Kvenlíkaminn vígvöllur í stríði Magnea Marinósdóttir skrifar 26. nóvember 2009 06:00 Kerfisbundnar nauðganir á konum í svokölluðum „nauðgunarbúðum" voru liður í þjóðernishreinsunum serbneska stjórnarhersins á múslimum í Bosníu árið 1992-1995. Talið er að um 500 þúsund konum og stúlkum hafi verið nauðgað þegar þjóðarmorðin í Rúanda voru framin árið 1994. Kynbundið ofbeldi hefur fylgt stríði frá örófi alda. Eftir þjóðarmorðin í Bosníu og Rúanda urðu hins vegar þau vatnaskil að stofnaðir voru sérstakir dómstólar til að dæma stríðsglæpamenn og voru nauðganir meðal kæruatriða. Sakfellingar hafa ekki verið margar. Allar sakfellingar hafa þó mikið vægi til að vega upp á móti því refsileysi sem hefur verið við lýði gagnvart nauðgunum í stríði og ekki síður á friðartímum. Eftir því sem konur eru undirokaðri í samfélögum sínum á friðartímum, því hörmulegra verður ofbeldið á stríðstímum. Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi var samþykkt árið 2000. Samþykktin felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að raunverulegur friður og öryggi séu ekki fyrir hendi ef helmingur mannkyns býr í skugga ofbeldis og ótta. Ályktunin felur í sér endurskilgreiningu öryggishugtaksins frá því að vera takmarkað við þjóðaröryggi ríkisins yfir í mannöryggi, sem lýtur að öryggi einstaklinga eða hópa. Ályktunin var mikill áfangasigur í mannréttindabaráttu kvenna. Nú, níu árum síðar, hefur öryggisráð SÞ auk þess samþykkt ályktun 1820 sem fordæmir notkun kynbundins ofbeldis sem vopn í stríðsátökum, 1888 sem skerpir á skyldum friðargæslusveita að vernda sérstaklega konur og stúlkur gegn kynbundnu ofbeldi og 1889 sem áréttar mikilvægi þess að konur komi að friðaruppbyggingu eftir stríð. Lokaályktunin á að tryggja það að uppbygging eftir stríð skili sér ekki í afturhvarfi til fortíðar fyrir konur, endurreisn misréttis. Rúanda er dæmi um slíkt. Aukin völd kvenna í Rúanda eftir þjóðarmorðin 1994 hafa meðal annars leitt til þess að rótgróin feðraveldislög, sem enn eru við lýði í mörgum löndum og t.d. meina konum að eiga land, hafa verið afnumin auk þess sem lög hafa tekið gildi sem miða að því að binda enda á heimilisofbeldi og annað misrétti. Höfundur er stjórnmálafræðingur og varaformaður UNIFEM á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Marinósdóttir Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Kerfisbundnar nauðganir á konum í svokölluðum „nauðgunarbúðum" voru liður í þjóðernishreinsunum serbneska stjórnarhersins á múslimum í Bosníu árið 1992-1995. Talið er að um 500 þúsund konum og stúlkum hafi verið nauðgað þegar þjóðarmorðin í Rúanda voru framin árið 1994. Kynbundið ofbeldi hefur fylgt stríði frá örófi alda. Eftir þjóðarmorðin í Bosníu og Rúanda urðu hins vegar þau vatnaskil að stofnaðir voru sérstakir dómstólar til að dæma stríðsglæpamenn og voru nauðganir meðal kæruatriða. Sakfellingar hafa ekki verið margar. Allar sakfellingar hafa þó mikið vægi til að vega upp á móti því refsileysi sem hefur verið við lýði gagnvart nauðgunum í stríði og ekki síður á friðartímum. Eftir því sem konur eru undirokaðri í samfélögum sínum á friðartímum, því hörmulegra verður ofbeldið á stríðstímum. Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi var samþykkt árið 2000. Samþykktin felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að raunverulegur friður og öryggi séu ekki fyrir hendi ef helmingur mannkyns býr í skugga ofbeldis og ótta. Ályktunin felur í sér endurskilgreiningu öryggishugtaksins frá því að vera takmarkað við þjóðaröryggi ríkisins yfir í mannöryggi, sem lýtur að öryggi einstaklinga eða hópa. Ályktunin var mikill áfangasigur í mannréttindabaráttu kvenna. Nú, níu árum síðar, hefur öryggisráð SÞ auk þess samþykkt ályktun 1820 sem fordæmir notkun kynbundins ofbeldis sem vopn í stríðsátökum, 1888 sem skerpir á skyldum friðargæslusveita að vernda sérstaklega konur og stúlkur gegn kynbundnu ofbeldi og 1889 sem áréttar mikilvægi þess að konur komi að friðaruppbyggingu eftir stríð. Lokaályktunin á að tryggja það að uppbygging eftir stríð skili sér ekki í afturhvarfi til fortíðar fyrir konur, endurreisn misréttis. Rúanda er dæmi um slíkt. Aukin völd kvenna í Rúanda eftir þjóðarmorðin 1994 hafa meðal annars leitt til þess að rótgróin feðraveldislög, sem enn eru við lýði í mörgum löndum og t.d. meina konum að eiga land, hafa verið afnumin auk þess sem lög hafa tekið gildi sem miða að því að binda enda á heimilisofbeldi og annað misrétti. Höfundur er stjórnmálafræðingur og varaformaður UNIFEM á Íslandi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun