Baneitruð ástarbréf Björn Ingi Hrafnsson skrifar 14. janúar 2009 00:01 Hinn 21. október síðastliðinn skýrði Fréttablaðið frá því í forsíðufrétt, að svo gæti farið að stærstur hluti krafna Seðlabankans vegna veðlána í endurhverfum viðskiptum gæti tapast: „Svo virðist sem langstærstur hluti lánakrafna Seðlabanka Íslands í endurhverfum viðskiptum við banka og fjármálastofnanir hér á landi hafi tapast við hrun bankanna síðustu daga. Við meðferð skilanefnda Landsbankans, Glitnis og Kaupþings yfir í ný félög urðu kröfur Seðlabankans eftir í gömlu félögunum og má væntanlega afskrifa þær að mestu eða öllu leyti. Gríðarlegar kröfur hvíla aukinheldur á öðrum fjármálastofnunum, einkum þó Icebank - nýja Sparisjóðabankanum - vegna samskonar viðskipta og gegn veðum í öðrum bönkum sem eru orðin verðlítil. Heimildir Fréttablaðsins herma að þær nemi vart undir 150 milljörðum króna, eða fimmtánföldu eiginfé Icebank. Samanlagt tap Seðlabankans og þar með íslenska ríkisins vegna þessara viðskipta gæti því numið um 300 til 350 milljörðum króna." Í fréttinni kom jafnframt fram, að gríðarlegt útlánatap Seðlabankans af þessum sökum veikti mjög fjárhagslega stöðu hans og Alþingi þyrfti jafnvel að leggja honum til umtalsvert nýtt fé á næstunni. Eigið fé Seðlabankans var í árslok 2007 um 91 milljarður króna. Seðlabankinn brást við frétt blaðsins með yfirlýsingu 21. október þar sem sagði að bankinn leitaðist, eins og aðrir seðlabankar, við að auðvelda starfsemi innlendra fjármálafyrirtækja með fyrirgreiðslu sinni í þeirri fjármálakreppu sem riðið hefði yfir heiminn. „Seðlabankinn fylgdi í því efni fordæmi annarra seðlabanka og jók fyrirgreiðslu sína og þar með áhættu. Hann gekk þó ekki jafn langt og þeir seðlabankar sem lengst gengu," sagði enn fremur í yfirlýsingunni. Þetta er fróðlegt að rifja upp nú þegar fréttir berast af því að samkomulag hafði náðst í fyrradag um framsal krafna Seðlabankans á fjármálafyrirtæki til ríkissjóðs. Í stuttri tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, sem sannarlega lætur ekki mikið yfir sér, segir: „Á grundvelli heimildar í fjáraukalögum fyrir árið 2008 sem samþykkt var á Alþingi 22. desember sl. var í dag gert samkomulag um að Seðlabanki Íslands framselji ríkissjóði kröfur á fjármálafyrirtæki að fjárhæð 345 milljarðar króna. Gegn yfirtöku krafnanna greiðir ríkissjóður 270 milljarða króna með verðtryggðu skuldabréfi til 5 ára, með 2,5 prósent ársvöxtum." Hvað þýðir þetta á mannamáli? Jú, Seðlabankinn hefur metið það svo að kröfur hans á hendur fjármálafyrirtækjunum vegna þessara veðlána séu verðlausar að mestu ef ekki öllu leyti. Jafnframt að hann yrði að ganga mjög hart fram í að reyna að innheimta það sem hann gæti af þessu kröfum og keyra þá væntanlega flest þau fjármálafyrirtæki sem eru enn uppistandandi í þrot. Þess vegna er farin sú leið að fjármálaráðuneytið yfirtaki kröfurnar, því það hefur frjálsari hendur um samninga og afskriftir en Seðlabankinn. Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldi þessa máls. Mun fjármálaráðuneytið láta sverfa til stáls gegn fjármálafyrirtækjum sem það á kröfur á? Verður farið út í hreinar og beinar afskriftir gegn þessum tilteknu fyrirtækjum? Ef svo er, er þá ekki komið fordæmi um skuldaniðurfellingu og afskriftir fyrir önnur fyrirtæki í landinu sem glíma nú við gríðarlega skuldsetningu og algjöran skort á hvers konar lánsfjármagni? Það er of ódýr leið að gagnrýna banka og fjármálastofnanir fyrir að hafa nýtt sér aðgang að „ástarbréfum" Seðlabankans með þessum hætti. Auðvitað nýttu menn sér aðgang að fjármagni, úr því hann var í boði. Jafnljóst er að Seðlabankinn verður ekki einn dreginn til ábyrgðar, því hann var vitaskuld að reyna eftir fremsta megni að sinna hlutverki sínu sem banki bankanna og var, ef eitthvað er, harkalega gagnrýndur fyrir að ganga ekki nógu rösklega fram í þeim efnum. En þegar allt er tekið saman, fer auðvitað ekki milli mála að ástarbréfin reyndust eitruð blanda þegar upp var staðið. Allir aðilar málsins bera þar mikla ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hinn 21. október síðastliðinn skýrði Fréttablaðið frá því í forsíðufrétt, að svo gæti farið að stærstur hluti krafna Seðlabankans vegna veðlána í endurhverfum viðskiptum gæti tapast: „Svo virðist sem langstærstur hluti lánakrafna Seðlabanka Íslands í endurhverfum viðskiptum við banka og fjármálastofnanir hér á landi hafi tapast við hrun bankanna síðustu daga. Við meðferð skilanefnda Landsbankans, Glitnis og Kaupþings yfir í ný félög urðu kröfur Seðlabankans eftir í gömlu félögunum og má væntanlega afskrifa þær að mestu eða öllu leyti. Gríðarlegar kröfur hvíla aukinheldur á öðrum fjármálastofnunum, einkum þó Icebank - nýja Sparisjóðabankanum - vegna samskonar viðskipta og gegn veðum í öðrum bönkum sem eru orðin verðlítil. Heimildir Fréttablaðsins herma að þær nemi vart undir 150 milljörðum króna, eða fimmtánföldu eiginfé Icebank. Samanlagt tap Seðlabankans og þar með íslenska ríkisins vegna þessara viðskipta gæti því numið um 300 til 350 milljörðum króna." Í fréttinni kom jafnframt fram, að gríðarlegt útlánatap Seðlabankans af þessum sökum veikti mjög fjárhagslega stöðu hans og Alþingi þyrfti jafnvel að leggja honum til umtalsvert nýtt fé á næstunni. Eigið fé Seðlabankans var í árslok 2007 um 91 milljarður króna. Seðlabankinn brást við frétt blaðsins með yfirlýsingu 21. október þar sem sagði að bankinn leitaðist, eins og aðrir seðlabankar, við að auðvelda starfsemi innlendra fjármálafyrirtækja með fyrirgreiðslu sinni í þeirri fjármálakreppu sem riðið hefði yfir heiminn. „Seðlabankinn fylgdi í því efni fordæmi annarra seðlabanka og jók fyrirgreiðslu sína og þar með áhættu. Hann gekk þó ekki jafn langt og þeir seðlabankar sem lengst gengu," sagði enn fremur í yfirlýsingunni. Þetta er fróðlegt að rifja upp nú þegar fréttir berast af því að samkomulag hafði náðst í fyrradag um framsal krafna Seðlabankans á fjármálafyrirtæki til ríkissjóðs. Í stuttri tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, sem sannarlega lætur ekki mikið yfir sér, segir: „Á grundvelli heimildar í fjáraukalögum fyrir árið 2008 sem samþykkt var á Alþingi 22. desember sl. var í dag gert samkomulag um að Seðlabanki Íslands framselji ríkissjóði kröfur á fjármálafyrirtæki að fjárhæð 345 milljarðar króna. Gegn yfirtöku krafnanna greiðir ríkissjóður 270 milljarða króna með verðtryggðu skuldabréfi til 5 ára, með 2,5 prósent ársvöxtum." Hvað þýðir þetta á mannamáli? Jú, Seðlabankinn hefur metið það svo að kröfur hans á hendur fjármálafyrirtækjunum vegna þessara veðlána séu verðlausar að mestu ef ekki öllu leyti. Jafnframt að hann yrði að ganga mjög hart fram í að reyna að innheimta það sem hann gæti af þessu kröfum og keyra þá væntanlega flest þau fjármálafyrirtæki sem eru enn uppistandandi í þrot. Þess vegna er farin sú leið að fjármálaráðuneytið yfirtaki kröfurnar, því það hefur frjálsari hendur um samninga og afskriftir en Seðlabankinn. Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldi þessa máls. Mun fjármálaráðuneytið láta sverfa til stáls gegn fjármálafyrirtækjum sem það á kröfur á? Verður farið út í hreinar og beinar afskriftir gegn þessum tilteknu fyrirtækjum? Ef svo er, er þá ekki komið fordæmi um skuldaniðurfellingu og afskriftir fyrir önnur fyrirtæki í landinu sem glíma nú við gríðarlega skuldsetningu og algjöran skort á hvers konar lánsfjármagni? Það er of ódýr leið að gagnrýna banka og fjármálastofnanir fyrir að hafa nýtt sér aðgang að „ástarbréfum" Seðlabankans með þessum hætti. Auðvitað nýttu menn sér aðgang að fjármagni, úr því hann var í boði. Jafnljóst er að Seðlabankinn verður ekki einn dreginn til ábyrgðar, því hann var vitaskuld að reyna eftir fremsta megni að sinna hlutverki sínu sem banki bankanna og var, ef eitthvað er, harkalega gagnrýndur fyrir að ganga ekki nógu rösklega fram í þeim efnum. En þegar allt er tekið saman, fer auðvitað ekki milli mála að ástarbréfin reyndust eitruð blanda þegar upp var staðið. Allir aðilar málsins bera þar mikla ábyrgð.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun