Umfjöllun: Barátta innan sem utan vallar í Kópavogi Breki Logason skrifar 30. júlí 2009 16:01 Gunnleifur Gunnleifsson var í marki HK á móti Blikum í kvöld. Mynd/Vilhelm Það var sannkallaður hiti á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik sló nágranna sína úr HK út úr Visabikarnum með marki frá Guðmundi Péturssyni. Mikil barátta var innan vallar sem utan, og var meðal annars slegist í stúkunni. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þó Blikar hafi kannski verið í við sterkari, þeir fengu allavega fleiri færi, en nýttu þau oft ekki nægjanlega vel. HK-ingar áttu fínar rispur og áttu til dæmis að fá vítaspyrnu þegar augljóslega var ýtt á bakið á Ásgrími Albertssyni leikmanni þeirra inni í teig Breiðabliks. Kristinn Jakobsson dæmdi hinsvegar ekkert. Þá komst Aron Palomares einn inn fyrir en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað hann að gefa boltann yfir í stað þess að skjóta en þá komust Blikar inn í sendinguna. Staðan því 1:0 fyrir Breiðablik í hálfleik og hörku leikur í gangi. Mesti atgangurinn varð þó í gömlu stúkunni á Kópavogsvelli eftir að Guðmundur Pétursson skoraði markið. Stuðningsmannahópum liðanna lenti saman. Allt róaðist þó mjög fljótt og voru fjölmargir gæslumenn í gulum vestum settir í sætin á milli hópanna. Erfitt var að sjá nákvæmlega hvað gerðist en fréttir hér á vellinum hermdu að menn hefðu bókstaflega slegist. Blikar byrjuðu síðari hálfleikinn ágætlega og mokaði Kristinn Steindórsson boltanum yfir eftir aukaspyrnu frá Alfreði Finnbogasyni. Aðstoðardómarinn datt síðan á bossann þegar hann dæmdi hornspyrnu. HK-ingar hresstust þó fljótlega og áttu nokkra sjénsa. Breiðablik átti einnig sín færi en náðu ekki að klára. Guðmundur Kristjánsson skallaði til dæmis í slánna úr dauðafæri eftir hornspyrnu. Bæði lið gátu skorað mörk og má segja að HK hafi sótt hart að Blikum undir lok leiksins. Meðal annars bjargaði Ingvar Kale sínum mönnum glæsilega. Blikar héldu svo boltanum þar til tíminn rann út og var sigur þeirra í raun nokkuð sanngjarn. Breiðablika sigraði því orrustuna um Kópavog að þessu sinni og eru komnir í undanúrslit í Visabikarnum. Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Það var sannkallaður hiti á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik sló nágranna sína úr HK út úr Visabikarnum með marki frá Guðmundi Péturssyni. Mikil barátta var innan vallar sem utan, og var meðal annars slegist í stúkunni. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þó Blikar hafi kannski verið í við sterkari, þeir fengu allavega fleiri færi, en nýttu þau oft ekki nægjanlega vel. HK-ingar áttu fínar rispur og áttu til dæmis að fá vítaspyrnu þegar augljóslega var ýtt á bakið á Ásgrími Albertssyni leikmanni þeirra inni í teig Breiðabliks. Kristinn Jakobsson dæmdi hinsvegar ekkert. Þá komst Aron Palomares einn inn fyrir en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað hann að gefa boltann yfir í stað þess að skjóta en þá komust Blikar inn í sendinguna. Staðan því 1:0 fyrir Breiðablik í hálfleik og hörku leikur í gangi. Mesti atgangurinn varð þó í gömlu stúkunni á Kópavogsvelli eftir að Guðmundur Pétursson skoraði markið. Stuðningsmannahópum liðanna lenti saman. Allt róaðist þó mjög fljótt og voru fjölmargir gæslumenn í gulum vestum settir í sætin á milli hópanna. Erfitt var að sjá nákvæmlega hvað gerðist en fréttir hér á vellinum hermdu að menn hefðu bókstaflega slegist. Blikar byrjuðu síðari hálfleikinn ágætlega og mokaði Kristinn Steindórsson boltanum yfir eftir aukaspyrnu frá Alfreði Finnbogasyni. Aðstoðardómarinn datt síðan á bossann þegar hann dæmdi hornspyrnu. HK-ingar hresstust þó fljótlega og áttu nokkra sjénsa. Breiðablik átti einnig sín færi en náðu ekki að klára. Guðmundur Kristjánsson skallaði til dæmis í slánna úr dauðafæri eftir hornspyrnu. Bæði lið gátu skorað mörk og má segja að HK hafi sótt hart að Blikum undir lok leiksins. Meðal annars bjargaði Ingvar Kale sínum mönnum glæsilega. Blikar héldu svo boltanum þar til tíminn rann út og var sigur þeirra í raun nokkuð sanngjarn. Breiðablika sigraði því orrustuna um Kópavog að þessu sinni og eru komnir í undanúrslit í Visabikarnum.
Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann