Íslenski boltinn

Freyr: Finn að liðið er sært frá því í fyrra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Freyr Alexandersson, þjálfari Íslandsmeistara Vals
Freyr Alexandersson, þjálfari Íslandsmeistara Vals Mynd/Stefán

Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, er í viðtali á vef Knattspyrnusambands Íslands vegna bikarúrslitaleik Vals og Breiðabliks sem fram fer á Laugardalsvellinum í dag. Valskonur sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin fjögur ár geta þar unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 2006.

„Það er rosalega góður hugur í mannskapnum og allir ætla sér að vinna þennan bikar. Ég finn að liðið er sært frá því í fyrra og það hjálpar okkur. Síðan særir það líka að við höfum ekki unnið Breiðablik þannig að það er ekki erfitt að mótivera liðið," segir Freyr í viðtalinu en Valur tapaði fyrir KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra.

„Við þurfum að sýna það og sanna að við séum sterkara lið heldur en Breiðablik með því að vinna á sunnudaginn. Ég held að það sé alveg ljóst að þetta eru tvö sterkustu liðin í ár," segir Freyr ennfremur í viðtalinu sem má finna í heild sinni hér.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×