Körfubolti

Stólarnir fyrstir í undan­úr­slit

Sindri Sverrisson skrifar
Taiwo Badmus var í stuði í Hólminum.
Taiwo Badmus var í stuði í Hólminum. vísir/Anton

Tindastóll fékk góða mótspyrnu í Stykkishólmi í dag en vann að lokum 1. deildarlið Snæfells, 115-98, í 8-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta.

Stólarnir eru þar með fyrsta liðið sem tryggir sér farseðil inn í úrslitavikuna eftirsóttu í bikarnum. Í kvöld mætast Stjarnan og Grindavík í stórleik og á morgun eru leikir á milli KR og Breiðabliks, og Vals og Keflavíkur.

Það er nóg að gera hjá Tindastóli sem síðasta þriðjudag var í Kósovó og tryggði sig þar áfram í 16-liða úrslit ENBL-deildarinnar. 

Í dag var liðið svo mætt í Stykkishólm og fékk þar hörkuleik. Staðan var 51-48 fyrir Tindastól í hálfleik en Snæfell vann þriðja leikhluta og komst yfir, 82-79, fyrir lokaleikhlutann. Þar sýndu Stólarnir mátt sinn og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur.

Taiwo Badmus lét mikið til sín taka í dag og skoraði 30 stig, tók 11 fráköst og gaf 3 stoðsendingar, á tæpum 29 mínútum. Dedrick Basile skoraði 25 stig og Adomas Drungilas 18. Hjá heimamönnum var Jakorie Smith stigahæstur með 36 stig og 10 fráköst, og Aytor Johnson Alberto skoraði 23. Sturla Böðvarsson skoraði 11 stig og tók heil 15 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×