Íslenski boltinn

KR-ingar úr leik í Evrópukeppninni - töpuðu 1-3 í Basel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Frei skoraði tvö mörk fyrir Basel á móti KR í kvöld.
Alexander Frei skoraði tvö mörk fyrir Basel á móti KR í kvöld. Mynd/Valli

KR-ingum tókst ekki að nýta sér það að vera manni fleiri allan seinni hálfleikinn í seinni leik sínum á móti Basel í kvöld í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA. Basel skoraði tvö mörk manni færri og tryggði sér sæti í næstu umferð.

KR-ingar voru í góðri stöðu í hálfleik, eftir að Björgólfur Takefusa hafði jafnað leikinn úr víti í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Basel-menn höfðu misst mann útaf með sitt annað gula spjald fyrir að mótmæla dómnum.

KR-ingar náðu þó ekki að nýta sér að vera manni fleiri og það má segja að leikurinn hafi farið frá KR-ingum með þriggja mínútna millibili. Fyrst skoraði Shaqiri á 77. mínútu og svo bætti Alexander Frei við sínum öðru marki í leiknum nú úr vítaspyrnu á 80. mínútu.

Basel vann því 5-3 samanlagt og þar með eru öll íslensku karlaliðin úr leik í Evrópukeppninni þetta árið.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×