Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar njósnar um Frakka um Verslunarmannahelgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins. Mynd/Daníel

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, er á fullu að undirbúa sig fyrir EM í Finnlandi í næsta mánuði og stór hluti af því er að skoða vel mótherja íslenska liðsins í keppninni.

Sigurður Ragnar sá Þjóðverja bursta Hollendinga 6-0 á dögunum og um helgina er hann á ferðinni í Frakklandi til þess að sjá franska landsliðið spila við Japan.

Frakkar mæta Japönum á Stade Maurice Béraud í Montargis á laugardaginn kemur en Japanar eru með sterkt lið og gerðu meðal annars jafntefli við heims- og evróumeistara Þjóðverja í gær. Þýska liðið er einnig í riðli með Íslandi á Evrópumótinu.

Fyrsti leikur íslensku stelpnanna á EM í Finnlandi verður einmitt á móti Frökkum í Tampere mánudaginn 24. ágúst næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×