Þurfum að spila góða vörn og vera skynsamar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2009 10:15 Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka með deildarmeistaratitilinn. Mynd/Daníel Deildarmeistarar Haukar eru komnir í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Hamar í Iceland Express deild kvenna. Fyrirliðinn Kristrún Sigurjónsdóttir var ánægð með sigurinn sem var sá fyrsti hjá liðinu í 20 daga. „Það skiptir miklu máli að byrja vel, og því er ég ánægðust með sigurinn í kvöld. Hamarsliðið er mjög sterkt og þó að við hefðum náð 13 stiga forystu þá gáfust þær aldrei upp, og því er ég einnig mjög ánægð að við náðum að verja forskotið og landa sigri," sagði Kristrún en Hamar var yfir framan af leik og með þriggja stiga forskot í hálfleik. Kristrún hefur oft hitt betur en var mjög góð í vörninni og endaði með 12 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta. Haukaliðið var ekki búið að spila í þrettán daga þegar kom að þessum mikilvæga leik á móti Hamar í gær. „Það var erfiðast að fá ekki að spila, því það er tvennt ólíkt að vera á æfingum og vera í hasarnum inná vellinum. Þó að hvíldin hafi verið kærkomin þá er úrslitakeppnin toppurinn á tímabilinu, það sem maður er búinn að vera bíða eftir," sagði Kristrún. Besti leikmaður seinni hluta Iceland Express deildar kvenna, Slavica Dimovska, var í villuvandræðum í leiknum og spilaði aðeins í 24 mínútur. Hún fékk sína fimmtu villu fimm mínútum fyrir leikslok í stöðunni 57-45 fyrir Hauka. „Slavica er frábær leikmaður og því var mjög erfitt að missa hana útaf. Það kemur maður í mannstað en liðið hefði getað spilað betur þegar hún fór útaf. Við spiluðum samt nægjanlega vel til að landa sigrinum," sagði Kristrún. Kristrún var aftur á móti himinlifandi með Moneku Knight sem var stigahæst í Haukaliðinu með 19 stig. „Mo er alltaf að koma betur og betur inní þetta. Hún er farinn að þekkja betur inná okkur stelpurnar og hlutverk sitt í liðinu. Hún er svakalega snögg og spilar mikið uppá okkur hinar í liðinu, svo er hún frábær varnarmaður," sagði Kristrún. Kristrún hefur ekki áhyggjur af hittni Haukaliðsins sem hefur verið allt annað en góð í síðustu leikjum. Haukar hittu meðal aðeins úr 4 af 25 þriggja stiga skotum sínum í leiknum í gær. „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við erum að hitta vel á æfingum svo það er bara tímaspursmál hvenær þetta dettur í gang hjá okkur í leikjum. Bara komist yfir mesta stressið og skjóta af öryggi," sagði Kristrún. Næsti leikur einvígisins er í Hveragerði á morgun. „Við þurfum að spila góða vörn, vera skynsamar, spila uppá liðsfélagan og skjóta úr góðum færum. Þá er þetta skotheldur sigur," sagði Kristrún að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Deildarmeistarar Haukar eru komnir í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Hamar í Iceland Express deild kvenna. Fyrirliðinn Kristrún Sigurjónsdóttir var ánægð með sigurinn sem var sá fyrsti hjá liðinu í 20 daga. „Það skiptir miklu máli að byrja vel, og því er ég ánægðust með sigurinn í kvöld. Hamarsliðið er mjög sterkt og þó að við hefðum náð 13 stiga forystu þá gáfust þær aldrei upp, og því er ég einnig mjög ánægð að við náðum að verja forskotið og landa sigri," sagði Kristrún en Hamar var yfir framan af leik og með þriggja stiga forskot í hálfleik. Kristrún hefur oft hitt betur en var mjög góð í vörninni og endaði með 12 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta. Haukaliðið var ekki búið að spila í þrettán daga þegar kom að þessum mikilvæga leik á móti Hamar í gær. „Það var erfiðast að fá ekki að spila, því það er tvennt ólíkt að vera á æfingum og vera í hasarnum inná vellinum. Þó að hvíldin hafi verið kærkomin þá er úrslitakeppnin toppurinn á tímabilinu, það sem maður er búinn að vera bíða eftir," sagði Kristrún. Besti leikmaður seinni hluta Iceland Express deildar kvenna, Slavica Dimovska, var í villuvandræðum í leiknum og spilaði aðeins í 24 mínútur. Hún fékk sína fimmtu villu fimm mínútum fyrir leikslok í stöðunni 57-45 fyrir Hauka. „Slavica er frábær leikmaður og því var mjög erfitt að missa hana útaf. Það kemur maður í mannstað en liðið hefði getað spilað betur þegar hún fór útaf. Við spiluðum samt nægjanlega vel til að landa sigrinum," sagði Kristrún. Kristrún var aftur á móti himinlifandi með Moneku Knight sem var stigahæst í Haukaliðinu með 19 stig. „Mo er alltaf að koma betur og betur inní þetta. Hún er farinn að þekkja betur inná okkur stelpurnar og hlutverk sitt í liðinu. Hún er svakalega snögg og spilar mikið uppá okkur hinar í liðinu, svo er hún frábær varnarmaður," sagði Kristrún. Kristrún hefur ekki áhyggjur af hittni Haukaliðsins sem hefur verið allt annað en góð í síðustu leikjum. Haukar hittu meðal aðeins úr 4 af 25 þriggja stiga skotum sínum í leiknum í gær. „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við erum að hitta vel á æfingum svo það er bara tímaspursmál hvenær þetta dettur í gang hjá okkur í leikjum. Bara komist yfir mesta stressið og skjóta af öryggi," sagði Kristrún. Næsti leikur einvígisins er í Hveragerði á morgun. „Við þurfum að spila góða vörn, vera skynsamar, spila uppá liðsfélagan og skjóta úr góðum færum. Þá er þetta skotheldur sigur," sagði Kristrún að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira