Íslenski boltinn

Pétur gerði 2. flokk að Íslandsmeisturum annað árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar fagna einu af þremur mörkum Davíðs Birgissonar (8).
KR-ingar fagna einu af þremur mörkum Davíðs Birgissonar (8). Mynd/Heimasíða KR-inga.
KR-ingar urðu í gær Íslandsmeistarar í 2. flokki karla í fótbolta eftir 7-0 sigur á Þór en þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem 2. flokkur félagsins verður Íslandsmeistari. KR hefur eftir leikinn fjórtán stiga forskot á Þór þegar 9 stig eftir í pottinum.

Þjálfari KR-liðsins er Pétur Pétursson sem er einnig aðstoðarþjálfari A-landsliðsins og aðstoðarþjálfari KR. Pétur gerði 2.flokk Breiðabliks að Íslandsmeisturum í fyrra og sonur hans Bjarki var leikmaður með báðum þessum liðum.

KR-liðið hefur unnið þrettán leiki af sextán, gert tvö jafntefli og aðeins tapað einum leik. Markatalan er 56-18 eða 38 mörk í plús.

Davíð Birgisson skoraði þrennu fyrir KR-liðið í sigrinum á Þór en hann er markahæsti leikmaður liðsins með 16 mörk. Hin mörkin skoruðu Sigurður Ólafur Kjartansson (2), Egill Jónsson og Auðunn Örn Gylfason en upplýsingar um leikinn voru fengnar af heimsíðu KR-inga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×