Íslenski boltinn

Selfoss með annan fótinn í efstu deild

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnlaugur Jónsson er að stýra Selfoss upp í efstu deild á sínu fyrsta ári sem þjálfari.
Gunnlaugur Jónsson er að stýra Selfoss upp í efstu deild á sínu fyrsta ári sem þjálfari.

Selfyssingar stigu stórt skref í átt að Pepsi-deildinni í dag er liðið kjöldró lið Fjarðabyggðar fyrir austan. Lokatölur 0-4 fyrir Selfoss.

Selfyssingar með sex stiga forskot á toppnum en Fjarðabyggð í fjórða sæti með 32 stig, þrem stigum á eftir HK og Haukum en grimm barátta verður um annað sætið í deildinni.

Leiknir og Þór skildu síðan jöfn í miklum markaleik í Breiðholtinu.

Leiknir R. 4-4 Þór

1-0 Fannar Þór Arnarsson

2-0 Fannar Þór Arnarsson

3-0 Fannar Þór Arnarsson

3-1 Einar Sigþórsson

3-2 Einar Sigþórsson

3-3 Hreinn Hringsson

4-3 Gunnar Einarsson

4-4 Markaskorara vantar

Fjarðabyggð 0-4 Selfoss

0-1 Arilíus Marteinsson ('14)

0-2 Henning Eyþór Jónasson ('44)

0-3 Ingþór Jóhann Guðmundsson ('62)

0-4 Agnar Bragi Magnússon ('65)

Markaskorarar fengnir frá fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×