Á hverja hlustar ríkisstjórnin? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 1. desember 2009 06:00 Innan verkalýðshreyfingarinnar gerum við okkur vissulega grein fyrir því að nú, þegar unnið er að lokafrágangi fjárlaga á Alþingi fyrir komandi ár, standa spjótin á stjórnvöldum úr öllum áttum. Margir vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Samtök atvinnulífsins leggjast gegn álögum á stóriðju en hafa hins vegar illu heilli tekið undir með þeim sem tala fyrir því að í staðinn verði ýmsar aðrar álögur hækkaðar, svo sem tryggingagjald og aðrir launaskattar á lágtekju- og millitekjuhópa. Ekki fáum við heldur stuðning úr þeim herbúðum til að verja almannaþjónustuna. Ljóst er að auknar skattaálögur munu ekki nægja til að rétta af fjárlagahalla komandi árs og því er nauðsynlegt að gera hvort tvennt í senn, skera niður og taka lán. BSRB hefur ekki lagst gegn niðurskurði en bandalagið telur þó að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi sé niðurskurðurinn í velferðarþjónustunni of mikill. Við höfum bent á að niðurskurður þar geti reynst dýrkeyptur. Hann bitni ekki einungis á þeim sem eiga undir högg að sækja heldur samfélaginu öllu. Þetta var kjarninn í boðskap nýafstaðins aðalfundar BSRB – boðskap sem ætlast er til að ríkisstjórnin hugleiði og taki tillit til. Og nú fyrirhuga stjórnvöld að skerða fæðingarorlof. Ef skerðingin nær fram að ganga verður vegið að félagslega kerfinu og þó sérstaklega að hagsmunum kvenna. Aðför að fæðingarorlofinu veldur miklum vonbrigðum og spyrja má: Hvernig stendur á að ríkisstjórn sem segist hafa „sett jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi í öndvegi“ ætli sér að ganga á bak orða sinna með þessum hætti? Við eigum að taka alvarlega varnaðarorð þeirra þjóða sem gengið hafa í gegnum kreppu eins og nú blasir við okkur og ljóst er að við þurfum að glíma við næstu misserin. Þannig hafa Finnar bent á að enn sé finnska þjóðin að súpa seyðið af misráðnum og illa grunduðum niðurskurði fyrir tæpum tveimur áratugum. Lærið af mistökum okkar, sagði finnskur ráðherra sem hér var nýlega á ferð. Þessi varnaðarorð ganga vissulega þvert á ráðleggingar og kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. En á hverja ætlar ríkisstjórnin að hlusta: AGS og Samtök atvinnulífsins eða Finna og BSRB? Hvort skyldi nú vera meira í takt við þá norrænu velferðarstjórn sem ríkisstjórnin segist vera? Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Innan verkalýðshreyfingarinnar gerum við okkur vissulega grein fyrir því að nú, þegar unnið er að lokafrágangi fjárlaga á Alþingi fyrir komandi ár, standa spjótin á stjórnvöldum úr öllum áttum. Margir vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Samtök atvinnulífsins leggjast gegn álögum á stóriðju en hafa hins vegar illu heilli tekið undir með þeim sem tala fyrir því að í staðinn verði ýmsar aðrar álögur hækkaðar, svo sem tryggingagjald og aðrir launaskattar á lágtekju- og millitekjuhópa. Ekki fáum við heldur stuðning úr þeim herbúðum til að verja almannaþjónustuna. Ljóst er að auknar skattaálögur munu ekki nægja til að rétta af fjárlagahalla komandi árs og því er nauðsynlegt að gera hvort tvennt í senn, skera niður og taka lán. BSRB hefur ekki lagst gegn niðurskurði en bandalagið telur þó að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi sé niðurskurðurinn í velferðarþjónustunni of mikill. Við höfum bent á að niðurskurður þar geti reynst dýrkeyptur. Hann bitni ekki einungis á þeim sem eiga undir högg að sækja heldur samfélaginu öllu. Þetta var kjarninn í boðskap nýafstaðins aðalfundar BSRB – boðskap sem ætlast er til að ríkisstjórnin hugleiði og taki tillit til. Og nú fyrirhuga stjórnvöld að skerða fæðingarorlof. Ef skerðingin nær fram að ganga verður vegið að félagslega kerfinu og þó sérstaklega að hagsmunum kvenna. Aðför að fæðingarorlofinu veldur miklum vonbrigðum og spyrja má: Hvernig stendur á að ríkisstjórn sem segist hafa „sett jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi í öndvegi“ ætli sér að ganga á bak orða sinna með þessum hætti? Við eigum að taka alvarlega varnaðarorð þeirra þjóða sem gengið hafa í gegnum kreppu eins og nú blasir við okkur og ljóst er að við þurfum að glíma við næstu misserin. Þannig hafa Finnar bent á að enn sé finnska þjóðin að súpa seyðið af misráðnum og illa grunduðum niðurskurði fyrir tæpum tveimur áratugum. Lærið af mistökum okkar, sagði finnskur ráðherra sem hér var nýlega á ferð. Þessi varnaðarorð ganga vissulega þvert á ráðleggingar og kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. En á hverja ætlar ríkisstjórnin að hlusta: AGS og Samtök atvinnulífsins eða Finna og BSRB? Hvort skyldi nú vera meira í takt við þá norrænu velferðarstjórn sem ríkisstjórnin segist vera? Höfundur er formaður BSRB.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun