Íslenski boltinn

Gott að hafa Gumma Ben í bikarleikjum KR og Vals

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Benediktsson skoraði mikilvægt mark í bikarleiknum á móti Val.
Guðmundur Benediktsson skoraði mikilvægt mark í bikarleiknum á móti Val. Mynd/Valli

Ólafur Brynjar Halldórsson heldur utan um alla tölfræði knattspyrnuliðs KR-inga og skrifar reglulega inn á heimsíðu félagsins. Ólafur bendir á það í dag á www.kr.is að það hefur reynst Val eða KR afar gott að hafa Guðmundur Benediktsson sínum meginn í innbyrðis bikarleikjum félaganna síðustu árin.

Guðmundur Benediktsson hefur leikið fimm innbyrðisbikarleiki milli erkifjendanna KR og Vals og hefur verið í sigurliðinu í öll þessi fimm skipti.

Það hefur verið miklu betra að hafa Guðmund með sér en að vera á heimavelli því fjórir af þessum fimm leikjum hafa unnist af útiliðinu.

Guðmundur hefur skorað fjögur mörk í þessum fimm leikjum þar af í öllum þremur leikjunum sem hann hefur spilað með KR á móti Val í bikarkeppninni.

Bikarleikir KR og Vals frá og með 1996:

8 liða úrslit 1996

Valur-KR 0-2

- Guðmundur skoraði seinna markið og lagði upp það fyrra fyrir Ríkharð Daðason.

8 liða úrslit 1998

KR-Valur 4-1

- Guðmundur skoraði þriðja mark KR úr vítaspyrnu.

8 liða úrslit 2005

KR-Valur 1-2

- Guðmundur lék með Val

16 liða úrslit 2007

KR-Valur 1-1, 0-3 í vítakeppni

- Guðmundur Benediktsson skoraði mark Valsmanna.

8 liða úrslit 2009

Valur-KR 1-3

Guðmundur skoraði annað mark KR úr vítaspyrnu








Fleiri fréttir

Sjá meira


×