Íslenski boltinn

Áttundi bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks í kvennaflokki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður hart barist á Laugardalsvellinum í dag.
Það verður hart barist á Laugardalsvellinum í dag. Mynd/Stefán

Tvö sigursælustu félög í sögu bikarkeppni kvenna, Valur og Breiðablik mætast í dag í 25. bikarúrslitaleik kvenna frá upphafi og hefst leikurinn klukkan 14.00 á Laugardalsvellinum. Þetta verður í áttunda sinn sem þessi tvö lið mætast í bikarúrslitaleik kvenna þar af í fimmta sinn sem leikur liðanna fer fram á Laugardalsvellinum.

Breiðablik hefur unnið fjóra af sjö leikjum liðanna en Valskonur hafa hinsvegar haft betur í báðum bikarúrslitaleikjum liðanna á undanförum áratug. Valur vann í vítakeppni eftir 3-3 jafntefli í siðasta bikarúrslitaleik liðanna fyrir þremur árum og vann síðan 2-0 sigur á þá nýkýndum Íslandsmeisurum Breiðabliks árið 2001.

Breiðablik vann síðast sigur á Val í bikarúrslitaleik kvenna fyrir tólf árum þegar Erla Hendriksdóttir skoraði sigurmark liðsins fjórum mínútum fyrir leikslok en ári áður hafði hún skoraði þrennu í 3-0 sigri Blika á Val við sama tilefni.

Bikarúrslitaleikir Vals og Breiðabliks í kvennaflokki:

2009 Valur-Breiðablik ?-?

2006 Valur - Breiðablik 3-3, 4-1 í vítaspyrnukeppni

2001 Valur - Breiðablik 2-0

1997 Breiðablik - Valur 2-1

1996 Breiðablik - Valur 3-0

1986 Valur - Breiðablik 2-0

1982 Breiðablik - Valur 1-1, 7-6 í vítaspyrnukeppni

1981 Breiðablik - Valur 4-0






Fleiri fréttir

Sjá meira


×