Umfjöllun: Góður seinni hálfleikur dugði ekki gegn Svartfjallalandi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. ágúst 2009 15:57 Helena var stigahæst hjá Íslandi Mynd/Vilhelm Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi, 77-62, í lokaleik sínum í B-deild Evrópukeppninnar. Slakur fyrri hálfleikur gerði út um vonir Íslands gegn sterkasta liði deildarinnar. Svartfjallaland hóf leikinn betur og náði fljótt fimm stiga forystu, 6-1, en íslensku stelpurnar fóru illa með nokkur opin skot á upphafsmínútunum og virtust ekki hafa mikla trú á eigin aðgerðum. Birna Valgarðsdóttir náði að minnka muninn í tvö stig en nær komst íslenska liðið ekki og Svarfellingar náðu ellefu stiga forystu fyrir lok fyrsta leikhluta, 19-8. Ísland hitti aðeins úr tveim af ellefu skotum sínum utan af velli í fjórðungum og liðum er refsað fyrir það gegn Svartfjallandi sem sigrað hafur alla leiki sína í B-deild Evrópukeppninnar. Svartfellingar hófu annan leikhluta af krafti og náðu 18 stiga forystu, 30-12, þegar rétt þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Þá tók íslenska liðið við sér. Liðið lék af mun meiri ákefð og fór að láta finna fyrir sér. Ísland skoraði níu stig gegn tveimur og minnkaði muninn í 21-32. Íslenska liðið náði ekki fylgja þessum góða leikkafla eftir út hálfleikinn og Svartfjallaland náði 15 stiga forystu fyrir hálfleikinn, 38-23. Miklu munaði um að Helena Sverrisdóttir náði sér ekki á strik í sóknarleiknum og hitti ekki úr neinu af sjö skotum sínum utan af velli í hálfleiknum. Birna Valgarðsdóttir skoraði sjö stig fyrir Ísland í hálfleiknum og Helena fimm, öll af vítalínunni. Allt annað var að sjá til Íslands í upphafi síðari hálfleiks og eftir fimm mínútur í þriðja leikhluta var munurinn kominn niður í tíu stig, 32-42. Svartfjallaland náði að auka forystuna í þrettán stig fyrir lok þriðja leikhluta, 54-41, en íslenska liðið lék mun betur í fjórðungnum en liðið hafði gert fram að því í leiknum, sérstaklega sóknarlega. Íslenska liðið náði ekki að minnka muninn í fjórða leikhluta þó Svartfellingar næðu aldrei meira en sautján stiga forystu í fjórðungnum. Svartfellingar gerðu það sem þær þurftu og komu í veg fyrir að leikurinn yrði spennandi með því halda Íslandi í öruggri fjarlægð og fögnuðu að lokum fimmtán stiga sigri, 77-62. Íslenska liðið getur vel við unað. Liðið lék vel í seinni hálfleik en slök nýting í fyrri hálfleik gerði það að verkum að úrslitin voru svo gott sem ráðin í hálfleik. Stig Íslands:Helena Sverrisdóttir 23, Birna Valgarðsdóttir 18, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 6, Hildur Sigurðardóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Guðrún Ámundadóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi, 77-62, í lokaleik sínum í B-deild Evrópukeppninnar. Slakur fyrri hálfleikur gerði út um vonir Íslands gegn sterkasta liði deildarinnar. Svartfjallaland hóf leikinn betur og náði fljótt fimm stiga forystu, 6-1, en íslensku stelpurnar fóru illa með nokkur opin skot á upphafsmínútunum og virtust ekki hafa mikla trú á eigin aðgerðum. Birna Valgarðsdóttir náði að minnka muninn í tvö stig en nær komst íslenska liðið ekki og Svarfellingar náðu ellefu stiga forystu fyrir lok fyrsta leikhluta, 19-8. Ísland hitti aðeins úr tveim af ellefu skotum sínum utan af velli í fjórðungum og liðum er refsað fyrir það gegn Svartfjallandi sem sigrað hafur alla leiki sína í B-deild Evrópukeppninnar. Svartfellingar hófu annan leikhluta af krafti og náðu 18 stiga forystu, 30-12, þegar rétt þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Þá tók íslenska liðið við sér. Liðið lék af mun meiri ákefð og fór að láta finna fyrir sér. Ísland skoraði níu stig gegn tveimur og minnkaði muninn í 21-32. Íslenska liðið náði ekki fylgja þessum góða leikkafla eftir út hálfleikinn og Svartfjallaland náði 15 stiga forystu fyrir hálfleikinn, 38-23. Miklu munaði um að Helena Sverrisdóttir náði sér ekki á strik í sóknarleiknum og hitti ekki úr neinu af sjö skotum sínum utan af velli í hálfleiknum. Birna Valgarðsdóttir skoraði sjö stig fyrir Ísland í hálfleiknum og Helena fimm, öll af vítalínunni. Allt annað var að sjá til Íslands í upphafi síðari hálfleiks og eftir fimm mínútur í þriðja leikhluta var munurinn kominn niður í tíu stig, 32-42. Svartfjallaland náði að auka forystuna í þrettán stig fyrir lok þriðja leikhluta, 54-41, en íslenska liðið lék mun betur í fjórðungnum en liðið hafði gert fram að því í leiknum, sérstaklega sóknarlega. Íslenska liðið náði ekki að minnka muninn í fjórða leikhluta þó Svartfellingar næðu aldrei meira en sautján stiga forystu í fjórðungnum. Svartfellingar gerðu það sem þær þurftu og komu í veg fyrir að leikurinn yrði spennandi með því halda Íslandi í öruggri fjarlægð og fögnuðu að lokum fimmtán stiga sigri, 77-62. Íslenska liðið getur vel við unað. Liðið lék vel í seinni hálfleik en slök nýting í fyrri hálfleik gerði það að verkum að úrslitin voru svo gott sem ráðin í hálfleik. Stig Íslands:Helena Sverrisdóttir 23, Birna Valgarðsdóttir 18, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 6, Hildur Sigurðardóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Guðrún Ámundadóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira