KR-stelpurnar eru hreinlega óstöðvandi þessa dagana. Þær sópuðu Keflavík 3-0 í undanúrslitum Iceland Express-deildar kvenna og unnu svo fyrsta leikinn gegn Haukum í úrslitaeinvíginu í dag.
Lokatölur 52-61 en leikið var á heimavelli Hauka að Ásvöllum.
KR-stelpur voru sterkari allan tímann og leiddu frá upphafi til enda. Staðan í leikhléi var 18-25.
Haukar-KR 52-61
Stig Hauka: Slavica Dimovska 19, Kristrún Sigurjónsdóttir 12, Monika Knight 10, Helena Hólm 3, Ragna Brynjarsdóttir 3, Telma Fjalarsdóttir 2, Bryndís Hreinsdóttir 2, Guðbjörg Sverrisdóttir 1.
Stig KR: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 19, Sigrún Ámundadóttir 15, Heiðrún Kristmundsdóttir 7, Hildur Sigurðardóttir 7, Margrét Kara Sturludóttir 6, Guðrún Ámundadóttir 4, Helga Einarsdóttir 2, Greta Guðbrandsdóttir 1.