Fótbolti

Katrín Ómarsdóttir ekki í hópnum á móti Eistlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Ómarsdóttir spilaði tvo af þremur leikjunum á EM í Finnlandi.
Katrín Ómarsdóttir spilaði tvo af þremur leikjunum á EM í Finnlandi. Mynd/ÓskarÓ

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hóp sinn fyrir leikinn gegn Eistlandi í undankeppni fyrir HM 2011. Leikurinn fer fram fimmtudaginn 17. september á Laugardalsvelli og hefst kl. 20:00.

Íslenska liðið vann Serba í fyrsta leik riðilsins en framundan er mikil barátta því einungis efsta þjóð riðilsins kemst í umspil fyrir HM í Þýsklandi.

Katrín Ómarsdóttir er ekki í hópnum en hún var í byrjunarliði Íslands í tveimur af þremur leikjum liðsins á EM. Katrín er í námi í Bandaríkjunum og kemur ekki í þennan eina leik.

Auk hennar eru þær Sandra Sigurðardóttir, Rakel Logadóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir ekki í hópnum að þessu sinni en þær voru allar í EM-hóp Sigurðar Ragnars.

Íslenski hópurinn á móti Eistlandi:

Markverðir:

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården

Þóra B. Helgadóttir, Kolbotn

Varnarmenn:

Ásta Árnadóttir, Tyresö

Erna B. Sigurðardóttir, Breiðablik

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Djurgården

Katrín Jónsdóttir, Valur

Ólína G. Viðarsdóttir, KIF Örebro

Sif Atladóttir, Valur

Miðjumenn:

Dóra Stefánsdóttir, LdB Malmö

Edda Garðarsdóttir, KIF Örebro

Erla Steina Arnardóttir, Kristianstad

Hólmfríður Magnúsdóttir, Kristianstad

Sara Björg Gunnarsdóttir, Breiðablik

Framherjar:

Dóra María Lárusdóttir, Valur

Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik

Guðný Björk Óðinsdóttir, Kristianstad

Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstad

Rakel Hönnudóttir, Þór/KA








Fleiri fréttir

Sjá meira


×