Viðskipti erlent

FIH þarf að segja upp fjórðungi starfsmanna

FIH var dótturfélag gamla Kaupþings.
FIH var dótturfélag gamla Kaupþings.
Danska dótturfyrirtæki gamla Kaupþings, FIH banki í Danmörku, mun þurfa að segja upp fjórðungi af starfsfólki sínu, eða um 100 manns. Útlán bankans eru að mestu til fyrirtækja en FIH gerir ráð fyrir verulegum samdrætti á árinu og eru ráðstafirnar til að bregðast við því. Með uppsögnunum mun bankinn spara um 2 milljarða íslenskra króna á þessu ári. Í frétt Reuters um málið kemur fram að gamli Kaupþing hafi reynt síðan í október að selja bankann en efnahagsástandið hafi ekki gert það mögulegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×