Mætti ekki spila ef þetta væri á miðju tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2009 12:00 Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka. Mynd/Anton Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka, lætur ekki erfið nárameiðsli stoppa sig því hún ætlar sér að spila oddaleikinn á móti KR í kvöld og lyfta Íslandsbikarnum í lok hans. Kristrún hefur spilað stærstan hluta hluta úrslitakeppninnar meidd, það sést kannski á framlagi hennar inn á vellinum en ekki í einhverjum afsökunum eftir leik. Úrslitaleikur Hauka og KR um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.15 og fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Bæði lið hafa unnið á Ásvöllum í þessu einvígi og það stefnir í jafnan og æsispennandi oddaleik. „Tilfinningin er svaka góð þó að þessu fylgi ákveðið stress. Þetta er búið að vera langt og gott tímabil og það er skrýtið að þetta ráðist í einum lokaleik. Það er því eins gott að maður mæti tilbúin í stærsta leik tímabilsins," segir Kristrún en hún hefur aðeins skorað samanalagt 12 stig í síðustu tveimur leikjum Haukaliðsins og það er ljóst að hún er langt frá þvi að vera heil.Það þýðir ekkert væl„Þegar komið er á þennan stað í keppninni eru auðvitað flestir orðnir þreyttir og meira um meiðsli og ég því miður engin undantekning þar á. En auðvitað er ömurlegt að geta ekki beitt sér 100% og vitandi það að geta gert miklu betur," segir Kristrún sem hefur skoraði 12,1 stig að meðaltali í úrslitakeppninni en var með 18,6 stig í leik í deildarkeppninni.„Nárinn er búinn að vera stríða mér undanfarið en daginn fyrir fyrsta leik í úrslitum þá fór hann endanlega og síðan hef ég átt í vandræðum með að stíga í fótinn," segir Kristrún en það er enginn uppgjafartónn í henni fyrir leik kvöldsins.„Þetta lítur sæmilega út. Auðvitað finnur maður fyrir þessu, en það þýðir ekkert væl. Næsti leikur við KR er sá stærsti á tímabilinu og þá mætir maður til leiks sama þótt maður væri með fótlegginn í gifsi," segir Kristrún.Það kom til umræðu að Kristrín myndi hvíla fyrir leik tvö en hún sjálf tók það ekki í mál. Kristrún hefur spilað alla leiki Hauka hér á landi frá því haustið 2004. Leikurinn í kvöld verður hennar 163. meistaraflokksleikur í röð í mótum á vegum KKÍ. Kristrún hefur enn fremur leikið alla 28 leiki Hauka í sögu úrslitakeppninnar.Þrjóskan hefur vinningin en ekki skynseminHún hefur því leitað allra leiða til að ná sér góðri. „Það var allt reynt, farið í sjúkraþjálfun, reyndar óhefðbundar lækningar, farið í heita pottinn, teknar inn bólgueyðandi og verkjatöflur og hvílt sig. Jafnvel farið með faðir vorið. Maður má bara ekki missa af leiknum," segir hún í gamansömum tón.Þetta er samt langt frá því að vera draumaaðstaða og Kristrún veit að hún er að ganga á móti ráðum sjúkraþjálfara með því að spila þessa leiki. „Ef þetta væri núna á miðju tímabili þá mætti ég ekki spila. En tímabilið er að klárast og þá er nægur tími til að hvílast. Ekki núna. Núna verður spilaður körfubolti og barist til loka. Þannig það er klárlega þrjóskan sem hefur vinningin ekki skynsemin. Hún kemur seinna," segir Kristrún.Þessi leikur ræðst á fráköstunumEn aftur af leiknum. Hvað þarf Haukaliðið að gera í kvöld til þess að kristrún fái að handleika Íslandsmeistarabikarinn?„Við þurfum að spila góða vörn og ná að stoppa Hildi sem er búinn að vera frábær. Við verðum að reyna að láta boltann rúlla vel og hitta betur en í síðustu leikjum," segir Kristrún en liðin ættu að gjörþekkja hvort annað enda að mætast í tíunda sinn á tímabilinu.„Við þekkjumst vel og það á ekki neitt að koma okkur á óvart frekar en þeim. Núna er bara spurning um að spila sinn leik. Það eru frábærir leikmenn í KR liðinu sem við verðum að stoppa. En við höfum einnig frábært lið. Þetta snýst um dagsformið og hverjar vilja þetta meira. Ég held það verði Haukaliðið," segir Kristrún og bætir við.„Þessi leikur ræðst á fráköstunum. Liðið sem tekur fleiri fráköst fær fleiri tækifæri til að skora. Því þarf að berjast fyrir hverjum einasta bolta og rífa niður hvert einasta frákast," sagði Kristrún að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka, lætur ekki erfið nárameiðsli stoppa sig því hún ætlar sér að spila oddaleikinn á móti KR í kvöld og lyfta Íslandsbikarnum í lok hans. Kristrún hefur spilað stærstan hluta hluta úrslitakeppninnar meidd, það sést kannski á framlagi hennar inn á vellinum en ekki í einhverjum afsökunum eftir leik. Úrslitaleikur Hauka og KR um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.15 og fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Bæði lið hafa unnið á Ásvöllum í þessu einvígi og það stefnir í jafnan og æsispennandi oddaleik. „Tilfinningin er svaka góð þó að þessu fylgi ákveðið stress. Þetta er búið að vera langt og gott tímabil og það er skrýtið að þetta ráðist í einum lokaleik. Það er því eins gott að maður mæti tilbúin í stærsta leik tímabilsins," segir Kristrún en hún hefur aðeins skorað samanalagt 12 stig í síðustu tveimur leikjum Haukaliðsins og það er ljóst að hún er langt frá þvi að vera heil.Það þýðir ekkert væl„Þegar komið er á þennan stað í keppninni eru auðvitað flestir orðnir þreyttir og meira um meiðsli og ég því miður engin undantekning þar á. En auðvitað er ömurlegt að geta ekki beitt sér 100% og vitandi það að geta gert miklu betur," segir Kristrún sem hefur skoraði 12,1 stig að meðaltali í úrslitakeppninni en var með 18,6 stig í leik í deildarkeppninni.„Nárinn er búinn að vera stríða mér undanfarið en daginn fyrir fyrsta leik í úrslitum þá fór hann endanlega og síðan hef ég átt í vandræðum með að stíga í fótinn," segir Kristrún en það er enginn uppgjafartónn í henni fyrir leik kvöldsins.„Þetta lítur sæmilega út. Auðvitað finnur maður fyrir þessu, en það þýðir ekkert væl. Næsti leikur við KR er sá stærsti á tímabilinu og þá mætir maður til leiks sama þótt maður væri með fótlegginn í gifsi," segir Kristrún.Það kom til umræðu að Kristrín myndi hvíla fyrir leik tvö en hún sjálf tók það ekki í mál. Kristrún hefur spilað alla leiki Hauka hér á landi frá því haustið 2004. Leikurinn í kvöld verður hennar 163. meistaraflokksleikur í röð í mótum á vegum KKÍ. Kristrún hefur enn fremur leikið alla 28 leiki Hauka í sögu úrslitakeppninnar.Þrjóskan hefur vinningin en ekki skynseminHún hefur því leitað allra leiða til að ná sér góðri. „Það var allt reynt, farið í sjúkraþjálfun, reyndar óhefðbundar lækningar, farið í heita pottinn, teknar inn bólgueyðandi og verkjatöflur og hvílt sig. Jafnvel farið með faðir vorið. Maður má bara ekki missa af leiknum," segir hún í gamansömum tón.Þetta er samt langt frá því að vera draumaaðstaða og Kristrún veit að hún er að ganga á móti ráðum sjúkraþjálfara með því að spila þessa leiki. „Ef þetta væri núna á miðju tímabili þá mætti ég ekki spila. En tímabilið er að klárast og þá er nægur tími til að hvílast. Ekki núna. Núna verður spilaður körfubolti og barist til loka. Þannig það er klárlega þrjóskan sem hefur vinningin ekki skynsemin. Hún kemur seinna," segir Kristrún.Þessi leikur ræðst á fráköstunumEn aftur af leiknum. Hvað þarf Haukaliðið að gera í kvöld til þess að kristrún fái að handleika Íslandsmeistarabikarinn?„Við þurfum að spila góða vörn og ná að stoppa Hildi sem er búinn að vera frábær. Við verðum að reyna að láta boltann rúlla vel og hitta betur en í síðustu leikjum," segir Kristrún en liðin ættu að gjörþekkja hvort annað enda að mætast í tíunda sinn á tímabilinu.„Við þekkjumst vel og það á ekki neitt að koma okkur á óvart frekar en þeim. Núna er bara spurning um að spila sinn leik. Það eru frábærir leikmenn í KR liðinu sem við verðum að stoppa. En við höfum einnig frábært lið. Þetta snýst um dagsformið og hverjar vilja þetta meira. Ég held það verði Haukaliðið," segir Kristrún og bætir við.„Þessi leikur ræðst á fráköstunum. Liðið sem tekur fleiri fráköst fær fleiri tækifæri til að skora. Því þarf að berjast fyrir hverjum einasta bolta og rífa niður hvert einasta frákast," sagði Kristrún að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira