Íslenski boltinn

Nýkrýndir bikarmeistarar þurfa að mæta á æfingu strax á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingar fagna bikarnum í Laugardalnum í dag.
FH-ingar fagna bikarnum í Laugardalnum í dag. Mynd/Daníel
FH-ingar tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í kvöld og eru þessa stundina að fagna titlinum í Hafnarfirði. Það er samt engin miskunn hjá þjálfaranum Heimi Guðjónssyni þrátt fyrir sigurinn því leikmenn FH þurfa að mæta á næstu æfingu strax á morgun.

„Við lögðum deildina til hliðar fyrir þennan leik. Nú skemmtum við okkur í kvöld og svo er æfing á morgun og þá förum við að einbeita okkur að fara spila erfiðan útileik á móti Grindavík á fimmtudaginn. Það er næsta verkefni og við byrjum að einbeita okkur að því á morgun," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir sigurinn á KR í kvöld.

FH-ingar eru í 3. sæti í Pepsi-deildinni, sex stigum á eftir toppliði ÍBV þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu. FH mætir Grindavík í Grindavík á fimmtudaginn og spilar síðan við Fylki á heimavelli þremur dögum síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×