Vita hvað þarf til að landa titlum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 28. apríl 2009 22:07 Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Anton Atli Hilmarsson þjálfari Stjörnunnar var að vonum ánægður eftir frábæran sigur á Fram, 38-31, í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni N1 deildar kvenna. „Frábær sóknarleikur! Það hefur verið hikst á honum í vetur en við skoruðum flott mörk í dag og það var gaman að sjá hvernig liðið blómstraði. Við fengum mörg mörk á okkur en við vorum einbeittar í kvöld. Þetta lið er tilbúið til að vinna titla og veit hvað þarf til að vinna titla. Þær voru tilbúnar í þetta fyrsta skref," sagði Atli eftir leik. „Ég er mjög ánægður með hugarfarið. Það var hættulegt að fara með sex mörk inn hálfleik og við vissum af því að þær unnu upp svipað forskot í einvíginu gegn Haukum. Við vorum klárar á því að fyrstu 10 mínúturnar gætu ráðið úrslitum og þá fórum við sjö mörk yfir. Það gerði útslagið." Stjarnan lék án markvarðar síns, Florentinu Stanciu, sem tók út leikbann og var Atli mjög ánægður hvernig stelpurnar tóku við hennar hlutverki í leiknum. „Það er ekki bara að Florentina sé frábær markvörður. Hún er mikil peppari, frábær liðsmaður og fær áhorfendur í lið með sér. Það var mjög mikilvægt að allar hinar í liðinu myndu taka við hlutverki hennar, ekki bara Sólveig í markinu. Það verður gaman að fá hana aftur inn á föstudaginn og nú veit ég að ég get treyst Sólveigu betur en ég hef kannski gert," sagði Atli með bros á vör. Aðeins fjórir leikmenn Stjörnunnar áttu skot á markið í fyrri hálfleik en Atli segist ekki óttast að lítil breidd komi niður á liðinu er líður á úrslitaeinvígið. „Ég hef verið harðlega gagnrýndur fyrir að skipta lítið en þær eru í fínu standi og engin meidd. Þær hafa líka gaman að þessu en ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að skipta meira en eins og staðan er núna þá spilast þetta vel fyrir okkur en auðvitað er þetta brothætt," sagði Atli að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Atli Hilmarsson þjálfari Stjörnunnar var að vonum ánægður eftir frábæran sigur á Fram, 38-31, í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni N1 deildar kvenna. „Frábær sóknarleikur! Það hefur verið hikst á honum í vetur en við skoruðum flott mörk í dag og það var gaman að sjá hvernig liðið blómstraði. Við fengum mörg mörk á okkur en við vorum einbeittar í kvöld. Þetta lið er tilbúið til að vinna titla og veit hvað þarf til að vinna titla. Þær voru tilbúnar í þetta fyrsta skref," sagði Atli eftir leik. „Ég er mjög ánægður með hugarfarið. Það var hættulegt að fara með sex mörk inn hálfleik og við vissum af því að þær unnu upp svipað forskot í einvíginu gegn Haukum. Við vorum klárar á því að fyrstu 10 mínúturnar gætu ráðið úrslitum og þá fórum við sjö mörk yfir. Það gerði útslagið." Stjarnan lék án markvarðar síns, Florentinu Stanciu, sem tók út leikbann og var Atli mjög ánægður hvernig stelpurnar tóku við hennar hlutverki í leiknum. „Það er ekki bara að Florentina sé frábær markvörður. Hún er mikil peppari, frábær liðsmaður og fær áhorfendur í lið með sér. Það var mjög mikilvægt að allar hinar í liðinu myndu taka við hlutverki hennar, ekki bara Sólveig í markinu. Það verður gaman að fá hana aftur inn á föstudaginn og nú veit ég að ég get treyst Sólveigu betur en ég hef kannski gert," sagði Atli með bros á vör. Aðeins fjórir leikmenn Stjörnunnar áttu skot á markið í fyrri hálfleik en Atli segist ekki óttast að lítil breidd komi niður á liðinu er líður á úrslitaeinvígið. „Ég hef verið harðlega gagnrýndur fyrir að skipta lítið en þær eru í fínu standi og engin meidd. Þær hafa líka gaman að þessu en ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að skipta meira en eins og staðan er núna þá spilast þetta vel fyrir okkur en auðvitað er þetta brothætt," sagði Atli að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira