Jón Halldór: Rosalega ánægður með að ná að vinna þennan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2009 22:21 Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Stefán Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var léttur á brún eftir 68-67 sigur á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum í kvöld. Keflavíkurliðið var þó nærri því búið að kasta frá sér sigrinum í lokin en hélt út leikinn. „Ég var rosalega ánægður með að ná að vinna þennan leik. Stelpurnar voru skíthræddar í restina um að þær væru að fara tapa þessu. Mér leið eins og þær þorðu ekki að gera neitt því væru hræddar við að við myndum tapa. Ég var mjög ánægður með að við náðum að halda þessum, hleyptum þeim ekki fram úr okkur og kláruðum leikinn," sagði Jón Halldór. „Þetta er ennþá svolítið ströggl hjá okkur. Leikmenn eru að finna sig í þessum nýju hlutverkum og stöðum sem þær eru að fá. Við erum nýkomnar með nýjan útlending, Pálína er að koma aftur inn og Birna er búin að vera meidd. Ég er líka að taka inn ungar stelpur sem eru bara 16 ára gamlar en eiga eftir að fá stærra hlutverk þegar líður á. Við erum á réttri leið en ég er ennþá að púsla þessu saman," segir Jón Halldór. Heather Ezell skoraði 21 stig í seinni hálfleik fyrir Hauka en brást bogalistinn á vítalínunni í lokin. Hún klikkaði á víti þegar hún gat jafnað leikinn og tryggt Haukum framlengingu en hún hafði þá hitt úr átta fyrstu skotum sínum í leiknum. „Heather er stórkostlegur leikmaður og takmarkið í dag var að halda henni undir 30 stigum. Það tókst því hún skoraði bara 27 stig," sagði Jón í léttum tón en Heather var samt einu misheppnuðu vítaskoti frá því að tryggja Haukum framlengingu. „Það var flott hjá henni að klikka á eina vítinu sínu í leiknum þegar fimm sekúndur voru eftir. Ég var mjög ánægður með það en ég þakkaði henni þó ekkert sérstaklega fyrir það í leikslok," sagði Jón Halldór. Keflavík tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum og sat þá á botni deildarinnar en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og er komið upp í efri hlutann. „Það vissu það allir sem vildu vita að það ekkert eðlileg byrjun. Við vorum með Birnu 30 prósent og útlending sem var ekki að passa inn í liðið hjá okkur. Við vorum að koma öllu í gang eftir mikla breytingar. Það vita það allir í Keflavík að það er ekki í boði að tapa fyrstu fjórum leikjunum og vonandi verður talað jafnmikið um það að við séum búnar að vinna þrjá í röð." sagði Jón Halldór að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var léttur á brún eftir 68-67 sigur á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum í kvöld. Keflavíkurliðið var þó nærri því búið að kasta frá sér sigrinum í lokin en hélt út leikinn. „Ég var rosalega ánægður með að ná að vinna þennan leik. Stelpurnar voru skíthræddar í restina um að þær væru að fara tapa þessu. Mér leið eins og þær þorðu ekki að gera neitt því væru hræddar við að við myndum tapa. Ég var mjög ánægður með að við náðum að halda þessum, hleyptum þeim ekki fram úr okkur og kláruðum leikinn," sagði Jón Halldór. „Þetta er ennþá svolítið ströggl hjá okkur. Leikmenn eru að finna sig í þessum nýju hlutverkum og stöðum sem þær eru að fá. Við erum nýkomnar með nýjan útlending, Pálína er að koma aftur inn og Birna er búin að vera meidd. Ég er líka að taka inn ungar stelpur sem eru bara 16 ára gamlar en eiga eftir að fá stærra hlutverk þegar líður á. Við erum á réttri leið en ég er ennþá að púsla þessu saman," segir Jón Halldór. Heather Ezell skoraði 21 stig í seinni hálfleik fyrir Hauka en brást bogalistinn á vítalínunni í lokin. Hún klikkaði á víti þegar hún gat jafnað leikinn og tryggt Haukum framlengingu en hún hafði þá hitt úr átta fyrstu skotum sínum í leiknum. „Heather er stórkostlegur leikmaður og takmarkið í dag var að halda henni undir 30 stigum. Það tókst því hún skoraði bara 27 stig," sagði Jón í léttum tón en Heather var samt einu misheppnuðu vítaskoti frá því að tryggja Haukum framlengingu. „Það var flott hjá henni að klikka á eina vítinu sínu í leiknum þegar fimm sekúndur voru eftir. Ég var mjög ánægður með það en ég þakkaði henni þó ekkert sérstaklega fyrir það í leikslok," sagði Jón Halldór. Keflavík tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum og sat þá á botni deildarinnar en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og er komið upp í efri hlutann. „Það vissu það allir sem vildu vita að það ekkert eðlileg byrjun. Við vorum með Birnu 30 prósent og útlending sem var ekki að passa inn í liðið hjá okkur. Við vorum að koma öllu í gang eftir mikla breytingar. Það vita það allir í Keflavík að það er ekki í boði að tapa fyrstu fjórum leikjunum og vonandi verður talað jafnmikið um það að við séum búnar að vinna þrjá í röð." sagði Jón Halldór að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum