Íslenski boltinn

KA lagði topplið Hauka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Almir Cosic, leikmaður HK.
Almir Cosic, leikmaður HK. Mynd/Valli

Fjórir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld. Hæst bar sigur KA á toppliði Hauka sem um leið töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni í sumar.

Selfoss kom sér á topp deildarinnar þó svo að liðið væri ekki að spila. Liðið er nú með betra markahlutfall en Haukar. Selfoss er enn taplaust og á leik til góða.

HK hefði einnig komið sér í þrettán stig með sigri á Leikni í kvöld en liðið var með forystu lengi vel eftir mark Brynjars Víðissonar á 40. mínútu. Ólafur Hrannar Kristjánsson jafnaði hins vegar metin fyrir Leikni á lokamínútu leikins.

HK-ingar voru manni færri næstum allan leikinn en varnarmanninnum Ásgrími Albertssyni var vikið af velli með rautt spjald strax á fjórðu mínútu.

Leiknir er þó enn án sigurs í deildinni og er í næstsíðasta sæti með fjögur stig.

ÍA vann góðan 2-0 sigur á Víkingi, Ólafsvík á útivelli. Þá vann ÍR lið Aftureldingar á heimavelli, 2-1.

ÍR er í fimmta sæti deildarinnar með níu stig og ÍR er í því fimmta með níu.

ÍA er í áttunda sæti með sjö stig, Víkingur kemur næst með sex og Afturelding er í tíunda sæti með fimm stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×