NBA í nótt: Ótrúleg sigurkarfa Anthony Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. maí 2009 11:20 Carmelo Anthony skorar sigurkörfuna í leiknum. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri. Nordic Photos / Getty Images Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Denver og Cleveland komust í 3-0 forystu í sínum einvígum. Denver vann Dallas, 106-105, á útivelli þar sem Carmelo Anthony skoraði sigurkörfuna á lokasekúndu leiksins. Anthony setti niður glæsilegan en afar umdeildan þrist. Antoine Wright, leikmaður Dallas, reyndi í tvígang að brjóta á Anthony áður en hann tók skotið. Ekkert var hins vegar dæmt og náði Anthony að koma sér í stöðu og setja niður þristinn. Leikmenn Dallas voru gríðarlega ósáttir við þessi málalok og eigandi liðsins, Mark Cuban, gekk hreinlega af göflunum. Tveimur tímum eftir að leiknum lauk kom í ljós að þeir höfðu eitthvað til síns máls. Joel Litvin, forseti NBA-deildarinnar, gaf frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði dómarana hafa gert mistök með því að dæma ekki villu á Wright. Karfan hefði því ekki að fá að standa. „Ég hef sett niður mörg mikilvæg skot á mínum ferli en ekkert í líkingu við þetta. Það mátti litlu muna að staðan væri 2-1 í einvíginu en ekki 3-0," sagði Anthony. „Þetta er eitt erfiðasta tap sem ég hef þurft að upplifa í ellefu ár," sagði Dirk Nowitzky, leikmaður Dallas. „Þetta var leikur sem við urðum að vinna." Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver en Chauncey Billups var stigahæstur með 32. Hjá Dallas var Nowtzky stigahæstur með 33 stig og tók þar að auki sextán fráköst. Jason Terry skoraði sautján stig. Cleveland vann Atlanta, 97-82, þar sem LeBron James fór á kostum og skoraði 47 stig. Þetta var hans besta frammistaða í úrslitakeppninni í ár til þessa og hefur Cleveland ekki enn tapað leik síðan að deildakeppninni lauk. James mun vera fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skorar svo mörg stig, tekur svo mörg fráköst (12) og gefur svo margar stoðsendingar (8) í leik í úrslitakeppninni. Cleveland hefur unnið alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni með minnst tíu stiga mun. Það er met en gamla metið átti Indiana sem liðið setti fyrir fimm árum síðan. Cleveland hafði reyndar unnið síðustu þrjá leiki sína með minnst 20 stigum en Atlanta náði þó að koma í veg fyrir þann fjórða. Munurinn var ekki nema eitt stig í hálfleik, 47-46, Cleveland í vil. En LeBron og félagar komust á 13-0 sprett í þriðja leikhluta og tryggði sér þar með sigurinn. Zaza Pachulia, leikmaður Atlanta, var rekinn af velli fyrir að mótmæla dómgæslunni. Zydrunas Ilgauskas skoraði fjórtán stig fyrir Cleveland og Delonte West tólf. Joe Johnson skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Josh Smith átján. NBA Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Denver og Cleveland komust í 3-0 forystu í sínum einvígum. Denver vann Dallas, 106-105, á útivelli þar sem Carmelo Anthony skoraði sigurkörfuna á lokasekúndu leiksins. Anthony setti niður glæsilegan en afar umdeildan þrist. Antoine Wright, leikmaður Dallas, reyndi í tvígang að brjóta á Anthony áður en hann tók skotið. Ekkert var hins vegar dæmt og náði Anthony að koma sér í stöðu og setja niður þristinn. Leikmenn Dallas voru gríðarlega ósáttir við þessi málalok og eigandi liðsins, Mark Cuban, gekk hreinlega af göflunum. Tveimur tímum eftir að leiknum lauk kom í ljós að þeir höfðu eitthvað til síns máls. Joel Litvin, forseti NBA-deildarinnar, gaf frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði dómarana hafa gert mistök með því að dæma ekki villu á Wright. Karfan hefði því ekki að fá að standa. „Ég hef sett niður mörg mikilvæg skot á mínum ferli en ekkert í líkingu við þetta. Það mátti litlu muna að staðan væri 2-1 í einvíginu en ekki 3-0," sagði Anthony. „Þetta er eitt erfiðasta tap sem ég hef þurft að upplifa í ellefu ár," sagði Dirk Nowitzky, leikmaður Dallas. „Þetta var leikur sem við urðum að vinna." Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver en Chauncey Billups var stigahæstur með 32. Hjá Dallas var Nowtzky stigahæstur með 33 stig og tók þar að auki sextán fráköst. Jason Terry skoraði sautján stig. Cleveland vann Atlanta, 97-82, þar sem LeBron James fór á kostum og skoraði 47 stig. Þetta var hans besta frammistaða í úrslitakeppninni í ár til þessa og hefur Cleveland ekki enn tapað leik síðan að deildakeppninni lauk. James mun vera fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skorar svo mörg stig, tekur svo mörg fráköst (12) og gefur svo margar stoðsendingar (8) í leik í úrslitakeppninni. Cleveland hefur unnið alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni með minnst tíu stiga mun. Það er met en gamla metið átti Indiana sem liðið setti fyrir fimm árum síðan. Cleveland hafði reyndar unnið síðustu þrjá leiki sína með minnst 20 stigum en Atlanta náði þó að koma í veg fyrir þann fjórða. Munurinn var ekki nema eitt stig í hálfleik, 47-46, Cleveland í vil. En LeBron og félagar komust á 13-0 sprett í þriðja leikhluta og tryggði sér þar með sigurinn. Zaza Pachulia, leikmaður Atlanta, var rekinn af velli fyrir að mótmæla dómgæslunni. Zydrunas Ilgauskas skoraði fjórtán stig fyrir Cleveland og Delonte West tólf. Joe Johnson skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Josh Smith átján.
NBA Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira