ezell skoraði 24 af stigum Hauka en framlag annarra leikmanna var lítið og næsti leikmaður á eftir með sjö stig. Góður sigur hjá KR-konum sem urðu á dögunum Powerade-bikarmeistarar og eru greinilega í feykilegu formi. Ljóst er hinsvegar að blóðtakan sem Haukaliðið hefur orðið fyrir frá síðasta vetri er mikil og þá vantaði tvær landsliðskonur í þeirra lið í dag. Frá árinu 1995 hefur þessi leikur verið góðgerðarleikur og rennur allur aðgangseyrir til ákveðins góðgerðarfélags. Allir sem að leikjunum koma gefa sína vinnu til styrktar málefninu hverju sinni. Í ár er það Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna sem fær allt það fé sem safnast í kringum leikina. Klukkan 19:15 hefst leikurinn í karlaflokki þar sem Íslandsmeistarar KR leika gegn bikarmeisturum Stjörnunnar. KR - Haukar 78-45 Stigahæstar hjá KR: Jenny Pfeiffer-Finora 15 Hildur Sigurðardóttir 11 Signý Hermannsdóttir 11 Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Stigahæstar hjá Haukum:Heather Ezell 24 Margrét Rósa Hálfdánardóttir 7
Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn