Íslenski boltinn á morgun: 24 leikir á dagskrá 21. ágúst 2009 22:45 FH-ingar geta varið Íslandsmeistaratitil sinn á morgun. Mynd/E.Stefán Alls fara 24 leikir fram í Íslandsmótinu á Íslandi á morgun. Leikið er í öllum deildin meistaraflokkanna nema efstu deild kvenna sem hlé er á vegna EM. Við skulum líta á hvað verður að gerast. Pepsi-deild karla: FH getur orðið ÍslandsmeistariFH getur tryggt sér titilinn á morgun. Liðið á fimm leiki eftir og er ellefu stigum á undan Fylki. Til að verða meistari þarf FH að vinna Grindavík og Fylkir má ekki vinna Fjölni. Að sama skapi verður Fjölnir að vinna en ef liðið tapar gæti það lent langt á eftir öðrum liðum þar sem bæði ÍBV og Grindavík, sem eru í sætunum fyrir ofan, eiga eftir að leika tveimur leikjum fleiri en Fjölnir. Leikirnir á morgun: Fram-Stjarnan Valur-Breiðablik Fylkir-Fjölnir FH-Grindavík 1. deild karla: ÍA verður að vinna og HK getur komist í 2. sætiSkagamenn hreinlega verða að hysja upp um sig ef þeir ætla ekki að falla niður um tvær deildir á tveimur árum. Liðið er í slæmum málum eftir sigur Aftureldingar í gær og eiga erfiðan leik á Akureyri á morgun. ÍA er með 18 stig í 8. sæti en Afturelding er í 9. sætinu með 16 stig þegar fimm umferðir eru eftir, Afturelding á þó aðeins fjóra leiki eftir. HK tekur á móti Fjarðabyggð og þar sem Haukar töpuðu í kvöld getur liðið komist upp í 2. sætið. Víkingur frá Ólafsvík er svo gott sem fallið en það gæti verið staðfest eftir leikina á morgun. Leikirnir á morgun: HK-Fjarðabyggð KA-ÍA Víkingur Ólafsvík - Þór 2. deild karla: Spennandi barátta um sæti í 1. deild Það eru fjórir leikir í 2. deildinni á morgun. Topplið Gróttu er með 37 stig en Njarðvík getur með sigri komist í 35 stig. Reynir er með 31 stig og eiga erfiðan útileik á Króknum. Leikirnir á morgun: Víðir-BÍ/Bolungarvík Tindastóll-Reynir Sandgerði Höttur-KS/Leiftur Magni-Njarðvík 3. deild karla: Lokaumferðin um helgina Um helgina fer fram lokaumferðin í 3. deild karla og er hörð barátta um sæti í úrslitakeppninni á nokkrum vígstöðvum. Átta lið komast í úrslitakeppnina en hún hefst laugardaginn 29. ágúst þegar fyrri leikirnir í 8 liða úrslitum fara fram. Í A-riðli hefur Ýmir tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en baráttan um hitt sætið stendur á milli Ægis og Sindra en þau mætast einmitt í Þorlákshöfn á morgun. Í B-riðlinum er ljóst að KFS og Álftanes komast í úrslitakeppnina en þrjú félög berjast um eitt sæti í C-riðli. KV hefur þegar tryggt sér efsta sætið en svo koma þrjú félög jöfn að stigum, Hvíti Riddarinn, KFG og Berserkir en Hvíti Riddarinn og KFG mætast í Mosfellsbænum á laugardaginn. Í D-riðli eru Völsungar öruggir á toppnum en Huginn og Dalvík/Reynir heyja baráttu um annað sætið.1. deild kvenna: Úrslitakeppnin hefst á morgun Á morgun hefst úrslitakeppni 1. deildar kvenna með fjórum leikjum og er um að ræða fyrri viðureignir í 8-liða úrslitum. Í 1. deild kvenna var leikið í tveimur riðlum og komust fjögur efstu lið hvors riðils í úrslitakeppnina og tekur nú við útsláttarkeppni. Viðureignirnar í 8-liða úrslitum eru: Völsungur - HK/Víkingur Sindri - ÍBV FH - Þróttur R. Selfoss - Haukar Síðari leikir viðureignanna fara svo fram þriðjudaginn 25. ágúst og undanúrslitin hefjast laugardaginn 29. ágúst. Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Sjá meira
Alls fara 24 leikir fram í Íslandsmótinu á Íslandi á morgun. Leikið er í öllum deildin meistaraflokkanna nema efstu deild kvenna sem hlé er á vegna EM. Við skulum líta á hvað verður að gerast. Pepsi-deild karla: FH getur orðið ÍslandsmeistariFH getur tryggt sér titilinn á morgun. Liðið á fimm leiki eftir og er ellefu stigum á undan Fylki. Til að verða meistari þarf FH að vinna Grindavík og Fylkir má ekki vinna Fjölni. Að sama skapi verður Fjölnir að vinna en ef liðið tapar gæti það lent langt á eftir öðrum liðum þar sem bæði ÍBV og Grindavík, sem eru í sætunum fyrir ofan, eiga eftir að leika tveimur leikjum fleiri en Fjölnir. Leikirnir á morgun: Fram-Stjarnan Valur-Breiðablik Fylkir-Fjölnir FH-Grindavík 1. deild karla: ÍA verður að vinna og HK getur komist í 2. sætiSkagamenn hreinlega verða að hysja upp um sig ef þeir ætla ekki að falla niður um tvær deildir á tveimur árum. Liðið er í slæmum málum eftir sigur Aftureldingar í gær og eiga erfiðan leik á Akureyri á morgun. ÍA er með 18 stig í 8. sæti en Afturelding er í 9. sætinu með 16 stig þegar fimm umferðir eru eftir, Afturelding á þó aðeins fjóra leiki eftir. HK tekur á móti Fjarðabyggð og þar sem Haukar töpuðu í kvöld getur liðið komist upp í 2. sætið. Víkingur frá Ólafsvík er svo gott sem fallið en það gæti verið staðfest eftir leikina á morgun. Leikirnir á morgun: HK-Fjarðabyggð KA-ÍA Víkingur Ólafsvík - Þór 2. deild karla: Spennandi barátta um sæti í 1. deild Það eru fjórir leikir í 2. deildinni á morgun. Topplið Gróttu er með 37 stig en Njarðvík getur með sigri komist í 35 stig. Reynir er með 31 stig og eiga erfiðan útileik á Króknum. Leikirnir á morgun: Víðir-BÍ/Bolungarvík Tindastóll-Reynir Sandgerði Höttur-KS/Leiftur Magni-Njarðvík 3. deild karla: Lokaumferðin um helgina Um helgina fer fram lokaumferðin í 3. deild karla og er hörð barátta um sæti í úrslitakeppninni á nokkrum vígstöðvum. Átta lið komast í úrslitakeppnina en hún hefst laugardaginn 29. ágúst þegar fyrri leikirnir í 8 liða úrslitum fara fram. Í A-riðli hefur Ýmir tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en baráttan um hitt sætið stendur á milli Ægis og Sindra en þau mætast einmitt í Þorlákshöfn á morgun. Í B-riðlinum er ljóst að KFS og Álftanes komast í úrslitakeppnina en þrjú félög berjast um eitt sæti í C-riðli. KV hefur þegar tryggt sér efsta sætið en svo koma þrjú félög jöfn að stigum, Hvíti Riddarinn, KFG og Berserkir en Hvíti Riddarinn og KFG mætast í Mosfellsbænum á laugardaginn. Í D-riðli eru Völsungar öruggir á toppnum en Huginn og Dalvík/Reynir heyja baráttu um annað sætið.1. deild kvenna: Úrslitakeppnin hefst á morgun Á morgun hefst úrslitakeppni 1. deildar kvenna með fjórum leikjum og er um að ræða fyrri viðureignir í 8-liða úrslitum. Í 1. deild kvenna var leikið í tveimur riðlum og komust fjögur efstu lið hvors riðils í úrslitakeppnina og tekur nú við útsláttarkeppni. Viðureignirnar í 8-liða úrslitum eru: Völsungur - HK/Víkingur Sindri - ÍBV FH - Þróttur R. Selfoss - Haukar Síðari leikir viðureignanna fara svo fram þriðjudaginn 25. ágúst og undanúrslitin hefjast laugardaginn 29. ágúst.
Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Sjá meira