Áttum að vinna öll lið með 30 stigum 6. janúar 2009 15:31 Jakob Sigurðarson þótti besti leikmaður Iceland Express deildarinnar fyrir áramót Mynd/Stefán "Mig grunaði alveg að þetta gæti orðið ég eða Jón Arnór, en þetta kom samt skemmtilega á óvart," sagði KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson í samtali við Vísi eftir að hann var kjörinn besti leikmaður fyrstu 11 umferða Iceland Express deildarinnar. Jakob þótti þar með fremstur meðal jafningja í ógnarsterku KR-liðinu en auk hans og Jóns Arnórs Stefánssonar voru þeir Páll Axel Vilbergsson frá Grindavík, Cedric Isom úr Þór og Sigurður Þorsteinsson úr Keflavík kjörnir í úrvalsliðið á fyrri helmingi leiktíðarinnar. Jakob skilaði 17 stigum, 4,5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í ellefu leikjum með KR fyrir áramót, en þeir unnust allir eins og flestir vita. Þá var Jakob með 55% skotnýtingu innan teigs og 47% nýtingu í þriggja stiga skotum og tapaði innan við einum bolta í leik. Vísir spurði Jakob hvort væri samkeppni milli hans og Jóns Arnórs í KR-liðinu. "Nei, alls ekki. Við erum bara með sama markmið og það er að vinna allt. Það er sama markmið allra í KR og þess vegna held ég að sé svona góð stemming í hópnum. Það eru allir að hugsa um það sama." En eru KR-ingar orðnir leiðir á þeim gríðarlegu væntingum sem gerðar eru til liðsins í vetur? "Það bjuggust allir við að við ættum að vinna alla leiki með 30 stigum, en við lentum í nokkrum spennandi leikjum og eigum eflaust eftir að gera það eftir áramót. Við verðum að ná að halda haus og klára þessa leiki. Hversu mikið á KR eftir að bæta sig fram á vor? "Bara heilmikið. Ég held að við eigum helling inni. Við eigum eftir að verða betri varnarlega og þurfum að passa að halda einbeitingunni í öllum leikjum. Við eigum fullt inni." Fer KR taplaust í gegn um leiktíðina - hefur það verið rætt? "Við höfum ekkert talað um það sérstaklega, en ég held að það sé markmið hjá öllum í liðinu. Við tökum einn leik í einu en við ætlum að vinna allt sem í boði er. Það er enginn heimsendir þó við töpum leik í deildinni, en samt er stefnan sett á að vinna alla leiki." Við spurðum Jakob hvort hann hefði viljað sjá Benedikt Guðmundsson þjálfara KR vera valinn besta þjálfarann. "Já, mér finnst hann alveg eiga það skilið. Hann hefur gert mjög vel með okkur og haldið okkur vel á tánum. Það er ekkert auðvelt að búa til góða stemmingu og halda vel utan um hlutina þó maður sé með sterkt lið í höndunum. Mér finnst Einar samt vel að þessu kominn. Hann er búinn að gera vel með nýliða í deildinni." Við spurðum Jakob að lokum hvernig væri að vera kominn heim eftir nokkur ár ytra - hvort deildin væri sterkari nú en þá. "Það vantar auðvitað mikið þegar eru svona fáir útlendingar í deildinni en mér finnast Íslendingarnir betri. Það eru fleiri efnilegri leikmenn í deildinni núna sem maður hefur aldrei spilað á móti og heilt yfir eru íslensku leikmennirnir sterkari nú en þeir voru þá," sagði Jakob. Dominos-deild karla Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira
"Mig grunaði alveg að þetta gæti orðið ég eða Jón Arnór, en þetta kom samt skemmtilega á óvart," sagði KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson í samtali við Vísi eftir að hann var kjörinn besti leikmaður fyrstu 11 umferða Iceland Express deildarinnar. Jakob þótti þar með fremstur meðal jafningja í ógnarsterku KR-liðinu en auk hans og Jóns Arnórs Stefánssonar voru þeir Páll Axel Vilbergsson frá Grindavík, Cedric Isom úr Þór og Sigurður Þorsteinsson úr Keflavík kjörnir í úrvalsliðið á fyrri helmingi leiktíðarinnar. Jakob skilaði 17 stigum, 4,5 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í ellefu leikjum með KR fyrir áramót, en þeir unnust allir eins og flestir vita. Þá var Jakob með 55% skotnýtingu innan teigs og 47% nýtingu í þriggja stiga skotum og tapaði innan við einum bolta í leik. Vísir spurði Jakob hvort væri samkeppni milli hans og Jóns Arnórs í KR-liðinu. "Nei, alls ekki. Við erum bara með sama markmið og það er að vinna allt. Það er sama markmið allra í KR og þess vegna held ég að sé svona góð stemming í hópnum. Það eru allir að hugsa um það sama." En eru KR-ingar orðnir leiðir á þeim gríðarlegu væntingum sem gerðar eru til liðsins í vetur? "Það bjuggust allir við að við ættum að vinna alla leiki með 30 stigum, en við lentum í nokkrum spennandi leikjum og eigum eflaust eftir að gera það eftir áramót. Við verðum að ná að halda haus og klára þessa leiki. Hversu mikið á KR eftir að bæta sig fram á vor? "Bara heilmikið. Ég held að við eigum helling inni. Við eigum eftir að verða betri varnarlega og þurfum að passa að halda einbeitingunni í öllum leikjum. Við eigum fullt inni." Fer KR taplaust í gegn um leiktíðina - hefur það verið rætt? "Við höfum ekkert talað um það sérstaklega, en ég held að það sé markmið hjá öllum í liðinu. Við tökum einn leik í einu en við ætlum að vinna allt sem í boði er. Það er enginn heimsendir þó við töpum leik í deildinni, en samt er stefnan sett á að vinna alla leiki." Við spurðum Jakob hvort hann hefði viljað sjá Benedikt Guðmundsson þjálfara KR vera valinn besta þjálfarann. "Já, mér finnst hann alveg eiga það skilið. Hann hefur gert mjög vel með okkur og haldið okkur vel á tánum. Það er ekkert auðvelt að búa til góða stemmingu og halda vel utan um hlutina þó maður sé með sterkt lið í höndunum. Mér finnst Einar samt vel að þessu kominn. Hann er búinn að gera vel með nýliða í deildinni." Við spurðum Jakob að lokum hvernig væri að vera kominn heim eftir nokkur ár ytra - hvort deildin væri sterkari nú en þá. "Það vantar auðvitað mikið þegar eru svona fáir útlendingar í deildinni en mér finnast Íslendingarnir betri. Það eru fleiri efnilegri leikmenn í deildinni núna sem maður hefur aldrei spilað á móti og heilt yfir eru íslensku leikmennirnir sterkari nú en þeir voru þá," sagði Jakob.
Dominos-deild karla Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira