NBA í nótt: Ótrúleg sigurkarfa Anthony Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. maí 2009 11:20 Carmelo Anthony skorar sigurkörfuna í leiknum. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri. Nordic Photos / Getty Images Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Denver og Cleveland komust í 3-0 forystu í sínum einvígum. Denver vann Dallas, 106-105, á útivelli þar sem Carmelo Anthony skoraði sigurkörfuna á lokasekúndu leiksins. Anthony setti niður glæsilegan en afar umdeildan þrist. Antoine Wright, leikmaður Dallas, reyndi í tvígang að brjóta á Anthony áður en hann tók skotið. Ekkert var hins vegar dæmt og náði Anthony að koma sér í stöðu og setja niður þristinn. Leikmenn Dallas voru gríðarlega ósáttir við þessi málalok og eigandi liðsins, Mark Cuban, gekk hreinlega af göflunum. Tveimur tímum eftir að leiknum lauk kom í ljós að þeir höfðu eitthvað til síns máls. Joel Litvin, forseti NBA-deildarinnar, gaf frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði dómarana hafa gert mistök með því að dæma ekki villu á Wright. Karfan hefði því ekki að fá að standa. „Ég hef sett niður mörg mikilvæg skot á mínum ferli en ekkert í líkingu við þetta. Það mátti litlu muna að staðan væri 2-1 í einvíginu en ekki 3-0," sagði Anthony. „Þetta er eitt erfiðasta tap sem ég hef þurft að upplifa í ellefu ár," sagði Dirk Nowitzky, leikmaður Dallas. „Þetta var leikur sem við urðum að vinna." Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver en Chauncey Billups var stigahæstur með 32. Hjá Dallas var Nowtzky stigahæstur með 33 stig og tók þar að auki sextán fráköst. Jason Terry skoraði sautján stig. Cleveland vann Atlanta, 97-82, þar sem LeBron James fór á kostum og skoraði 47 stig. Þetta var hans besta frammistaða í úrslitakeppninni í ár til þessa og hefur Cleveland ekki enn tapað leik síðan að deildakeppninni lauk. James mun vera fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skorar svo mörg stig, tekur svo mörg fráköst (12) og gefur svo margar stoðsendingar (8) í leik í úrslitakeppninni. Cleveland hefur unnið alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni með minnst tíu stiga mun. Það er met en gamla metið átti Indiana sem liðið setti fyrir fimm árum síðan. Cleveland hafði reyndar unnið síðustu þrjá leiki sína með minnst 20 stigum en Atlanta náði þó að koma í veg fyrir þann fjórða. Munurinn var ekki nema eitt stig í hálfleik, 47-46, Cleveland í vil. En LeBron og félagar komust á 13-0 sprett í þriðja leikhluta og tryggði sér þar með sigurinn. Zaza Pachulia, leikmaður Atlanta, var rekinn af velli fyrir að mótmæla dómgæslunni. Zydrunas Ilgauskas skoraði fjórtán stig fyrir Cleveland og Delonte West tólf. Joe Johnson skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Josh Smith átján. NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Denver og Cleveland komust í 3-0 forystu í sínum einvígum. Denver vann Dallas, 106-105, á útivelli þar sem Carmelo Anthony skoraði sigurkörfuna á lokasekúndu leiksins. Anthony setti niður glæsilegan en afar umdeildan þrist. Antoine Wright, leikmaður Dallas, reyndi í tvígang að brjóta á Anthony áður en hann tók skotið. Ekkert var hins vegar dæmt og náði Anthony að koma sér í stöðu og setja niður þristinn. Leikmenn Dallas voru gríðarlega ósáttir við þessi málalok og eigandi liðsins, Mark Cuban, gekk hreinlega af göflunum. Tveimur tímum eftir að leiknum lauk kom í ljós að þeir höfðu eitthvað til síns máls. Joel Litvin, forseti NBA-deildarinnar, gaf frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði dómarana hafa gert mistök með því að dæma ekki villu á Wright. Karfan hefði því ekki að fá að standa. „Ég hef sett niður mörg mikilvæg skot á mínum ferli en ekkert í líkingu við þetta. Það mátti litlu muna að staðan væri 2-1 í einvíginu en ekki 3-0," sagði Anthony. „Þetta er eitt erfiðasta tap sem ég hef þurft að upplifa í ellefu ár," sagði Dirk Nowitzky, leikmaður Dallas. „Þetta var leikur sem við urðum að vinna." Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver en Chauncey Billups var stigahæstur með 32. Hjá Dallas var Nowtzky stigahæstur með 33 stig og tók þar að auki sextán fráköst. Jason Terry skoraði sautján stig. Cleveland vann Atlanta, 97-82, þar sem LeBron James fór á kostum og skoraði 47 stig. Þetta var hans besta frammistaða í úrslitakeppninni í ár til þessa og hefur Cleveland ekki enn tapað leik síðan að deildakeppninni lauk. James mun vera fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skorar svo mörg stig, tekur svo mörg fráköst (12) og gefur svo margar stoðsendingar (8) í leik í úrslitakeppninni. Cleveland hefur unnið alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni með minnst tíu stiga mun. Það er met en gamla metið átti Indiana sem liðið setti fyrir fimm árum síðan. Cleveland hafði reyndar unnið síðustu þrjá leiki sína með minnst 20 stigum en Atlanta náði þó að koma í veg fyrir þann fjórða. Munurinn var ekki nema eitt stig í hálfleik, 47-46, Cleveland í vil. En LeBron og félagar komust á 13-0 sprett í þriðja leikhluta og tryggði sér þar með sigurinn. Zaza Pachulia, leikmaður Atlanta, var rekinn af velli fyrir að mótmæla dómgæslunni. Zydrunas Ilgauskas skoraði fjórtán stig fyrir Cleveland og Delonte West tólf. Joe Johnson skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Josh Smith átján.
NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira