Varúð vegna alvöru Jón Sigurðsson skrifar 1. ágúst 2009 00:01 Alþingismenn hafa lögmætar ástæður til að efast um ýmis atriði í þeim samningi sem fyrir liggur um greiðslur vegna Icesave. Ábyrgir og þjóðhollir menn hljóta að vilja fara mörgum sinnum yfir röksemdir og öll atvik málsins áður en ákvörðun er tekin. Það er því eðlilegt að taka aukinn tíma til þessa mikilvæga máls á Alþingi. Og úrslitin eru alls ekki augljós. Að ýmsu leyti virðist ríkisstjórninni hafa mistekist að búa málið til þinglegrar meðferðar. Aftur og aftur hafa ný og ný skjöl og gögn komið í ljós eftir að umfjöllun þingsins var hafin. Sjálfsagt hefur verið gert of mikið úr þessu, en það breytir því ekki að þetta hefur sáð fræjum óvissu, uggs og tortryggni í huga almennings. Efasemdir um undirbúning málsins af hálfu stjórnvaldanna virðast óhjákvæmilegar. En þessar efasemdir gefa ekki tilefni til þess að fara lítilsvirðingarorðum um nefndarmennina sem sömdu um málið fyrir Íslands hönd. Engin ástæða er til að efa að þeir unnu verk sitt af heilindum, samviskusemi og vitund um alvöru málsins. Sum ummæli sem fallið hafa um samningamennina eru höfundum sínum til skammar. Og framvinda málsins gefur ekki heldur tilefni til að draga athafnir fjármálaráðherra í efa sérstaklega. Allir vita hvernig hann kom að þessu máli. Allir vita að aðrir en hann stóðu að þessu og enn aðrir höfðu fjallað um þetta áður en hann tók á sig ábyrgð á viðbrögðum. Steingrímur J. Sigfússon er eins og margir aðrir að því leyti að áður hafði hann notað alltof stór orð um þetta mál. En það breytir því ekki að hann hefur tekið á sig þungt verkefni fyrir þjóðina, vaxið í starfi og á annað skilið en hnjóðsyrði fyrir viðleitni sína í þessu máli. Bent hefur verið á flókin lögfræðileg atriði í Icesave-samningnum sem þarfnast sérstakrar skoðunar. Menn efast um að endurskoðunarákvæði samningsins séu nógu skýr. Dregið hefur verið í efa að skilmálar sem Evrópusambandslöndin höfðu viðurkennt hafi í raun mótað samninginn. Og vakin hefur verið athygli á því að enn hefur forsætisráðherra ekki reynt til þrautar að hnika málinu á hæsta stigi stjórnsýslu þjóðanna þriggja sem málið snertir mest. Miklar umræður hafa orðið um mat á framtíðarhorfum varðandi greiðslur vegna Icesave. Sumt í ummælum manna um þetta vekur furðu. Vandaðar rökleiðslur opinberra stofnana um þetta hafa orðið að skotspæni nokkurra gáfumanna. En sumir þeirra hafa svert eigin málstað með tilhæfulausum stóryrðum og fullyrðingum. Auðvitað er framtíðin óvissu háð - og þarf ekki heil sjö ár til! Icesave-málið er svo alvarlegt að menn ættu að forðast stóryrði og ásakanir á hendur þeim sem vinna að samningum og úrlausnum. Menn eiga að sameinast í varúð og hófsemi í umfjöllun um slíkt mál. Vonandi gleymast hrópyrðin og skammirnar fljótt svo að menn geti sameinast um málefnalegar rökfærslur og óhjákvæmilegar aðgerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Alþingismenn hafa lögmætar ástæður til að efast um ýmis atriði í þeim samningi sem fyrir liggur um greiðslur vegna Icesave. Ábyrgir og þjóðhollir menn hljóta að vilja fara mörgum sinnum yfir röksemdir og öll atvik málsins áður en ákvörðun er tekin. Það er því eðlilegt að taka aukinn tíma til þessa mikilvæga máls á Alþingi. Og úrslitin eru alls ekki augljós. Að ýmsu leyti virðist ríkisstjórninni hafa mistekist að búa málið til þinglegrar meðferðar. Aftur og aftur hafa ný og ný skjöl og gögn komið í ljós eftir að umfjöllun þingsins var hafin. Sjálfsagt hefur verið gert of mikið úr þessu, en það breytir því ekki að þetta hefur sáð fræjum óvissu, uggs og tortryggni í huga almennings. Efasemdir um undirbúning málsins af hálfu stjórnvaldanna virðast óhjákvæmilegar. En þessar efasemdir gefa ekki tilefni til þess að fara lítilsvirðingarorðum um nefndarmennina sem sömdu um málið fyrir Íslands hönd. Engin ástæða er til að efa að þeir unnu verk sitt af heilindum, samviskusemi og vitund um alvöru málsins. Sum ummæli sem fallið hafa um samningamennina eru höfundum sínum til skammar. Og framvinda málsins gefur ekki heldur tilefni til að draga athafnir fjármálaráðherra í efa sérstaklega. Allir vita hvernig hann kom að þessu máli. Allir vita að aðrir en hann stóðu að þessu og enn aðrir höfðu fjallað um þetta áður en hann tók á sig ábyrgð á viðbrögðum. Steingrímur J. Sigfússon er eins og margir aðrir að því leyti að áður hafði hann notað alltof stór orð um þetta mál. En það breytir því ekki að hann hefur tekið á sig þungt verkefni fyrir þjóðina, vaxið í starfi og á annað skilið en hnjóðsyrði fyrir viðleitni sína í þessu máli. Bent hefur verið á flókin lögfræðileg atriði í Icesave-samningnum sem þarfnast sérstakrar skoðunar. Menn efast um að endurskoðunarákvæði samningsins séu nógu skýr. Dregið hefur verið í efa að skilmálar sem Evrópusambandslöndin höfðu viðurkennt hafi í raun mótað samninginn. Og vakin hefur verið athygli á því að enn hefur forsætisráðherra ekki reynt til þrautar að hnika málinu á hæsta stigi stjórnsýslu þjóðanna þriggja sem málið snertir mest. Miklar umræður hafa orðið um mat á framtíðarhorfum varðandi greiðslur vegna Icesave. Sumt í ummælum manna um þetta vekur furðu. Vandaðar rökleiðslur opinberra stofnana um þetta hafa orðið að skotspæni nokkurra gáfumanna. En sumir þeirra hafa svert eigin málstað með tilhæfulausum stóryrðum og fullyrðingum. Auðvitað er framtíðin óvissu háð - og þarf ekki heil sjö ár til! Icesave-málið er svo alvarlegt að menn ættu að forðast stóryrði og ásakanir á hendur þeim sem vinna að samningum og úrlausnum. Menn eiga að sameinast í varúð og hófsemi í umfjöllun um slíkt mál. Vonandi gleymast hrópyrðin og skammirnar fljótt svo að menn geti sameinast um málefnalegar rökfærslur og óhjákvæmilegar aðgerðir.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun