KR upp fyrir Val 14. janúar 2009 20:54 Margrét Kara og félagar í KR unnu góðan sigur á Val í kvöld Þrettánda umferðinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta fór fram í kvöld. KR vann öruggan 77-53 sigur á Val og hirti þar með fjórða sætið af Valsliðinu. Sigur KR í kvöld var afar dýrmætur því hann fer langt með að tryggja liðinu fjórða og síðasta sætið í A-riðli þegar deildinni verður skipt upp í A- og B-riðil eftir næstu umferð. Sigur KR í kvöld þýðir að liðið hefur nú betri stöðu í innbyrðisviðureignum við Val. KR á útileik við botnlið Fjölnis eftir í lokaumferðinni, en Valur mætir Keflavík. Valsliðið verður að vinna Keflavík og treysta á að KR tapi fyrir Fjölni til að hirða sætið í A-riðlinum. Fjögur efstu liðin í deildinni fara í A-riðil eftir næstu umferð og leika innbyrðis heima og heiman og sömu sögu er að segja af fjórum neðstu liðunum. Liðin taka stigin sem þau hafa fengið í deildinni til þessa með sér inn í riðlana. Tvö efstu liðin í B-riðli komast inn í sex liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í vor, en þar mæta þau liðunum fjórum í A-riðlinum. Sigrún Ámundadóttir var atkvæðamest í liði KR í kvöld með 18 stig og 9 fráköst, Hildur Sigurðardóttir skoraði 10 stig og hirti 11 fráköst og Margrét Kara Sturludóttir skoraði 10 stig. Hjá Val var Signý Hermannsdóttir með 19 stig, 14 fráköst og 5 varin skot og Þórunn Bjarnadóttir skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Haukaliðið er enn í efsta sæti eftir 83-68 sigur á Grindavík í kvöld. Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka, Slavica Dimovska 20, Ragna Brynjarsdóttir skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst og Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 16 stig, hirti 11 fráköst og stal 6 boltum. Pétrúnella Skúladóttir var atkvæðamest hjá Grindavík með 16 stig og 19 fráköst og Helga Hallgrímsdóttir skoraði 12 stig og hirti 11 fráköst. Keflavík lagði Hamar 95-79 í Keflavík. Birna Valgarðsdóttir skoraði 31 stig og hirti 10 fráköst fyrir Keflavík og Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Julia Demirer var atkvæðamest hjá Hamri með 25 stig og 12 fráköst og LaKiste Barkus var með 22 stig, 8 fráköst og 6 stolna bolta. Loks vann Snæfell stórsigur á Fjölni í uppgjöri botnliðanna þar sem Fjölnisliðið gerði aðeins 12 stig í öllum fyrri hálfleiknum. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 18 stig fyrir Snæfell, Kristen Green 16 og Gunnhildur Gunnarsdóttir 14, en Birna Eiríksdóttir skoraði 16 stig fyrir Fjölni. Haukar eru á toppnum með 24 stig, Keflavík hefur 20 stig í öðru sæti og Hamar er í þriðja sæti með 18 stig. KR og Valur hafa 14 stig í fjórða og fimmta sæti. Grindavík hefur 8 stig í sjötta sæti og Snæfell og Fjölnir reka lestina með 4 og 2 stig. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Þrettánda umferðinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta fór fram í kvöld. KR vann öruggan 77-53 sigur á Val og hirti þar með fjórða sætið af Valsliðinu. Sigur KR í kvöld var afar dýrmætur því hann fer langt með að tryggja liðinu fjórða og síðasta sætið í A-riðli þegar deildinni verður skipt upp í A- og B-riðil eftir næstu umferð. Sigur KR í kvöld þýðir að liðið hefur nú betri stöðu í innbyrðisviðureignum við Val. KR á útileik við botnlið Fjölnis eftir í lokaumferðinni, en Valur mætir Keflavík. Valsliðið verður að vinna Keflavík og treysta á að KR tapi fyrir Fjölni til að hirða sætið í A-riðlinum. Fjögur efstu liðin í deildinni fara í A-riðil eftir næstu umferð og leika innbyrðis heima og heiman og sömu sögu er að segja af fjórum neðstu liðunum. Liðin taka stigin sem þau hafa fengið í deildinni til þessa með sér inn í riðlana. Tvö efstu liðin í B-riðli komast inn í sex liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í vor, en þar mæta þau liðunum fjórum í A-riðlinum. Sigrún Ámundadóttir var atkvæðamest í liði KR í kvöld með 18 stig og 9 fráköst, Hildur Sigurðardóttir skoraði 10 stig og hirti 11 fráköst og Margrét Kara Sturludóttir skoraði 10 stig. Hjá Val var Signý Hermannsdóttir með 19 stig, 14 fráköst og 5 varin skot og Þórunn Bjarnadóttir skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst. Haukaliðið er enn í efsta sæti eftir 83-68 sigur á Grindavík í kvöld. Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 21 stig fyrir Hauka, Slavica Dimovska 20, Ragna Brynjarsdóttir skoraði 17 stig og hirti 10 fráköst og Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 16 stig, hirti 11 fráköst og stal 6 boltum. Pétrúnella Skúladóttir var atkvæðamest hjá Grindavík með 16 stig og 19 fráköst og Helga Hallgrímsdóttir skoraði 12 stig og hirti 11 fráköst. Keflavík lagði Hamar 95-79 í Keflavík. Birna Valgarðsdóttir skoraði 31 stig og hirti 10 fráköst fyrir Keflavík og Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Julia Demirer var atkvæðamest hjá Hamri með 25 stig og 12 fráköst og LaKiste Barkus var með 22 stig, 8 fráköst og 6 stolna bolta. Loks vann Snæfell stórsigur á Fjölni í uppgjöri botnliðanna þar sem Fjölnisliðið gerði aðeins 12 stig í öllum fyrri hálfleiknum. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 18 stig fyrir Snæfell, Kristen Green 16 og Gunnhildur Gunnarsdóttir 14, en Birna Eiríksdóttir skoraði 16 stig fyrir Fjölni. Haukar eru á toppnum með 24 stig, Keflavík hefur 20 stig í öðru sæti og Hamar er í þriðja sæti með 18 stig. KR og Valur hafa 14 stig í fjórða og fimmta sæti. Grindavík hefur 8 stig í sjötta sæti og Snæfell og Fjölnir reka lestina með 4 og 2 stig.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum