Íslenski boltinn

Framarar hafa unnið þrettán undanúrslitaleiki í röð í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Framarinn Halldór Hermann Jónsson verður í eldlínunni í dag.
Framarinn Halldór Hermann Jónsson verður í eldlínunni í dag. Mynd/Arnþór
Framarar mæta bikarmeisturum KR í undanúrslitaleik VISA-bikars karla á Laugardalsvellinum klukkan 16.00 í dag. Framarar hafa söguna með sér í leiknum því Framliðið hefur unnið alla undanúrslitaleiki sína í bikarkeppninni síðan árið 1971. Alls hefur Framliðið unnið þrettán undanúrslitaleiki í röð.

Síðasta tap Framara í undanúrslitaleik í bikarnum var á móti Breiðabliki 31. október 1971 eða fyrir tæpum 38 árum. Breiðablik vann leikinn 1-0 með marki Guðmundar Þórðarsonar á 81. mínútu. KR sló aftur á móti Fram síðast út úr undanúrslitum bikarsins árið 1967 en Fram hefur unnið tvo síðustu undanúrslitaleiki félaganna 1984 og 1970.

Fram hefur því aldrei tapað undanúrslitaleik í bikarnum síðan að það var farið að spila úrslitaleikinn á Laugardalsvelli en Framarar urðu einmitt fyrstu bikarmeistararnir á Þjóðarleikvanginum árið 1973.

Síðustu 13 undanúrslitaleikir Framara í bikarnum:

2005 Fram-FH 2-2 (Fram vann 7-6 í vítakeppni)

2002 ÍBV-Fram 1-2

1995 Fram-Grindavík (Fram vann 5-4 í vítakeppni)

1989 Keflavík-Fram 3-4

1987 Fram-Þór Ak. 3-1

1986 Fram-Keflavík 2-0

1985 Fram-Þór Ak. 3-0 (framlenging)

1984 Fram-KR 3-1

1981 Fram-Fylkir 1-0

1980 FH-Fram 0-1 (framlenging)

1979 Fram-Þróttur 2-0 (aukaleikur, fyrri leikurinn fór 2-2)

1977 FH-Fram 0-3

1973 Fram-ÍBV 4-0

Undanúrslitaleikir Fram og KR í bikarnum

1984 Fram-KR 3-1

1970 Fram-KR 2-1

1967 KR-Fram 1-0 (aukaleikur, fyrri leikurinn fór 3-3)

1961 KR-Fram 2-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×