Körfubolti

Meiðsli setja strik í reikninginn hjá Blikum

Einar Árni og félagar eiga ekki auðvelt verkefni fyrir höndum í úrslitakeppninni
Einar Árni og félagar eiga ekki auðvelt verkefni fyrir höndum í úrslitakeppninni

Nýliðar Breiðabliks verða líklega án tveggja lykilmanna þegar þeir mæta KR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deildinni.

Blikarnir tryggðu sér áttunda sætið með 84-81 sigri á Tindastól í kvöld, en hinn stóri og stæðilegi Þorsteinn Gunnlaugsson varð fyrir því óláni að meiðast strax í byrjun og kom hann ekki meira við sögu.

Halldór Halldórsson er líka meiddur á öxl og kom því ekki við sögu í dag. Einar Árni Jóhannsson þjálfari segist óttast að hvorugur þeirra komi meira við sögu hjá liðinu á leiktíðinni.

"Halldór Halldórsson er mjög líklega úr leik hjá okkur og við vorum að fá þau tíðindi að Þorsteinn er gæti verið viðbeinsbrotinn. Það verður að teljast ólíklegt að þeir verði með á móti KR, þannig að það á svo sem ekki af okkur að ganga," sagði Einar Árni eftir leikinn í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×