Hætta að borga og bíða eftir málsókn 8. janúar 2009 06:00 Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars. „Neyðarlögin heimila okkur ekki að sækja rétt okkar gagnvart skilanefnd Kaupþings. En hins vegar munum við verja þennan rétt ef nefndin fellst ekki á kröfur okkar um þennan skuldajöfnuð," segir Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars. Eftir því sem næst verður komist hyggst félagið hætta að greiða af skuldum sínum við Kaupþing og bíða þess að vera stefnt fyrir dómstóla. Kjalar og skilanefndin hafa frá falli Kaupþings deilt um gjaldeyrissamninga sem eru nú í höndum skilanefndarinnar. Kjalar skuldar bankanum jafnframt stórfé. Skuldirnar munu vera komnar til vegna ýmissa fjárfestinga en Kjalar átti tíu prósenta hlut í Kaupþingi. Þá á félagið verulega eignarhluti í Samskipum, Alfesca, Granda og fleiri félögum. Ólafur Ólafsson athafnamaður ræður öllu sem gerist í Kjalari en hann á 94 prósent hlutafjár í félaginu. Kjalar vill jafna skuldir á móti gjaldeyrissamningunum en jafnframt að þeir verði gerðir upp miðað við markaðsgengi þeirra á gjalddaga, 14. október. Þá kostaði evran 305 krónur hjá evrópska seðlabankanum og Kjalarsmenn vilja miða við það. „Enda var gjaldeyrismarkaður hér á landi þá handstýrður og óvirkur," segir Hjörleifur.Haft var eftir Kristni Hallgrímssyni, lögmanni og stjórnarmanni í Kjalari í Morgunblaðinu í gær, að krafa félagsins sé miklum mun hærri en sem nemur skuldunum. Gjaldeyrissamningarnir voru gerðir snemma í fyrra. Þá lét Kjalar 650 milljónir evra á því gengi sem þá var, og hugðist fá evrurnar aftur um miðjan október, en á sama gengi og þær voru keyptar á. Gengi krónunnar hafði þá lækkað verulega í millitíðinni og var með allra lægsta móti á meginlandi Evrópu. Kjalarsmenn telja að þeir hefðu auðveldlega getað selt útlendingum evrurnar hefðu þær verið afhentar. Skilanefndin og fulltrúar Kjalars munu hafa rætt saman alveg frá falli Kaupþings en án samkomulags. Ekki náðist í Steinar Guðgeirsson, formann skilanefndar Kaupþings. - ikh Markaðir Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
„Neyðarlögin heimila okkur ekki að sækja rétt okkar gagnvart skilanefnd Kaupþings. En hins vegar munum við verja þennan rétt ef nefndin fellst ekki á kröfur okkar um þennan skuldajöfnuð," segir Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars. Eftir því sem næst verður komist hyggst félagið hætta að greiða af skuldum sínum við Kaupþing og bíða þess að vera stefnt fyrir dómstóla. Kjalar og skilanefndin hafa frá falli Kaupþings deilt um gjaldeyrissamninga sem eru nú í höndum skilanefndarinnar. Kjalar skuldar bankanum jafnframt stórfé. Skuldirnar munu vera komnar til vegna ýmissa fjárfestinga en Kjalar átti tíu prósenta hlut í Kaupþingi. Þá á félagið verulega eignarhluti í Samskipum, Alfesca, Granda og fleiri félögum. Ólafur Ólafsson athafnamaður ræður öllu sem gerist í Kjalari en hann á 94 prósent hlutafjár í félaginu. Kjalar vill jafna skuldir á móti gjaldeyrissamningunum en jafnframt að þeir verði gerðir upp miðað við markaðsgengi þeirra á gjalddaga, 14. október. Þá kostaði evran 305 krónur hjá evrópska seðlabankanum og Kjalarsmenn vilja miða við það. „Enda var gjaldeyrismarkaður hér á landi þá handstýrður og óvirkur," segir Hjörleifur.Haft var eftir Kristni Hallgrímssyni, lögmanni og stjórnarmanni í Kjalari í Morgunblaðinu í gær, að krafa félagsins sé miklum mun hærri en sem nemur skuldunum. Gjaldeyrissamningarnir voru gerðir snemma í fyrra. Þá lét Kjalar 650 milljónir evra á því gengi sem þá var, og hugðist fá evrurnar aftur um miðjan október, en á sama gengi og þær voru keyptar á. Gengi krónunnar hafði þá lækkað verulega í millitíðinni og var með allra lægsta móti á meginlandi Evrópu. Kjalarsmenn telja að þeir hefðu auðveldlega getað selt útlendingum evrurnar hefðu þær verið afhentar. Skilanefndin og fulltrúar Kjalars munu hafa rætt saman alveg frá falli Kaupþings en án samkomulags. Ekki náðist í Steinar Guðgeirsson, formann skilanefndar Kaupþings. - ikh
Markaðir Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira