Körfubolti

Jakob með 18 stig í 1. leikhluta - hálfleikur í leikjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Sigurðarson er sjóðandi heitur í Borgarnesi.
Jakob Sigurðarson er sjóðandi heitur í Borgarnesi. Mynd/Daníel

Það stefnir í örugga sigra KR, Grindavíkur og Keflavíkur í leikjum kvöldsins í Iceland Express deild karla í körfubolta en nú er kominn hálfleikur í leikjunum.

KR er 16 stigum yfir á móti Skallagrími í hálfleik, 34-50, í Fjósinu í Borgarnesi en Vesturbæingar tryggja sér deildarmeistaratitilinn með sigri. Jakob Örn Sigurðarson er búinn að skora 18 stig hjá KR (öll í 1. leikhluta) og næstir honum eru Skarphéðinn Freyr Ingason með 8 stig og Jason Dourisseau með 7 stig. Hjá Skallagrími er Landon Quick stigahæstur með 13 stig og Igor Beljanski er búinn að skora 11.

Grindavík er 13 stigum yfir á móti FSu í hálfleik, 53-40 á heimavelli sínum í Grindavik. Arnar Freyr Jónsson og Brenton Birmingham eru báðir búnir að skora 13 stig hjá Grindavík og Arnar er líka búinn að gefa 4 stoðsendingar. Hjá FSu er Sævar Sigurmundsson með 17 stig og 7 fráköst og Árni Ragnarsson er búinn að skora 14 stig og taka 8 fráköst.

Það stefnir í áttunda heimatap Tindastóls í röð en liðið er 19 stigum undir á móti Keflavík í hálfleik, 25-44. Hörður Axel Vilhjálmsson er stigahæstur hjá Keflavík með 13 stig og Jón Norðdal Hafsteinsson er búinn að skora 11 stig. Hjá Tindastól er Alphonso Pugh búinn að skora mest eða átta stig.

KR, Grindavík og Keflavík hafa öll náð góðri forustu eftir fyrsta leikhluta.

KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson skoraði 18 stig og hitti úr öllum átta skotum sínum í fyrsta leikhluta í leik Skallagríms og KR. KR vann leikhlutann 30-15.

Jón Norðdal Hafsteinsson skoraði 9 stig fyrir Keflavík í fyrsta leikhluta gegn Tindastól á Sauðarkróki en Keflavík var komið 27-13 yfir eftir fyrstu tíu mínútur leiksins.

Arnar Freyr Jónsson skoraði 9 stig í fyrsta leikhlutanum í leik Grindavíkur og FSu í Röstinni í Grindavík. Grindavík er 29-15 yfir eftir fyrsta leikhlutann.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×