Sigurður Ragnar breytir bara um markvörð fyrir Danaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2009 11:00 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir leikur sinn þrítugasta landsleik í dag. Hér er hún í leik við Bandaríkin. Mynd/AP Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, gerir aðeins eina breytingu á byrjunarliði liðsins frá sigurleiknum á móti Englandi á fimmtudaginn en stelpurnar okkar mæta Dönum í vináttulandsleik klukkan 13.00 í dag að íslenskum tíma. Eins og kom fram á Vísi í gær þá var Sigurður Ragnar búinn að ákveða að skipta leikjunum á milli markvarðanna Þóru Bjargar Helgadóttur og Guðbjargar Gunnarsdóttur. Þóra hélt hreinu á móti Englandi en Guðbjörg fær tækifærið í dag. „Ef að liðið spilar eins og það gerði á fimmtudag þá er ég sáttur með liðið. Við ætlum líka að gefa fleiri leikmönnum tækifæri í leiknum á móti Danmörku þó að við höfum fyrst og fremst verið að nota undirbúningsleikina á þessu ári til að spila á sama kjarna svo að þær fái sem mesta reynslu að spila sem flesta leiki á móti þetta sterkum andstæðingum," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Hann skipti aðeins tveimur leikmönnum inn á í Englandsleiknum en notar örugglega allar skiptingarnar í leiknum í dag. Á móti Englandi komu þær Katrín Ómarsdóttir og Erla Steina Arnardóttir inn á sem varamenn. „Ég hef ekki alveg skipt því jafnt á milli leikmanna hvað þær fá að spila mikið. Þær hafa fengið að spila mest sem ég hef mesta trú á þessum tíma. Þær þurfa samt að standa undir því með að spila vel og takist þeim það þá fá þær tækifærið áfram," segir Sigurður Ragnar. Byrjunarlið Íslands á móti Dönum Leikaðferðin: 4-5-1 Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir Hægri bakvörður: Erna Björk Sigurðardóttir Miðverðir: Katrín Jónsdóttir (fyrirliði) og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Vinstri bakvörður: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir Varnartengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir Sóknartengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, gerir aðeins eina breytingu á byrjunarliði liðsins frá sigurleiknum á móti Englandi á fimmtudaginn en stelpurnar okkar mæta Dönum í vináttulandsleik klukkan 13.00 í dag að íslenskum tíma. Eins og kom fram á Vísi í gær þá var Sigurður Ragnar búinn að ákveða að skipta leikjunum á milli markvarðanna Þóru Bjargar Helgadóttur og Guðbjargar Gunnarsdóttur. Þóra hélt hreinu á móti Englandi en Guðbjörg fær tækifærið í dag. „Ef að liðið spilar eins og það gerði á fimmtudag þá er ég sáttur með liðið. Við ætlum líka að gefa fleiri leikmönnum tækifæri í leiknum á móti Danmörku þó að við höfum fyrst og fremst verið að nota undirbúningsleikina á þessu ári til að spila á sama kjarna svo að þær fái sem mesta reynslu að spila sem flesta leiki á móti þetta sterkum andstæðingum," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Hann skipti aðeins tveimur leikmönnum inn á í Englandsleiknum en notar örugglega allar skiptingarnar í leiknum í dag. Á móti Englandi komu þær Katrín Ómarsdóttir og Erla Steina Arnardóttir inn á sem varamenn. „Ég hef ekki alveg skipt því jafnt á milli leikmanna hvað þær fá að spila mikið. Þær hafa fengið að spila mest sem ég hef mesta trú á þessum tíma. Þær þurfa samt að standa undir því með að spila vel og takist þeim það þá fá þær tækifærið áfram," segir Sigurður Ragnar. Byrjunarlið Íslands á móti Dönum Leikaðferðin: 4-5-1 Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir Hægri bakvörður: Erna Björk Sigurðardóttir Miðverðir: Katrín Jónsdóttir (fyrirliði) og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Vinstri bakvörður: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir Varnartengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir Sóknartengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir
Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira