Íslenski boltinn

Eurosport-menn töldu FH-liðið vera frá Færeyjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingar fengu mikinn skell á heimavelli í gær.
FH-ingar fengu mikinn skell á heimavelli í gær. Mynd/Valli

Stórsigur Aktobe á FH vakti athygli fréttastofu Eurosport sem fjallaði um leikinn á fréttastöð sinni, Eurosport 2, í gærkvöldi og í nótt. Það er ekkert óvenjulegt við að nema að þar var alltaf talað um að Aktobe hafi farið í góða ferð til Færeyja en ekki til Íslands.

Stórtap FH, sem er með tólf stiga forustu í Pepsi-deild karla og er búið að vinna þrettán leiki í röð í deild og bikar, var vissulega mikið áfall fyrir íslenska knattspyrnu en það er eins og fréttamenn Eurosport hafi hreinlega ekki trúað að íslensku meistararnir hafi getað tapað með fjórum mörkum á heimavelli á móti liði frá Kasakstan. Það var miklu nærri lagi að álykta að FH-liðið kæmi bara frá Færeyjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×