Fótbolti

Tölfræðin úr leiknum í kvöld - Hólmfríður átti 12 af 42 skotum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir skaut oftast á marki Eistlendinga í 12-0 sigri í kvöld.
Hólmfríður Magnúsdóttir skaut oftast á marki Eistlendinga í 12-0 sigri í kvöld. Mynd/Vilhelm

Hólmfríður Magnúsdóttir skaut oftast á marki Eistlendinga í 12-0 sigri íslenska kvennalandsliðsins á Laugardalsvelli í kvöld en Dóra María Lárusdóttir skapaði aftur á móti flest skotfæri fyrir félaga sína eða alls 6. Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu báðar þrennu í leiknum og Edda Garðarsdóttir átti fjórar stoðsendingar.

Átta leikmenn íslenska liðsins náðu að skjóta á markið og allar þeirra skoruðu nema Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir sem skaut fjórum sinnum en náði ekki að skora. Ólína var hinsvegar ein af sex leikmönnum liðsins sem átti stoðsendingu. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir skot og sendingar fyrir skot hjá íslenska liðinu í kvöld.

Flest skot:

Hólmfríður Magnúsdóttir 12

Rakel Hönnudóttir 7

Margrét Lára Viðarsdóttir 6

Dóra María Lárusdóttir 4

Katrín Jónsdóttir 4

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 4

Edda Garðarsdóttir 3

Sara Björk Gunnarsdóttir 2

Flest mörk

Margrét Lára Viðarsdóttir 3

Hólmfríður Magnúsdóttir 3

Katrín Jónsdóttir 2

Dóra María Lárusdóttir 1

Edda Garðarsdóttir 1

Sara Björk Gunnarsdóttir 1

Rakel Hönnudóttir 1

Flest sköpuðu skotfæri (síðasta sending fyrir skot):

Dóra María Lárusdóttir 6

Edda Garðarsdóttir 5

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 5

Margrét Lára Viðarsdóttir 5

Rakel Hönnudóttir 3

Sif Atladóttir 3

Sara Björk Gunnarsdóttir 3

Hólmfríður Magnúsdóttir 1

Erna Björk Sigurðardóttir 1

Guðný Björk Óðinsdóttir 1

Flestar stoðsendingar (síðasta sending fyrir mark):

Edda Garðarsdóttir 4

Sif Atladóttir 2

Rakel Hönnudóttir 1

Margrét Lára Viðarsdóttir 1

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 1

Dóra María Lárusdóttir 1








Fleiri fréttir

Sjá meira


×