Grindavík vann auðveldan sigur á Snæfelli 23. mars 2009 18:55 Grindvíkingar hafa tekið 1-0 forystu í undanúrslitaeinvígi sínu við Snæfell í Iceland Express deildinni eftir öruggan 110-82 sigur á heimavelli sínum í kvöld. Grindavík náði fljótt öruggri forystu í leiknum og skaut andstæðinga sína í kaf strax í fyrri hálfleik. Vísir fylgdist með leiknum í beinni textalýsingu. Smelltu hér til að sjá tölfræði leiksins. 20:45 - Leik lokið. Grindavík 110 - Snæfell 82 20:38 - Grindavík 100 - Snæfell 74. Þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum og bara ruslatími eftir núna. 20:34 - Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur er smátt og smátt að kippa byrjunarliðinu af velli. Helgi Jónas fékk sína fimmtu villu hjá Grindavík og uppskar lófaklapp frá stuðningsmönnum Grindavíkur þegar hann gekk af velli. Hann skoraði líka 14 stig í leiknum. 20:30 - Grindavík 93 - Snæfell 71. Lucius Wagner hjá Snæfelli er kominn með 30 stig í leiknum, þar af hefur hann hitt úr 7 af 8 þriggja stiga skotum sínum. 20:25 - Þriðja leikhluta lokið. Grindavík 89 - Snæfell 68. Snæfell hefur aðeins náð að laga stöðuna undir lok þriðja leikhlutans, en hætt er við að tuttugu stiga forysta heimamanna sé of mikil til að yfirvinna á síðustu tíu mínútum leiksins. 20:20 - Leikhlé Grindavík þegar 1:47 eru eftir af þriðja leikhluta. Grindavík hefur yfir 86-63 og útlit fyrir að þeir gulklæddu fari með sigur af hólmi hér í kvöld. 20:14 - Grindavík 79 - Snæfell 50 þegar fimm mínútur eru eftir af þriðja leikhluta. Úrslit þessa leiks eru að verða ráðin. Snæfell ræður ekkert við heimamenn og liðið virkar ráðalaust. 20:07 - Síðari hálfleikur hafinn og byrjar fjörlega líkt og sá fyrri. Grindavík yfir 70-48. 19:59 - Stigahæstir hjá Grindavík: Brenton 15, Bradford 13, Arnar Freyr 12, Þorleifur 10, Helgi Jónas 8. Stigahæstir hjá Snæfelli: Lucius Wagner 19, Jón Jónsson og Magni Hafsteins 8 hvor. 19:57 - Liðin eru búin að skora hvorki meira né minna en nítján þrista í leiknum. Grindavík hefur skorað tíu þrista og Snæfell níu. Lucius Wagner hjá Snæfelli hefur hitt úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. 19:53 - Hálfleikur. Grindavík 67 - Snæfell 48 Það var erfitt að hugsa sér að leikur KR og Keflavíkur yrði toppaður í skemmtanagildi, en þessi leikur er það án nokkurs vafa. Sóknarleikur Grindvíkinga hefur verið mjög grimmur og eitthvað mikið þarf að gerast svo heimamenn missi niður þetta forskot. 19:48 - Grindavík 59 - Snæfell 45. Tvær mín til hálfleiks. 19:42 - Skotsýningin heldur áfram. Grindavik komið með átta þrista. Staðan 53-38 fyrir Grindavík. 19:38 - Snæfell lagar stöðuna. Grindavík 45 - Snæfell 33. Gestirnir eru að taka við sér og Friðrik Ragnarsson tekur leikhlé og messar yfir sínum mönnum. Fyrsta leikhluta lokið. Grindavík 42 - Snæfell 27. Það er óhætt að segja að sóknarleikurinn hafi verið í fyrirrúmi í fyrsta leikhluta eins og tölurnar bera með sér. Grindvíkingar eru komnir með fimm þrista úr átta tilraunum. Arnar Freyr kominn með 12 stig. 19:30 - Þvílíkur hraði. Grindavíkurliðið er að keyra upp hraðann og pressar stíft. Staðan 37-25 fyrir heimamenn. 19:27 - Grindavík með 11-0 rispu. Helgi Jónas kemur inn af bekknum og setur tvo þrista. Grindavík 28 - Snæfell 17 19:22 - Mikið fjör og mikið skorað. Staðan er 17-17 þegar fimm mínútur eru eftir af fyrsta leikhluta. Jón Jónsson með tvo þrista hjá Snæfelli. 19:19 - Þvílík tilþrif! Nick Bradford eltir Hlyn Bæringsson sem kemst einn upp í hraðaupphlaup og blokkar sniðskot hans langt upp í stúku. Hlynur hefur ekki heyrt það síðasta af þessu atviki og glottir af öllu saman. Snæfell hefur yfir 8-12. 19:16 - Leikurinn er hafinn. Hlynur Bæringsson vinnur uppkastið og Snæfell byrjar með boltann. Byrjunarliðin: Snæfell - Jón Jónsson, Subasic, Hlynur, Sigurður Þ og Wagner. Grindavík: Arnar Freyr, Þorleifur, Páll K, Bradford og Birmingham. 19:11 - Dýrari týpan. Grindvíkingar slökkva loftljósin og kynna sitt lið til leiks með ljóskastarasýningu að hætti hússins. Blaðamaður fékk geislann í andlitið og sér fremur lítið í kjölfarið. Vonandi er fingrasetningin í lagi. 19:01 - Gott kvöld kæru lesendur og velkomnir til leiks. Grindavík og Snæfell eigast í kvöld við fyrsta sinni í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. KR og Keflavík ýttu úr vör með frábærum leik í gærkvöld þar sem KR hafði betur og leiðir 1-0. Grindvíkingar leika án Páls Axels Vilbergssonar fyrirliða sem er meiddur á hné. Það kemur fljótlega í ljós hve mikið heimamenn munu sakna hans, en liðið getur huggað sig við að Nick Bradford hefur náð heilsu eftir slæma byltu á dögunum. Þorleifur Ólafsson er fyrirliði í fjarveru Páls. Snæfellsliðið vann nauman sigur á Stjörnunni í oddaleik í fyrstu umferðinni og mun leitast við að stela fyrsta leiknum í Grindavík. Dominos-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Sjá meira
Grindvíkingar hafa tekið 1-0 forystu í undanúrslitaeinvígi sínu við Snæfell í Iceland Express deildinni eftir öruggan 110-82 sigur á heimavelli sínum í kvöld. Grindavík náði fljótt öruggri forystu í leiknum og skaut andstæðinga sína í kaf strax í fyrri hálfleik. Vísir fylgdist með leiknum í beinni textalýsingu. Smelltu hér til að sjá tölfræði leiksins. 20:45 - Leik lokið. Grindavík 110 - Snæfell 82 20:38 - Grindavík 100 - Snæfell 74. Þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum og bara ruslatími eftir núna. 20:34 - Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur er smátt og smátt að kippa byrjunarliðinu af velli. Helgi Jónas fékk sína fimmtu villu hjá Grindavík og uppskar lófaklapp frá stuðningsmönnum Grindavíkur þegar hann gekk af velli. Hann skoraði líka 14 stig í leiknum. 20:30 - Grindavík 93 - Snæfell 71. Lucius Wagner hjá Snæfelli er kominn með 30 stig í leiknum, þar af hefur hann hitt úr 7 af 8 þriggja stiga skotum sínum. 20:25 - Þriðja leikhluta lokið. Grindavík 89 - Snæfell 68. Snæfell hefur aðeins náð að laga stöðuna undir lok þriðja leikhlutans, en hætt er við að tuttugu stiga forysta heimamanna sé of mikil til að yfirvinna á síðustu tíu mínútum leiksins. 20:20 - Leikhlé Grindavík þegar 1:47 eru eftir af þriðja leikhluta. Grindavík hefur yfir 86-63 og útlit fyrir að þeir gulklæddu fari með sigur af hólmi hér í kvöld. 20:14 - Grindavík 79 - Snæfell 50 þegar fimm mínútur eru eftir af þriðja leikhluta. Úrslit þessa leiks eru að verða ráðin. Snæfell ræður ekkert við heimamenn og liðið virkar ráðalaust. 20:07 - Síðari hálfleikur hafinn og byrjar fjörlega líkt og sá fyrri. Grindavík yfir 70-48. 19:59 - Stigahæstir hjá Grindavík: Brenton 15, Bradford 13, Arnar Freyr 12, Þorleifur 10, Helgi Jónas 8. Stigahæstir hjá Snæfelli: Lucius Wagner 19, Jón Jónsson og Magni Hafsteins 8 hvor. 19:57 - Liðin eru búin að skora hvorki meira né minna en nítján þrista í leiknum. Grindavík hefur skorað tíu þrista og Snæfell níu. Lucius Wagner hjá Snæfelli hefur hitt úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. 19:53 - Hálfleikur. Grindavík 67 - Snæfell 48 Það var erfitt að hugsa sér að leikur KR og Keflavíkur yrði toppaður í skemmtanagildi, en þessi leikur er það án nokkurs vafa. Sóknarleikur Grindvíkinga hefur verið mjög grimmur og eitthvað mikið þarf að gerast svo heimamenn missi niður þetta forskot. 19:48 - Grindavík 59 - Snæfell 45. Tvær mín til hálfleiks. 19:42 - Skotsýningin heldur áfram. Grindavik komið með átta þrista. Staðan 53-38 fyrir Grindavík. 19:38 - Snæfell lagar stöðuna. Grindavík 45 - Snæfell 33. Gestirnir eru að taka við sér og Friðrik Ragnarsson tekur leikhlé og messar yfir sínum mönnum. Fyrsta leikhluta lokið. Grindavík 42 - Snæfell 27. Það er óhætt að segja að sóknarleikurinn hafi verið í fyrirrúmi í fyrsta leikhluta eins og tölurnar bera með sér. Grindvíkingar eru komnir með fimm þrista úr átta tilraunum. Arnar Freyr kominn með 12 stig. 19:30 - Þvílíkur hraði. Grindavíkurliðið er að keyra upp hraðann og pressar stíft. Staðan 37-25 fyrir heimamenn. 19:27 - Grindavík með 11-0 rispu. Helgi Jónas kemur inn af bekknum og setur tvo þrista. Grindavík 28 - Snæfell 17 19:22 - Mikið fjör og mikið skorað. Staðan er 17-17 þegar fimm mínútur eru eftir af fyrsta leikhluta. Jón Jónsson með tvo þrista hjá Snæfelli. 19:19 - Þvílík tilþrif! Nick Bradford eltir Hlyn Bæringsson sem kemst einn upp í hraðaupphlaup og blokkar sniðskot hans langt upp í stúku. Hlynur hefur ekki heyrt það síðasta af þessu atviki og glottir af öllu saman. Snæfell hefur yfir 8-12. 19:16 - Leikurinn er hafinn. Hlynur Bæringsson vinnur uppkastið og Snæfell byrjar með boltann. Byrjunarliðin: Snæfell - Jón Jónsson, Subasic, Hlynur, Sigurður Þ og Wagner. Grindavík: Arnar Freyr, Þorleifur, Páll K, Bradford og Birmingham. 19:11 - Dýrari týpan. Grindvíkingar slökkva loftljósin og kynna sitt lið til leiks með ljóskastarasýningu að hætti hússins. Blaðamaður fékk geislann í andlitið og sér fremur lítið í kjölfarið. Vonandi er fingrasetningin í lagi. 19:01 - Gott kvöld kæru lesendur og velkomnir til leiks. Grindavík og Snæfell eigast í kvöld við fyrsta sinni í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. KR og Keflavík ýttu úr vör með frábærum leik í gærkvöld þar sem KR hafði betur og leiðir 1-0. Grindvíkingar leika án Páls Axels Vilbergssonar fyrirliða sem er meiddur á hné. Það kemur fljótlega í ljós hve mikið heimamenn munu sakna hans, en liðið getur huggað sig við að Nick Bradford hefur náð heilsu eftir slæma byltu á dögunum. Þorleifur Ólafsson er fyrirliði í fjarveru Páls. Snæfellsliðið vann nauman sigur á Stjörnunni í oddaleik í fyrstu umferðinni og mun leitast við að stela fyrsta leiknum í Grindavík.
Dominos-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Sjá meira