Uggvænleg stefna Jón Gunnarsson skrifar 16. júlí 2009 06:00 Á meðan við deilum um skyldur okkar til að greiða skuldir vegna Icesave, eru aðrar og ekki síður alvarlegar aðstæður að skapast. Innlendir jafnt sem erlendir sérfræðingar segja að Íslendingar eigi tækifæri til viðreisnar sem geri gæfumuninn. Þar er vitnað í auðlindir til lands og sjávar. Viðskiptaráðherra tók undir með sérfræðingum OECD um að nýting náttúruauðlinda til stóriðju sé sá grundvöllur sem viðreisn okkar byggist á. Í ljósi þess er stefna ríkisstjórnarinnar uggvænleg. Í stað þess að leggja í þá nauðsynlegu vinnu að kynna Ísland sem valkost fyrir alþjóðleg fyrirtæki með orkufreka starfsemi, virðast stjórnvöld í herferð gegn atvinnusköpun. Fjármálaráðherra svaraði til að mynda fyrirspurn minni á Alþingi um uppbyggingu íslensks atvinnulífs á þann veg að ekki væri þörf á frekari stóriðju, lítil og meðalstór fyrirtæki stæðu undir uppbyggingu atvinnulífs til framtíðar. Á sama tíma og hvetja ætti fyrirtæki til mannaráðninga með skattaívilnunum og öðrum hvetjandi leiðum, fetar þessi ríkisstjórn veg aukinnar gjaldtöku og skattheimtu af fyrirtækjum og heimilum. Þessi stefna gerir ekkert annað en að festa atvinnuleysi í sessi. Munurinn á okkur og öðrum þjóðum svo sem Bretum er sá að við verðum að framleiða útflutningsverðmæti og skapa þannig gjaldeyristekjur til að greiða m.a. erlendar skuldir okkar, á meðan Bretar geta einfaldlega prentað sinn gjaldmiðil og gert þannig upp sínar skuldir með tilheyrandi skammtíma verðbólguáhrifum. Aukin nýting náttúruauðlinda í þágu uppbyggingar atvinnulífs er sú leið sem við verðum að feta, um leið og þess verður gætt að halda eðlilegu jafnvægi milli verndunar og nýtingar í náttúru landsins. Ríkisstjórnarflokkunum virðist ómögulegt að átta sig á mikilvægi þessara staðreynda. Halda menn virkilega að aukinn skattheimta uppá 7,5 milljarða í formi auðlindaskatta og eftirgjöf á þeirri viðurkenningu sem náðist gagnvart sérstöðu Íslands í loftlagsmálum, sé til þess fallin að hvetja til aukinnar atvinnustarfsemi. Það er lífsspursmál að frá þessari stefnu verði fallið strax. Við höfum ekki efni á einhverri draumsýn við þessar aðstæður, veruleikinn er alvarlegri en það. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Á meðan við deilum um skyldur okkar til að greiða skuldir vegna Icesave, eru aðrar og ekki síður alvarlegar aðstæður að skapast. Innlendir jafnt sem erlendir sérfræðingar segja að Íslendingar eigi tækifæri til viðreisnar sem geri gæfumuninn. Þar er vitnað í auðlindir til lands og sjávar. Viðskiptaráðherra tók undir með sérfræðingum OECD um að nýting náttúruauðlinda til stóriðju sé sá grundvöllur sem viðreisn okkar byggist á. Í ljósi þess er stefna ríkisstjórnarinnar uggvænleg. Í stað þess að leggja í þá nauðsynlegu vinnu að kynna Ísland sem valkost fyrir alþjóðleg fyrirtæki með orkufreka starfsemi, virðast stjórnvöld í herferð gegn atvinnusköpun. Fjármálaráðherra svaraði til að mynda fyrirspurn minni á Alþingi um uppbyggingu íslensks atvinnulífs á þann veg að ekki væri þörf á frekari stóriðju, lítil og meðalstór fyrirtæki stæðu undir uppbyggingu atvinnulífs til framtíðar. Á sama tíma og hvetja ætti fyrirtæki til mannaráðninga með skattaívilnunum og öðrum hvetjandi leiðum, fetar þessi ríkisstjórn veg aukinnar gjaldtöku og skattheimtu af fyrirtækjum og heimilum. Þessi stefna gerir ekkert annað en að festa atvinnuleysi í sessi. Munurinn á okkur og öðrum þjóðum svo sem Bretum er sá að við verðum að framleiða útflutningsverðmæti og skapa þannig gjaldeyristekjur til að greiða m.a. erlendar skuldir okkar, á meðan Bretar geta einfaldlega prentað sinn gjaldmiðil og gert þannig upp sínar skuldir með tilheyrandi skammtíma verðbólguáhrifum. Aukin nýting náttúruauðlinda í þágu uppbyggingar atvinnulífs er sú leið sem við verðum að feta, um leið og þess verður gætt að halda eðlilegu jafnvægi milli verndunar og nýtingar í náttúru landsins. Ríkisstjórnarflokkunum virðist ómögulegt að átta sig á mikilvægi þessara staðreynda. Halda menn virkilega að aukinn skattheimta uppá 7,5 milljarða í formi auðlindaskatta og eftirgjöf á þeirri viðurkenningu sem náðist gagnvart sérstöðu Íslands í loftlagsmálum, sé til þess fallin að hvetja til aukinnar atvinnustarfsemi. Það er lífsspursmál að frá þessari stefnu verði fallið strax. Við höfum ekki efni á einhverri draumsýn við þessar aðstæður, veruleikinn er alvarlegri en það. Höfundur er alþingismaður.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun