Miklu meiri lokaúrslitareynsla í KR-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2009 14:30 Systurnar Hildur og Guðrún Arna Sigurðardætur hafa leikið 19 leiki hvor í lokaúrslitum. Mynd/Vilhelm Haukar og KR hefja á eftir úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Haukar eru deildarmeistarar og með heimavallarrétt en það er miklu meiri lokaúrslitareynsla í liði Vesturbæinga. Tíu KR-konur hafa áður tekið þátt í lokaúrslitum á móti aðeins fjórum Haukakonum. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 16.00 á Ásvöllum. Tíu leikmenn KR hafa tekið þátt í samtals 78 leikjum í lokaúrslitum og hafa spilað í 1358 mínútur í þessum leikjum um Íslandsmeistaratitilinn. Fjórir leikmenn Hauka hafa aftur á móti tekið þátt í samtals 19 leikjum í lokaúrslitum og hafa spilað alls í 202 mínútur í leikjum um titilinn eða í 1156 færri mínútur en KR-konur. Öll lokaúrslitaleikjareynsla Haukaliðsins liggur nánast hjá Kristrúnu Sigurjónsdóttir, fyrirliða liðsins, en hún var í stóru hlutverki þegar Haukar unnu titilinn 2006 og 2007. Kristrún hefur spilað 193 af þessum 202 mínútum og ennfremur skorað 72 af þeim 74 stigum sem leikmenn Hauka hafa áður skorað í lokaúrslitum. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, er reyndasti leikmaður KR-liðsins, en hún hefur spilað 488 mínútur í 19 leikjum í lokaúrslitum. Hildur hefur skorað 8,4 stig og tekið 5,4 fráköst að meðaltali á 27,1 mínútum í þessum leikjum. Hildur varð Íslandsmeistari með KR 2001 og 2002 en tapaði með KR í lokaúrslitum 2000, 2003 og 2008. Systir Hildar, Guðrún Arna, hefur einnig leikið 19 leiki en 399 mínútum færra. Þrír leikmenn KR eru að spila í lokaúrslitum fjórða árið í röð. Þetta eru Borganessysturnar Sigrún og Guðrún Ámundadætur og Margrét Kara Sturludóttir sem á ein möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Margrét Kara varð Íslandsmeistari með Keflavík í fyrra en hafði þurft að sætta sig við silfrið tvö ár þar á undan. Systurnar Sigrún og Guðrún Ámundadætur geta orðið Íslandsmeistarar í þriðja sinn á fjórum árum en þær urðu meistarar með Haukum 2006 og 2007. Tveir leikmenn Haukaliðsins, Kristrún Sigurjónsdóttir og Sara Pálmadóttir, eiga einnig möguleika á því að vinna þriðja gullið á fjórum árum. Lokaúrslitaleikjareynslan í Haukaliðinu Kristrún Sigurjónsdóttir 7 leikir, 193 mínútur og 72 stig Sara Pálmadóttir 6 leikir, 7 mínútur og 0 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3 leikir, 2 mínútur og 2 stig Klara Guðmundsdóttir 1 leikur, 0 mínútur Lokaúrslitaleikjareynslan í KR-liðinu Hildur Sigurðardóttir 19 leikir, 488 mínútur og 152 stig Guðrún Arna Sigurðardóttir 19 leikir, 89 mínútur og 19 stig Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10 leikir, 277 mínútur og 104 stig Margrét Kara Sturludóttir 10 leikir, 224 mínútur og 56 stig Guðrún Ósk Ámundadóttir 9 leikir, 108 mínútur og 21 stig Helga Einarsdóttir 3 leikir, 92 mínútur og 12 stig Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 3 leikir, 80 mínútur og 27 stig Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 3 leikir, 0 mínútur Brynhildur Jónsdóttir 1 leikur, 0 mínútur Dóra Björn Þrándardóttir 1 leikur, 0 mínútur Fjögur ár í röð í lokaúrslitum Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Haukar, 2006 Íslandsmeistari (3,0 stig og 4,3 frák. á 18,0 mínútum) Haukar, 2007 Íslandsmeistari (14,0 stig og 7,5 frák. á 30,3 mínútum) KR, 2008 Silfur (13,0 stig og 12,0 frák. á 34,0 mínútum) Guðrún Ósk Ámundadóttir Haukar, 2006 Íslandsmeistari (2,0 stig á 4,0 mínútum) Haukar, 2007 Íslandsmeistari (1,3 stig og 1,5 frák. á 11,5 mínútum) KR, 2008 Silfur (4,7 stig og 1,7 frák. á 19,3 mínútum) Margrét Kara Sturludóttir Keflavík, 2006 Silfur (3,0 stig og 10,5 frák. á 22,5 mínútum) Keflavík, 2007 Silfur (7,8 stig og 8,0 frák. á 26,5 mínútum) Keflavík, 2008 Íslandsmeistari (6,3 stig og 11,0 frák. á 24,3 mínútum) Dominos-deild kvenna Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Haukar og KR hefja á eftir úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Haukar eru deildarmeistarar og með heimavallarrétt en það er miklu meiri lokaúrslitareynsla í liði Vesturbæinga. Tíu KR-konur hafa áður tekið þátt í lokaúrslitum á móti aðeins fjórum Haukakonum. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 16.00 á Ásvöllum. Tíu leikmenn KR hafa tekið þátt í samtals 78 leikjum í lokaúrslitum og hafa spilað í 1358 mínútur í þessum leikjum um Íslandsmeistaratitilinn. Fjórir leikmenn Hauka hafa aftur á móti tekið þátt í samtals 19 leikjum í lokaúrslitum og hafa spilað alls í 202 mínútur í leikjum um titilinn eða í 1156 færri mínútur en KR-konur. Öll lokaúrslitaleikjareynsla Haukaliðsins liggur nánast hjá Kristrúnu Sigurjónsdóttir, fyrirliða liðsins, en hún var í stóru hlutverki þegar Haukar unnu titilinn 2006 og 2007. Kristrún hefur spilað 193 af þessum 202 mínútum og ennfremur skorað 72 af þeim 74 stigum sem leikmenn Hauka hafa áður skorað í lokaúrslitum. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, er reyndasti leikmaður KR-liðsins, en hún hefur spilað 488 mínútur í 19 leikjum í lokaúrslitum. Hildur hefur skorað 8,4 stig og tekið 5,4 fráköst að meðaltali á 27,1 mínútum í þessum leikjum. Hildur varð Íslandsmeistari með KR 2001 og 2002 en tapaði með KR í lokaúrslitum 2000, 2003 og 2008. Systir Hildar, Guðrún Arna, hefur einnig leikið 19 leiki en 399 mínútum færra. Þrír leikmenn KR eru að spila í lokaúrslitum fjórða árið í röð. Þetta eru Borganessysturnar Sigrún og Guðrún Ámundadætur og Margrét Kara Sturludóttir sem á ein möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Margrét Kara varð Íslandsmeistari með Keflavík í fyrra en hafði þurft að sætta sig við silfrið tvö ár þar á undan. Systurnar Sigrún og Guðrún Ámundadætur geta orðið Íslandsmeistarar í þriðja sinn á fjórum árum en þær urðu meistarar með Haukum 2006 og 2007. Tveir leikmenn Haukaliðsins, Kristrún Sigurjónsdóttir og Sara Pálmadóttir, eiga einnig möguleika á því að vinna þriðja gullið á fjórum árum. Lokaúrslitaleikjareynslan í Haukaliðinu Kristrún Sigurjónsdóttir 7 leikir, 193 mínútur og 72 stig Sara Pálmadóttir 6 leikir, 7 mínútur og 0 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3 leikir, 2 mínútur og 2 stig Klara Guðmundsdóttir 1 leikur, 0 mínútur Lokaúrslitaleikjareynslan í KR-liðinu Hildur Sigurðardóttir 19 leikir, 488 mínútur og 152 stig Guðrún Arna Sigurðardóttir 19 leikir, 89 mínútur og 19 stig Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10 leikir, 277 mínútur og 104 stig Margrét Kara Sturludóttir 10 leikir, 224 mínútur og 56 stig Guðrún Ósk Ámundadóttir 9 leikir, 108 mínútur og 21 stig Helga Einarsdóttir 3 leikir, 92 mínútur og 12 stig Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 3 leikir, 80 mínútur og 27 stig Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 3 leikir, 0 mínútur Brynhildur Jónsdóttir 1 leikur, 0 mínútur Dóra Björn Þrándardóttir 1 leikur, 0 mínútur Fjögur ár í röð í lokaúrslitum Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Haukar, 2006 Íslandsmeistari (3,0 stig og 4,3 frák. á 18,0 mínútum) Haukar, 2007 Íslandsmeistari (14,0 stig og 7,5 frák. á 30,3 mínútum) KR, 2008 Silfur (13,0 stig og 12,0 frák. á 34,0 mínútum) Guðrún Ósk Ámundadóttir Haukar, 2006 Íslandsmeistari (2,0 stig á 4,0 mínútum) Haukar, 2007 Íslandsmeistari (1,3 stig og 1,5 frák. á 11,5 mínútum) KR, 2008 Silfur (4,7 stig og 1,7 frák. á 19,3 mínútum) Margrét Kara Sturludóttir Keflavík, 2006 Silfur (3,0 stig og 10,5 frák. á 22,5 mínútum) Keflavík, 2007 Silfur (7,8 stig og 8,0 frák. á 26,5 mínútum) Keflavík, 2008 Íslandsmeistari (6,3 stig og 11,0 frák. á 24,3 mínútum)
Dominos-deild kvenna Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira