Umfjöllun: Sex mörk Fylkismanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júlí 2009 21:38 Halldór Arnar Hilmisson skoraði fyrsta mark Fylkis í kvöld. Mynd/Stefán Fylkir vann 6-1 stórsigur á Fjarðabyggð í lokaleik dagsins í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í Árbænum í kvöld. Heimamenn skoruðu eitt mark í fremur rólegum fyrri hálfleik en flóðgáttirnar opnuðust snemma í þeim síðari og átti 1. deildarlið Fjarðabyggðar þá lítið roð í úrvalsdeildarliðið. Jóhann Þórhallsson skoraði þrennu fyrir Fylki og þeir Einar Pétursson, Albert Brynjar Ingason og Ingimundur Níels Óskarsson eitt hver. Högni Helgason skoraði mark gestanna. Fylkir vann 7-3 sigur á Stjörnunni í 32-liða úrslitum bikarsins og hafa því skorað þrettán mörk í sínum tveimur bikarleikjum til þessa. Fylkismenn byrjuðu betur í annar fremur tilþrifalitlum fyrri hálfleik. Þeir fengu snemma tvö góð færi og náðu að nýta annað þeirra. Á 12. mínútu fékk Kjartan Ágúst Breiðdal boltann á kantinum og átti sendingu inn á teig. Kristján Valdimarsson náði að fleyta boltanum áfram in ná teig á félaga sinn í Fylkisvörninni, Einar Pétursson, sem skoraði með hnitmiðuðum skalla. Sex mínútum síðar slapp Albert Brynjar Ingason inn fyrir vörn Fjarðabyggðar en skaut í utanverða stöninga, einn gegn markverðinum. Eftir þetta gerðu gestirnir hvað þeir gátu til að koma sér aftur inn í leikinn en þeim gekk þó illa að skapa sér hættuleg færi. Fylkismenn, sömuleiðis, áttu einnig í vandræðum með að komast í gegnum vörn Fjarðabyggðar en það átti allt eftir að breytast í síðari hálfleik. Á sjöttu mínútu síðari hálfleiks kom Jóhann Þórhallsson inn á sem varamaður og var aðeins tvær mínútur að láta til sín taka. Ingimundur Níels Óskarsson slapp inn fyrir og gaf boltann á Halldór Arnar Hilmisson. Hann var kominn einn gegn markverði gestanna en gaf boltann fyrir markið á Jóhann sem skoraði í autt markið. Á 60. mínútu kom svo þriðja mark þeirra Fylkismanna. Tómas Þorsteinsson átti fína fyrirgjöf frá vinstri sem rataði beint á kollinn á Jóhann. Hann átti í engum vandræðum með að skalla knöttinn í netið. Ekki var liðin ein mínúta áður en næsta mark kom. Ingimundur Níels vann boltann fljótlega eftir að gestirnir tóku miðjuna og hann átti sendinguna inn í teiginn þar sem Albert Brynjar náði að skora af stuttu færi. Fylkismenn voru búnir að taka öll völd á vellinum og héldu áfram að sækja. Litlu mátti muna að Jóhanni hefði tekist að skora þrennu á tíu mínútum en gestunum tókst að bjarga því fyrir horn. En á 78. mínútu skoraði Ingimundur Níels fimmta mark heimamanna. Hann fékk sendingu frá varamanninum Theodóri Óskarssyni og skoraði með laglegu skoti úr teignum. Yfirburðir Fylkismanna í síðari hálfleik voru miklir en gestirnir fengu einnig sín færi. Eitt besta færi þeirra kom úr aukaspyrnu er annar varamaður, Jóhann Ragnar Benediktsson, átti fast skot af löngu færi sem hafnaði í þverslá í marki heimanna. Glæsilegt skot. Högni Helgason náði svo að klóra í bakkann fyrir lið Fjarðabyggðar undir lok leiksins er hann skoraði með laglegri hælspyrnu eftir að boltinn barst inn á teig skömmu eftir að gestirnir fengu hornspyrnu. Þá var aðeins eitt eftir á dagskránni og það var að Jóhann Þórhallsson myndi klára þrennuna sína. Það gerði hann á 87. mínútu eftir að hann fékk sendingu inn fyrir vörn gestanna. Hann lék á markvörðinn Srdjan Rajkovic og skoraði í autt markið. Fylkir - Fjarðabyggð 6-1 1-0 Einar Pétursson (12.) 2-0 Jóhann Þórhallsson (53.) 3-0 Jóhann Þórhallsson (60.) 4-0 Albert Brynjar Ingason (61.) 5-0 Ingimundur Níels Óskarsson (78.) 5-1 Högni Helgason (85.) 6-1 Jóhann Þórhallsson (87.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 450 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Skot (á mark): 14-7 (10-4) Varin skot: Fjalar 2 - Rajkovic 3. Horn: 8-3 Aukaspyrnur fengnar: 10-17 Rangstöður: 6-0Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson Andrés Már Jóhannesson Kristján Valdimarsson Einar Pétursson Tómas Þorsteinsson Ólafur Stígsson (74. Orri Ólafsson) Halldór Arnar Hilmisson (65. Theodór Óskarsson) Ásgeir Börkur Ásgeirsson Ingimundur Níels Óskarsson Albert Brynjar Ingason Kjartan Ágúst Breiðdal (51. Jóhann Þórhallsson)Fjarðabyggð (4-4-2): Srdjan Rajkovic Andri Þór Magnússon Andri Hjörvar Albertsson Daníel Freyr Guðmundsson Marinó Óli Sigurbjörnsson Guðmundur Andri Bjarnason (65. Fannar Árnason) Haukur Ingvar Sigurbergsson Högni Helgason Stefán Þór Eysteinsson Anór Egill Hallsson (58. Jóhann Ragnar Benediktsson) Grétar Örn Ómarsson (74. Ágúst Örn Arnarson) Íslenski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Fylkir vann 6-1 stórsigur á Fjarðabyggð í lokaleik dagsins í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í Árbænum í kvöld. Heimamenn skoruðu eitt mark í fremur rólegum fyrri hálfleik en flóðgáttirnar opnuðust snemma í þeim síðari og átti 1. deildarlið Fjarðabyggðar þá lítið roð í úrvalsdeildarliðið. Jóhann Þórhallsson skoraði þrennu fyrir Fylki og þeir Einar Pétursson, Albert Brynjar Ingason og Ingimundur Níels Óskarsson eitt hver. Högni Helgason skoraði mark gestanna. Fylkir vann 7-3 sigur á Stjörnunni í 32-liða úrslitum bikarsins og hafa því skorað þrettán mörk í sínum tveimur bikarleikjum til þessa. Fylkismenn byrjuðu betur í annar fremur tilþrifalitlum fyrri hálfleik. Þeir fengu snemma tvö góð færi og náðu að nýta annað þeirra. Á 12. mínútu fékk Kjartan Ágúst Breiðdal boltann á kantinum og átti sendingu inn á teig. Kristján Valdimarsson náði að fleyta boltanum áfram in ná teig á félaga sinn í Fylkisvörninni, Einar Pétursson, sem skoraði með hnitmiðuðum skalla. Sex mínútum síðar slapp Albert Brynjar Ingason inn fyrir vörn Fjarðabyggðar en skaut í utanverða stöninga, einn gegn markverðinum. Eftir þetta gerðu gestirnir hvað þeir gátu til að koma sér aftur inn í leikinn en þeim gekk þó illa að skapa sér hættuleg færi. Fylkismenn, sömuleiðis, áttu einnig í vandræðum með að komast í gegnum vörn Fjarðabyggðar en það átti allt eftir að breytast í síðari hálfleik. Á sjöttu mínútu síðari hálfleiks kom Jóhann Þórhallsson inn á sem varamaður og var aðeins tvær mínútur að láta til sín taka. Ingimundur Níels Óskarsson slapp inn fyrir og gaf boltann á Halldór Arnar Hilmisson. Hann var kominn einn gegn markverði gestanna en gaf boltann fyrir markið á Jóhann sem skoraði í autt markið. Á 60. mínútu kom svo þriðja mark þeirra Fylkismanna. Tómas Þorsteinsson átti fína fyrirgjöf frá vinstri sem rataði beint á kollinn á Jóhann. Hann átti í engum vandræðum með að skalla knöttinn í netið. Ekki var liðin ein mínúta áður en næsta mark kom. Ingimundur Níels vann boltann fljótlega eftir að gestirnir tóku miðjuna og hann átti sendinguna inn í teiginn þar sem Albert Brynjar náði að skora af stuttu færi. Fylkismenn voru búnir að taka öll völd á vellinum og héldu áfram að sækja. Litlu mátti muna að Jóhanni hefði tekist að skora þrennu á tíu mínútum en gestunum tókst að bjarga því fyrir horn. En á 78. mínútu skoraði Ingimundur Níels fimmta mark heimamanna. Hann fékk sendingu frá varamanninum Theodóri Óskarssyni og skoraði með laglegu skoti úr teignum. Yfirburðir Fylkismanna í síðari hálfleik voru miklir en gestirnir fengu einnig sín færi. Eitt besta færi þeirra kom úr aukaspyrnu er annar varamaður, Jóhann Ragnar Benediktsson, átti fast skot af löngu færi sem hafnaði í þverslá í marki heimanna. Glæsilegt skot. Högni Helgason náði svo að klóra í bakkann fyrir lið Fjarðabyggðar undir lok leiksins er hann skoraði með laglegri hælspyrnu eftir að boltinn barst inn á teig skömmu eftir að gestirnir fengu hornspyrnu. Þá var aðeins eitt eftir á dagskránni og það var að Jóhann Þórhallsson myndi klára þrennuna sína. Það gerði hann á 87. mínútu eftir að hann fékk sendingu inn fyrir vörn gestanna. Hann lék á markvörðinn Srdjan Rajkovic og skoraði í autt markið. Fylkir - Fjarðabyggð 6-1 1-0 Einar Pétursson (12.) 2-0 Jóhann Þórhallsson (53.) 3-0 Jóhann Þórhallsson (60.) 4-0 Albert Brynjar Ingason (61.) 5-0 Ingimundur Níels Óskarsson (78.) 5-1 Högni Helgason (85.) 6-1 Jóhann Þórhallsson (87.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 450 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Skot (á mark): 14-7 (10-4) Varin skot: Fjalar 2 - Rajkovic 3. Horn: 8-3 Aukaspyrnur fengnar: 10-17 Rangstöður: 6-0Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson Andrés Már Jóhannesson Kristján Valdimarsson Einar Pétursson Tómas Þorsteinsson Ólafur Stígsson (74. Orri Ólafsson) Halldór Arnar Hilmisson (65. Theodór Óskarsson) Ásgeir Börkur Ásgeirsson Ingimundur Níels Óskarsson Albert Brynjar Ingason Kjartan Ágúst Breiðdal (51. Jóhann Þórhallsson)Fjarðabyggð (4-4-2): Srdjan Rajkovic Andri Þór Magnússon Andri Hjörvar Albertsson Daníel Freyr Guðmundsson Marinó Óli Sigurbjörnsson Guðmundur Andri Bjarnason (65. Fannar Árnason) Haukur Ingvar Sigurbergsson Högni Helgason Stefán Þór Eysteinsson Anór Egill Hallsson (58. Jóhann Ragnar Benediktsson) Grétar Örn Ómarsson (74. Ágúst Örn Arnarson)
Íslenski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira